Innlent

Enn á gjörgæslu eftir alvarlegt slys í Breiðadal

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hinn slasaði var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.
Hinn slasaði var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á sextugsaldri sem slasaðist við alvarlegt vinnuslys í tengivirku Landsnets og Orkubús Vestfjarða í Breiðadal á fimmtudag er enn á gjörgæslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum.

Starfsmaðurinn var fluttur með sjúkrabíl til Ísafjarðar og í kjölfarið með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hann nýtur aðhlynningar. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá lögreglunni á Vestfjörðum og Vinnueftirlitinu.

Um er að ræða 66 kV flutningskerfi sem geta borið allt að 66 þúsund volt. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, tjáði Vísi á föstudag að straumur hafi ekki verið á línunni en þó á tengiverkinu eins og eðlilegt sé.


Tengdar fréttir

Líðan hins slasaða sögð stöðug

Líðan karlmanns sem slasaðist í alvarlegu slysi við tengivirki í Breiðadal í gær er sögð stöðug. Maðurinn fékk í sig mikinn straum og féll úr töluverðri hæð.

Fluttur með sjúkraflugi suður eftir alvarlegt slys í Önundarfirði

Alvarlegt slys varð í spennistöð Orkubús Vestfjarða á fjórða tímanum í dag. Einn var fluttur slasaður með sjúkrabíl til Ísafjarðar en var skömmu síðar fluttur með sjúkraflugi Mýflugs suður til Reykjavíkur. Straumleysi varð í Önundarfirði eftir að slysið varð og er verið að skoða aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×