Notar reynslu sína af fyrirmyndarskimun Íslendinga til að gagnrýna ríkisstjórn Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2020 08:36 Roxane Gay er einkum þekkt fyrir ritstörf sín. Vísir/getty Bandaríski rithöfundurinn Roxane Gay segir kórónuveiruskimun Íslendinga við landamærin og aðrar sóttvarnarráðstafanir stjórnvalda til fyrirmyndar í samanburði við það sem viðhaft er í Bandaríkjunum. Gay, sem kveðst stödd á Íslandi, notar samanburðinn til að gagnrýna viðbrögð Bandaríkjastjórnar við faraldrinum. Gay er þekkt víða um heim fyrir bækur sínar, sem einkum snúast um femínisma, útlitsdýrkun og líkamsvirðingu. Þekktustu rit hennar eru ritgerðasafnið Bad Feminist, smásagnasafnið Difficult Women og sjálfsævisagan Hunger. Gay kom til Íslands nú í vikunni og virðist enn stödd hér á landi ef marka má færslur hennar á Twitter, hvar fylgja henni nær átta hundruð þúsund manns. „Það fyrsta sem ég hugsaði við lendingu í Keflavík var að ég yrði að minnsta kosti ekki myrt af lögreglumanni næstu tíu dagana. Þetta er hugarástandið sem ég er í núna,“ skrifaði Gay í fyrradag. Þar vísar hún til ástandsins í Bandaríkjunum síðustu mánuði, þar sem lögregla hefur víða gengið hart fram gegn almennum borgurum sem safnast hafa saman til að mótmæla lögregluofbeldi gegn svörtum. Gay á rætur að rekja til Haítí og er sjálf svört. My first thought upon landing in Keflavik was, at least I won’t be killed by a cop for the next 10 days. That’s where my head is at.— roxane gay (@rgay) September 23, 2020 Þá tekur Gay reynslu sína af landamæraskimun til umfjöllunar á Twitter í gær. „Þegar maður kemur til Íslands fer maður í sýnatöku fyrir Covid, fimm daga sóttkví og svo aðra sýnatöku. Maður hleður niður smáforriti sem segir þér hvaða upplýsingar það vill og af hverju (smitrakning). Við fengum fyrstu niðurstöður okkar eftir sextán klukkutíma. Það að leyfa 201 þúsund manns að deyja er meðvituð ákvörðun,“ skrifar Gay. Upon arrival in Iceland, you take a COVID test, quarantine for 5 days then take another test. There is an app to download, that discloses what information it wants and why (contact tracing). We got our first results in 16 hours. To let 201,000 people die is a choice.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 „Ég er ekki að reyna að segja að það sé til fyrirmyndarríki. Það er ekki til. Það sem ég er að benda á er að það er hægt að heyja baráttu við faraldurinn. Það eru til kerfi í löndum í Evrópu, Asíu og Afríku. Þessi lönd sitja ekki á vitneskju sinni. Bandaríkin hafa einfaldlega ákveðið að hafna vitneskju, vísindum og heilbrigðri skynsemi af pólitískum ástæðum. Það er sannarlega svívirðilegt.“ And the point is not that there is a utopia out there. There isn’t. The point is that there is a way to combat the pandemic. There are models in countries across Europe, Asia and Africa. These countries tries aren’t hoarding their knowledge.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 The US has simply decided to refute knowledge, science, and common sense for political reasons. It is truly outrageous.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 Gay er yfirlýstur andstæðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og er greinilega afar óánægð með viðbrögð ríkisstjórnar hans við faraldrinum. Trump-stjórnin hefur enda verið gagnrýnd harðlega fyrir að grípa seint og illa til aðgerða gegn veirunni. Langflest tilfelli veirunnar á heimsvísu, eða tæpar sjö milljónir, hafa greinst í Bandaríkjunum og þar hafa jafnframt langflestir látist úr Covid, eða rúmlega 200 þúsund, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla. Íslandsvinir Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Bandaríski rithöfundurinn Roxane Gay segir kórónuveiruskimun Íslendinga við landamærin og aðrar sóttvarnarráðstafanir stjórnvalda til fyrirmyndar í samanburði við það sem viðhaft er í Bandaríkjunum. Gay, sem kveðst stödd á Íslandi, notar samanburðinn til að gagnrýna viðbrögð Bandaríkjastjórnar við faraldrinum. Gay er þekkt víða um heim fyrir bækur sínar, sem einkum snúast um femínisma, útlitsdýrkun og líkamsvirðingu. Þekktustu rit hennar eru ritgerðasafnið Bad Feminist, smásagnasafnið Difficult Women og sjálfsævisagan Hunger. Gay kom til Íslands nú í vikunni og virðist enn stödd hér á landi ef marka má færslur hennar á Twitter, hvar fylgja henni nær átta hundruð þúsund manns. „Það fyrsta sem ég hugsaði við lendingu í Keflavík var að ég yrði að minnsta kosti ekki myrt af lögreglumanni næstu tíu dagana. Þetta er hugarástandið sem ég er í núna,“ skrifaði Gay í fyrradag. Þar vísar hún til ástandsins í Bandaríkjunum síðustu mánuði, þar sem lögregla hefur víða gengið hart fram gegn almennum borgurum sem safnast hafa saman til að mótmæla lögregluofbeldi gegn svörtum. Gay á rætur að rekja til Haítí og er sjálf svört. My first thought upon landing in Keflavik was, at least I won’t be killed by a cop for the next 10 days. That’s where my head is at.— roxane gay (@rgay) September 23, 2020 Þá tekur Gay reynslu sína af landamæraskimun til umfjöllunar á Twitter í gær. „Þegar maður kemur til Íslands fer maður í sýnatöku fyrir Covid, fimm daga sóttkví og svo aðra sýnatöku. Maður hleður niður smáforriti sem segir þér hvaða upplýsingar það vill og af hverju (smitrakning). Við fengum fyrstu niðurstöður okkar eftir sextán klukkutíma. Það að leyfa 201 þúsund manns að deyja er meðvituð ákvörðun,“ skrifar Gay. Upon arrival in Iceland, you take a COVID test, quarantine for 5 days then take another test. There is an app to download, that discloses what information it wants and why (contact tracing). We got our first results in 16 hours. To let 201,000 people die is a choice.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 „Ég er ekki að reyna að segja að það sé til fyrirmyndarríki. Það er ekki til. Það sem ég er að benda á er að það er hægt að heyja baráttu við faraldurinn. Það eru til kerfi í löndum í Evrópu, Asíu og Afríku. Þessi lönd sitja ekki á vitneskju sinni. Bandaríkin hafa einfaldlega ákveðið að hafna vitneskju, vísindum og heilbrigðri skynsemi af pólitískum ástæðum. Það er sannarlega svívirðilegt.“ And the point is not that there is a utopia out there. There isn’t. The point is that there is a way to combat the pandemic. There are models in countries across Europe, Asia and Africa. These countries tries aren’t hoarding their knowledge.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 The US has simply decided to refute knowledge, science, and common sense for political reasons. It is truly outrageous.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 Gay er yfirlýstur andstæðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og er greinilega afar óánægð með viðbrögð ríkisstjórnar hans við faraldrinum. Trump-stjórnin hefur enda verið gagnrýnd harðlega fyrir að grípa seint og illa til aðgerða gegn veirunni. Langflest tilfelli veirunnar á heimsvísu, eða tæpar sjö milljónir, hafa greinst í Bandaríkjunum og þar hafa jafnframt langflestir látist úr Covid, eða rúmlega 200 þúsund, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla.
Íslandsvinir Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira