Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2020 15:15 Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ Þessi orð hefur Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, eftir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í aðsendri grein á Vísi í dag undir yfirskriftinni „Frysting er eina vitið!“. Þar fjallar Bjarnheiður um yfirstandandi endurskoðun lífskjarasamninga. „Verkalýðshreyfingin hefur þegar gefið það út, að hún muni fyrir sitt leyti, ekki segja samningnum upp, sem er skiljanleg afstaða þeim megin við borðið í ríkjandi ástandi. Ef hins vegar er litið til gagnaðila kjarasamninganna, atvinnurekenda, þá er alveg ljóst að allar forsendur til efnda eru algjörlega brostnar. Sá forsendubrestur er af stærðargráðu sem enginn hefði getað ímyndað sér við undirritun samninga fyrir 18 mánuðum,“ segir Bjarnheiður. Við séum stödd í miðri heimskreppu, þeirri stærstu og dýpstu sem mælst hafi. „Spár gera ráð fyrir því að samdráttur í hagkerfinu í ár verði um 8%. Vinnumálastofnun reiknar með að atvinnuleysi verði rúm 10% í október. Seðlabankinn reiknar með að atvinnuleysi aukist enn frekar. Þá sé mikil og raunveruleg hætta á að mörg fyrirtæki fari í greiðsluskjól eða gjaldþrot á næstu mánuðum. Íslenska krónan hefur veikst um 15% gagnvart evru frá því að faraldurinn hófst og hefði veikst miklu meira, hefði Seðlabankinn ekki gripið hraustlega inn í. Verðbólga hefur aukist og mældist í ágúst 3,2%. Hvernig sú þróun heldur áfram, ræðst meðal annars af gengisþróun og ekki hvað síst af framvindunni hvað Lífskjarasamninginn varðar.“ Fjármál sveitarfélaga séu í algjöru uppnámi, allar áætlanir ónýtar. „Sveitarfélögin eru flest öll, ef ekki öll, rekin með halla. Þau kalla nú á aðstoð frá hriplekum ríkissjóði, sem einnig er rekinn með gríðarlegum halla, sem nemur rúmum milljarði króna á dag á þessu ári. Horfur fyrir fjármálastöðugleika hafa snarversnað frá því í júlí. Stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar er lömuð, starfsfólk hennar að stærstum hluta farið heim eða á heimleið. Fleiri atvinnugreinar munu fylgja í kjölfarið, ef faraldurinn dregst á langinn.“ Hún dregur saman stöðuna á „mannamáli“. „Verðmætasköpun í landinu hefur dregist saman um hundruð milljarða. Kakan sem er til skiptanna hefur skroppið saman. Verðmætahnallþóran er orðin að smáköku. Launahækkanir byggja á verðmætasköpun fyrirtækjanna í landinu, tekjur ríkis og sveitarfélaga byggja á skatttekjum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þau gæði sem samið var um að skipta með Lífskjarasamningunum eru ekki lengur til og því engin innistæða fyrir launahækkunum.“ Út frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar sé allt tal um launahækkanir á næstu misserum í besta falli hlægilegar. „Í versta falli sturluð útópía. Þar berjast fyrirtækin nú fyrir lífi sínu - með blóði, svita og tárum. Launahækkanir munu seinka endurreisn ferðaþjónustunnar, sem flestir eru nú að gera sér grein fyrir að hefur gríðarleg efnahagsleg áhrif. Launahækkanir munu ekki einungis seinka endurráðningum starfsfólks, þegar rofa fer til, heldur einnig gulltryggja að færri fái atvinnu á ný, þegar endurreisnin hefst. Launahækkanir munu ekki draga úr atvinnuleysi, heldur þvert á móti. Launahækkanir munu hafa neikvæð áhrif á verðbólguþróun. Launahækkanir eru einfaldlega fáránleg hugmynd við þær aðstæður sem nú ríkja.“ Því skyldi maður ætla að aðilar vinnumarkaðarins - atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin og hið opinbera - legðu nú ríka áherslu á tala saman og að ná saman um skynsamlega lausn á þeim gríðarlega vanda sem við er að etja. „Þar þurfa allir að leggja sitt af mörkum og vera tilbúnir til að fara út fyrir hinn venjulega ramma - enda eru allir rammar mölbrotnir. Margir hafa bent á það að eina vitið í stöðunni, sé að frysta launahækkanir í 12-18 mánuði og því er ég hjartanlega sammála. Frysting launahækkana yrði að sjálfsögðu að ná einnig til opinbera markaðarins, enda vandséð að opinberi geirinn geti frekar staðið undir launahækkunum en einkageirinn.“ Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Frysting er eina vitið! Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl 2019 eru nú til endurskoðunar. Verkalýðshreyfingin hefur þegar gefið það út, að hún muni fyrir sitt leyti, ekki segja samningnum upp, sem er skiljanleg afstaða þeim megin við borðið í ríkjandi ástandi. 24. september 2020 15:01 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
„Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ Þessi orð hefur Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, eftir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í aðsendri grein á Vísi í dag undir yfirskriftinni „Frysting er eina vitið!“. Þar fjallar Bjarnheiður um yfirstandandi endurskoðun lífskjarasamninga. „Verkalýðshreyfingin hefur þegar gefið það út, að hún muni fyrir sitt leyti, ekki segja samningnum upp, sem er skiljanleg afstaða þeim megin við borðið í ríkjandi ástandi. Ef hins vegar er litið til gagnaðila kjarasamninganna, atvinnurekenda, þá er alveg ljóst að allar forsendur til efnda eru algjörlega brostnar. Sá forsendubrestur er af stærðargráðu sem enginn hefði getað ímyndað sér við undirritun samninga fyrir 18 mánuðum,“ segir Bjarnheiður. Við séum stödd í miðri heimskreppu, þeirri stærstu og dýpstu sem mælst hafi. „Spár gera ráð fyrir því að samdráttur í hagkerfinu í ár verði um 8%. Vinnumálastofnun reiknar með að atvinnuleysi verði rúm 10% í október. Seðlabankinn reiknar með að atvinnuleysi aukist enn frekar. Þá sé mikil og raunveruleg hætta á að mörg fyrirtæki fari í greiðsluskjól eða gjaldþrot á næstu mánuðum. Íslenska krónan hefur veikst um 15% gagnvart evru frá því að faraldurinn hófst og hefði veikst miklu meira, hefði Seðlabankinn ekki gripið hraustlega inn í. Verðbólga hefur aukist og mældist í ágúst 3,2%. Hvernig sú þróun heldur áfram, ræðst meðal annars af gengisþróun og ekki hvað síst af framvindunni hvað Lífskjarasamninginn varðar.“ Fjármál sveitarfélaga séu í algjöru uppnámi, allar áætlanir ónýtar. „Sveitarfélögin eru flest öll, ef ekki öll, rekin með halla. Þau kalla nú á aðstoð frá hriplekum ríkissjóði, sem einnig er rekinn með gríðarlegum halla, sem nemur rúmum milljarði króna á dag á þessu ári. Horfur fyrir fjármálastöðugleika hafa snarversnað frá því í júlí. Stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar er lömuð, starfsfólk hennar að stærstum hluta farið heim eða á heimleið. Fleiri atvinnugreinar munu fylgja í kjölfarið, ef faraldurinn dregst á langinn.“ Hún dregur saman stöðuna á „mannamáli“. „Verðmætasköpun í landinu hefur dregist saman um hundruð milljarða. Kakan sem er til skiptanna hefur skroppið saman. Verðmætahnallþóran er orðin að smáköku. Launahækkanir byggja á verðmætasköpun fyrirtækjanna í landinu, tekjur ríkis og sveitarfélaga byggja á skatttekjum frá einstaklingum og fyrirtækjum. Þau gæði sem samið var um að skipta með Lífskjarasamningunum eru ekki lengur til og því engin innistæða fyrir launahækkunum.“ Út frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar sé allt tal um launahækkanir á næstu misserum í besta falli hlægilegar. „Í versta falli sturluð útópía. Þar berjast fyrirtækin nú fyrir lífi sínu - með blóði, svita og tárum. Launahækkanir munu seinka endurreisn ferðaþjónustunnar, sem flestir eru nú að gera sér grein fyrir að hefur gríðarleg efnahagsleg áhrif. Launahækkanir munu ekki einungis seinka endurráðningum starfsfólks, þegar rofa fer til, heldur einnig gulltryggja að færri fái atvinnu á ný, þegar endurreisnin hefst. Launahækkanir munu ekki draga úr atvinnuleysi, heldur þvert á móti. Launahækkanir munu hafa neikvæð áhrif á verðbólguþróun. Launahækkanir eru einfaldlega fáránleg hugmynd við þær aðstæður sem nú ríkja.“ Því skyldi maður ætla að aðilar vinnumarkaðarins - atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin og hið opinbera - legðu nú ríka áherslu á tala saman og að ná saman um skynsamlega lausn á þeim gríðarlega vanda sem við er að etja. „Þar þurfa allir að leggja sitt af mörkum og vera tilbúnir til að fara út fyrir hinn venjulega ramma - enda eru allir rammar mölbrotnir. Margir hafa bent á það að eina vitið í stöðunni, sé að frysta launahækkanir í 12-18 mánuði og því er ég hjartanlega sammála. Frysting launahækkana yrði að sjálfsögðu að ná einnig til opinbera markaðarins, enda vandséð að opinberi geirinn geti frekar staðið undir launahækkunum en einkageirinn.“
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Frysting er eina vitið! Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl 2019 eru nú til endurskoðunar. Verkalýðshreyfingin hefur þegar gefið það út, að hún muni fyrir sitt leyti, ekki segja samningnum upp, sem er skiljanleg afstaða þeim megin við borðið í ríkjandi ástandi. 24. september 2020 15:01 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Frysting er eina vitið! Lífskjarasamningarnir sem undirritaðir voru í apríl 2019 eru nú til endurskoðunar. Verkalýðshreyfingin hefur þegar gefið það út, að hún muni fyrir sitt leyti, ekki segja samningnum upp, sem er skiljanleg afstaða þeim megin við borðið í ríkjandi ástandi. 24. september 2020 15:01