Leggja til sex mánaða fæðingarorlof fyrir hvort foreldri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2020 10:34 Ríkisstjórn Íslands fundar í Ráðherrabústaðnum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hvort foreldri um sig mun fá sex mánuði í fæðingarorlof, einn mánuður verður framseljanlegur og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða samkvæmt drögum að nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Um næstu áramót á að lengja fæðingarorlofið í tólf mánuði en í dag er það tíu mánuðir; fjórir mánuðir fyrir hvort foreldri og tveir mánuðir sem foreldrar eiga sameiginlega. Frumvarpið sem nú er til umsagnar í samráðsgáttinni er afurð vinnu sem hófst í september í fyrra þegar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, stofnaði samstarfshóp sem átti að endurskoða í heild sinni lögin frá árin 2000 um fæðingar- og foreldraorlof og vinna að frumvarpi því tengdu. Fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna, BSRB, Samtökum atvinnulífsins, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Vinnumálastofnun áttu sæti í hópnum auk fulltrúa frá ráðherra, fjármálaráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu. Ætlað að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku og jafna tækifæri foreldra á vinnumarkaði Í drögum að frumvarpinu er lagt til að foreldrar eigi sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að sex mánuði hvort um sig vegna fæðingar, frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur. Þá verður heimilt að framselja einn mánuð á milli foreldra. Jafnframt er lagt til að réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar falli niður þegar barnið nær átján mánaða aldri en í dag fellur rétturinn niður þegar barnið verður tveggja ára (24 mánaða). Í greinargerð frumvarpsins segir að breytingunni varðandi sex mánaða jafnan rétt foreldra til orlofs sé ætlað að við það að frumvarpið nái markmiðum sínum sem sé meðal annars það að hvetja báða foreldra til að gegna skyldum sínum gagnvart börnum sínum og fjölskyldulífi. „Á sama tíma er breytingunni ætlað að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku og jafna tækifæri foreldra á vinnumarkaði og gera báðum foreldrum auðveldara að samræma þær skyldur sem þeim eru lagðar á herðar í starfi og einkalífi,“ eins og segir í greinargerðinni. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gagnrýnir þá forræðishyggju og þann ósveigjanleika sem hún telur birtast í frumvarpinu.Vísir/Vilhelm Segir að málið ætti ekki að koma vinnumarkaðnum við Varðandi breytinguna á réttinum til þess að nýta orlofið á átján mánuðum í stað 24 segir að ástæðan sé einkum sú að „tilgangur fæðingarorlofs er fyrst og fremst að annast barnið á fyrstu mánuðunum í lífi þess þegar það þarf ámikilli umönnun foreldra að halda og að barnið eigi þess kost að mynda sterk tilfinningatengsl við báða foreldra sína. Raunin er einnig sú að flest börn foreldra á vinnumarkaði eru komin í dagsvistun um átján mánaða aldur hjá dagforeldrum eða á leikskólumog því talið líklegra að hafi foreldri ekki nýtt fæðingarorlofsrétt sinn fyrir þann tíma komi foreldrið ekki til með að nýta þann rétt sinn,“ að því er segir í greinargerð. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gagnrýnir drög frumvarpsins í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í gær og segir ráðherra leggja það alfarið í hendur aðila vinnumarkaðarins að ákvarða um mál sem hafi miklar afleiðingar fyrir þroska og velferð barna til framtíðar. Hún segir að málið ætti í raun ekki að koma vinnumarkaðnum við. „Þessi óþolandi forræðishyggja og ósveigjanleiki mun bara koma til með að bitna á börnum og fjölskyldum. Hætta er á því að börn munu enda á því að fá minni tíma með foreldrum í þeim tilvikum þar sem eitt foreldri sér ekki fram á að geta tekið svona langt orlof á meðan að hitt foreldrið sem getur það fær ekki þann valmöguleika. Ef fókusinn væri raunverulega á hvað er barninu fyrir bestu þá væri þessi ákvörðun í höndum fjölskyldna. Voru mismunandi aðstæður fjölskyldna skoðaðar við þessa ákvörðunartöku eða á bara endalaust að troða öllum í sama kassann?“ spyr Halldóra í færslu sinni. Hér setur félagsmálaráðherra það alfarið í hendur aðila vinnumarkaðarins að ákvarða mál sem hefur gríðarlegar...Posted by Halldóra Mogensen on Thursday, September 24, 2020 Kalla eftir meiri sveigjanleika Þá hafa nokkrar umsagnir nú þegar birst inni á samráðsgáttinni og fagna þar flestir því að fæðingarorlof sé lengt í tólf mánuði. Hins vegar er kallað eftir meiri sveigjanleika, það er að foreldrar fái fleiri mánuði sem séu sameiginlegir, og að tíminn sem foreldrar hafi til þess að nýta fæðingarorlofið verði ekki styttur: „Nú er það einfaldlega svo að hluti foreldra, sérstaklega feðra, ýmist getur ekki eða vill ekki taka langt fæðingarorlof, og jafnvel ekkert orlof. Þá fá þau börn mun styttri tíma með foreldrum sínum heima en önnur börn, sem skapar misrétti og gefur börnum misgóða byrjun í lífinu. Það verður að finna jafnvægi á milli jafnréttissjónarmiða og sjónarmiða um réttindi og heilbrigði barnsins. Ef skipting 12 mánaða fæðingarorlofs væri t.d. 4-4-4, þar sem hvort foreldri ætti 4 mánuði og svo mætti deila fjórum mánuðum, myndi það tryggja jafnréttissjónarmið og einnig tryggja öllum börnum að minnsta kosti átta mánuði heima. Stytting nýtingartímans niður í 18 mánuði er líka skref aftur á bak. Því fer mjög fjarri að öll börn komist inn á leikskóla 18 mánaða. Mörg börn komast ekki inn á leikskóla fyrr en tveggja ára eða rúmlega tveggja ára,“ segir til að mynda í umsögn sem Svala Jónsdóttir sendi inn í gær. Félagsmál Fæðingarorlof Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Hvort foreldri um sig mun fá sex mánuði í fæðingarorlof, einn mánuður verður framseljanlegur og réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar fellur niður þegar barnið er átján mánaða samkvæmt drögum að nýjum heildarlögum um fæðingar- og foreldraorlof sem voru birt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Um næstu áramót á að lengja fæðingarorlofið í tólf mánuði en í dag er það tíu mánuðir; fjórir mánuðir fyrir hvort foreldri og tveir mánuðir sem foreldrar eiga sameiginlega. Frumvarpið sem nú er til umsagnar í samráðsgáttinni er afurð vinnu sem hófst í september í fyrra þegar Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, stofnaði samstarfshóp sem átti að endurskoða í heild sinni lögin frá árin 2000 um fæðingar- og foreldraorlof og vinna að frumvarpi því tengdu. Fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna, BSRB, Samtökum atvinnulífsins, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Vinnumálastofnun áttu sæti í hópnum auk fulltrúa frá ráðherra, fjármálaráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu. Ætlað að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku og jafna tækifæri foreldra á vinnumarkaði Í drögum að frumvarpinu er lagt til að foreldrar eigi sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að sex mánuði hvort um sig vegna fæðingar, frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur. Þá verður heimilt að framselja einn mánuð á milli foreldra. Jafnframt er lagt til að réttur til fæðingarorlofs vegna fæðingar falli niður þegar barnið nær átján mánaða aldri en í dag fellur rétturinn niður þegar barnið verður tveggja ára (24 mánaða). Í greinargerð frumvarpsins segir að breytingunni varðandi sex mánaða jafnan rétt foreldra til orlofs sé ætlað að við það að frumvarpið nái markmiðum sínum sem sé meðal annars það að hvetja báða foreldra til að gegna skyldum sínum gagnvart börnum sínum og fjölskyldulífi. „Á sama tíma er breytingunni ætlað að stuðla að aukinni atvinnuþátttöku og jafna tækifæri foreldra á vinnumarkaði og gera báðum foreldrum auðveldara að samræma þær skyldur sem þeim eru lagðar á herðar í starfi og einkalífi,“ eins og segir í greinargerðinni. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gagnrýnir þá forræðishyggju og þann ósveigjanleika sem hún telur birtast í frumvarpinu.Vísir/Vilhelm Segir að málið ætti ekki að koma vinnumarkaðnum við Varðandi breytinguna á réttinum til þess að nýta orlofið á átján mánuðum í stað 24 segir að ástæðan sé einkum sú að „tilgangur fæðingarorlofs er fyrst og fremst að annast barnið á fyrstu mánuðunum í lífi þess þegar það þarf ámikilli umönnun foreldra að halda og að barnið eigi þess kost að mynda sterk tilfinningatengsl við báða foreldra sína. Raunin er einnig sú að flest börn foreldra á vinnumarkaði eru komin í dagsvistun um átján mánaða aldur hjá dagforeldrum eða á leikskólumog því talið líklegra að hafi foreldri ekki nýtt fæðingarorlofsrétt sinn fyrir þann tíma komi foreldrið ekki til með að nýta þann rétt sinn,“ að því er segir í greinargerð. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gagnrýnir drög frumvarpsins í færslu sem hún birti á Facebook-síðu sinni í gær og segir ráðherra leggja það alfarið í hendur aðila vinnumarkaðarins að ákvarða um mál sem hafi miklar afleiðingar fyrir þroska og velferð barna til framtíðar. Hún segir að málið ætti í raun ekki að koma vinnumarkaðnum við. „Þessi óþolandi forræðishyggja og ósveigjanleiki mun bara koma til með að bitna á börnum og fjölskyldum. Hætta er á því að börn munu enda á því að fá minni tíma með foreldrum í þeim tilvikum þar sem eitt foreldri sér ekki fram á að geta tekið svona langt orlof á meðan að hitt foreldrið sem getur það fær ekki þann valmöguleika. Ef fókusinn væri raunverulega á hvað er barninu fyrir bestu þá væri þessi ákvörðun í höndum fjölskyldna. Voru mismunandi aðstæður fjölskyldna skoðaðar við þessa ákvörðunartöku eða á bara endalaust að troða öllum í sama kassann?“ spyr Halldóra í færslu sinni. Hér setur félagsmálaráðherra það alfarið í hendur aðila vinnumarkaðarins að ákvarða mál sem hefur gríðarlegar...Posted by Halldóra Mogensen on Thursday, September 24, 2020 Kalla eftir meiri sveigjanleika Þá hafa nokkrar umsagnir nú þegar birst inni á samráðsgáttinni og fagna þar flestir því að fæðingarorlof sé lengt í tólf mánuði. Hins vegar er kallað eftir meiri sveigjanleika, það er að foreldrar fái fleiri mánuði sem séu sameiginlegir, og að tíminn sem foreldrar hafi til þess að nýta fæðingarorlofið verði ekki styttur: „Nú er það einfaldlega svo að hluti foreldra, sérstaklega feðra, ýmist getur ekki eða vill ekki taka langt fæðingarorlof, og jafnvel ekkert orlof. Þá fá þau börn mun styttri tíma með foreldrum sínum heima en önnur börn, sem skapar misrétti og gefur börnum misgóða byrjun í lífinu. Það verður að finna jafnvægi á milli jafnréttissjónarmiða og sjónarmiða um réttindi og heilbrigði barnsins. Ef skipting 12 mánaða fæðingarorlofs væri t.d. 4-4-4, þar sem hvort foreldri ætti 4 mánuði og svo mætti deila fjórum mánuðum, myndi það tryggja jafnréttissjónarmið og einnig tryggja öllum börnum að minnsta kosti átta mánuði heima. Stytting nýtingartímans niður í 18 mánuði er líka skref aftur á bak. Því fer mjög fjarri að öll börn komist inn á leikskóla 18 mánaða. Mörg börn komast ekki inn á leikskóla fyrr en tveggja ára eða rúmlega tveggja ára,“ segir til að mynda í umsögn sem Svala Jónsdóttir sendi inn í gær.
Félagsmál Fæðingarorlof Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira