Opna ísbúð á Granda: Mitt á milli deserts og bragðarefs Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2020 13:52 Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður hjá Omnom, segir hugmyndina um ísbúð hafa verið lengi á teikniborðinu. Vísir/Vilhelm „Við ákváðum að láta verða af hugmynd sem við höfum verið með á teikniborðinu ansi lengi. Það var svo kannski Covid-ástandið sem varð til þess að við settum í fjórða gír með þetta verkefni.“ Þetta segir Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og annar stofnandi súkkulaðigerðarinnar Omnom, en til stendur að opna ísbúð í rýminu fyrir framan súkkulaðigerðina við Hólmaslóð á Granda í Reykjavík á morgun, Kjartan segir að Omnom hafi verið með verslun við Hólmaslóð allt frá því að súkkulaðigerðin flutti þangað árið 2016. „Síðan í maí hefur henni hins vegar verið sjálflokað þar sem það hefur ekki verið neinn straumur hingað niður eftir. Þá fórum við að ræða það, við félagarnir, að núna væri kannski rétti tíminn til að skella í eina ísbúð.“ Frestuðu opnun vegna annarrar bylgjunnar Kjartan segir að forsvarsmenn súkkulaðigerðarinnar hafi opnað „pop-up“ ísbúð á þjóðhátíðardeginn 17. júní, meðal annars til að kanna hver viðbrögðin yrðu og þá hafi hafi verið um 500 manns fyrir utan. „Við ætluðum svo að opna í kringum verslunarmannahelgi, í kringum Pride, en svo kom bakslag í allt aftur svo við ákváðum að bíða aðeins með þetta. En síðustu tvær helgar höfum við verið með svona „mjúka opnun“ og verðum með aftur núna um helgina. Svo verðum við vonandi komin á fullt fjör frá og með næstu viku.“ Kjartan Gíslason og Hildur Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Omnom.Vísir/vilhelm Mitt á milli deserts á veitingastað og bragðarefs Kjartan segir hugmyndina hafa verið að vera með ísbúð og vera með ísrétti. „Við erum kannski ekki að bjóða upp á þetta klassíska sem flestar ísbúðir eru að bjóða uppi, heldur verðum við einhvers staðar á bilinu veitingaeftirréttur og yfir í bragðaref. Eins og staðan er nú þá erum við ekki að framleiða ísinn sjálf en stefnum á að gera það þegar fram í sækir. Það er draumurinn að geta fiktað aðeins meira með hann. Núna erum við aðallega að búa til sósur, kurl og sælgæti til að seta ofan á. Þetta verða þá réttir sem eru innblásnir af súkkulaðistykkjunum okkar.“ Kjartan segir að síðustu „mjúku opnanirnar“ verði á morgun frá 16 til 22 og svo aftur um helgina, frá 14 til 22. „Svo verðum við fyrst með eftirmiðdagsopnanir á meðan við erum að koma okkur af stað,“ segir Kjartan. Verslun Veitingastaðir Ís Matur Reykjavík Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
„Við ákváðum að láta verða af hugmynd sem við höfum verið með á teikniborðinu ansi lengi. Það var svo kannski Covid-ástandið sem varð til þess að við settum í fjórða gír með þetta verkefni.“ Þetta segir Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og annar stofnandi súkkulaðigerðarinnar Omnom, en til stendur að opna ísbúð í rýminu fyrir framan súkkulaðigerðina við Hólmaslóð á Granda í Reykjavík á morgun, Kjartan segir að Omnom hafi verið með verslun við Hólmaslóð allt frá því að súkkulaðigerðin flutti þangað árið 2016. „Síðan í maí hefur henni hins vegar verið sjálflokað þar sem það hefur ekki verið neinn straumur hingað niður eftir. Þá fórum við að ræða það, við félagarnir, að núna væri kannski rétti tíminn til að skella í eina ísbúð.“ Frestuðu opnun vegna annarrar bylgjunnar Kjartan segir að forsvarsmenn súkkulaðigerðarinnar hafi opnað „pop-up“ ísbúð á þjóðhátíðardeginn 17. júní, meðal annars til að kanna hver viðbrögðin yrðu og þá hafi hafi verið um 500 manns fyrir utan. „Við ætluðum svo að opna í kringum verslunarmannahelgi, í kringum Pride, en svo kom bakslag í allt aftur svo við ákváðum að bíða aðeins með þetta. En síðustu tvær helgar höfum við verið með svona „mjúka opnun“ og verðum með aftur núna um helgina. Svo verðum við vonandi komin á fullt fjör frá og með næstu viku.“ Kjartan Gíslason og Hildur Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Omnom.Vísir/vilhelm Mitt á milli deserts á veitingastað og bragðarefs Kjartan segir hugmyndina hafa verið að vera með ísbúð og vera með ísrétti. „Við erum kannski ekki að bjóða upp á þetta klassíska sem flestar ísbúðir eru að bjóða uppi, heldur verðum við einhvers staðar á bilinu veitingaeftirréttur og yfir í bragðaref. Eins og staðan er nú þá erum við ekki að framleiða ísinn sjálf en stefnum á að gera það þegar fram í sækir. Það er draumurinn að geta fiktað aðeins meira með hann. Núna erum við aðallega að búa til sósur, kurl og sælgæti til að seta ofan á. Þetta verða þá réttir sem eru innblásnir af súkkulaðistykkjunum okkar.“ Kjartan segir að síðustu „mjúku opnanirnar“ verði á morgun frá 16 til 22 og svo aftur um helgina, frá 14 til 22. „Svo verðum við fyrst með eftirmiðdagsopnanir á meðan við erum að koma okkur af stað,“ segir Kjartan.
Verslun Veitingastaðir Ís Matur Reykjavík Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira