Ekki að leikslokum komið í tyggjóklessutínslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2020 21:10 Guðjón Óskarsson segist stefna á að gera miðborg Reykjavíkur tyggjóklessulausa 1. júlí 2021. Skjáskot/Facebook Verkefninu Tyggjóið burt lauk í dag og tókst Guðjóni Óskarssyni, sem fer fyrir verkefninu, að fjarlægja um átján þúsund tyggjóklessur af strætum borgarinnar. Guðjón er sjötugur Reykvíkingur og hefur hann vakið mikla athygli í sumar fyrir verkefnið og segir hann það hafa verið mjög gefandi. „Í lokin voru þetta 15.111 tyggjóklessur sem er töluvert mikið. En þær eru í raun fleiri þar sem ég hef einnig tekið hjá fyrirtækjum sem höfðu verið að styrkja mig. Þær voru ekki taldar þarna inn í. Þetta eru eitthvað um átján þúsund stykki sem hafa horfið úr Reykjavík,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Hann segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Það fór af stað þann 20. júní síðastliðinn og stóð yfir í 49 daga og segist Guðjón hafa farið út dag hvern til þess að hreinsa götur borgarinnar. Heppnin hafi verið með honum og veðurguðirnir hafi haldið sig á mottunni. „Mér var tekið óskaplega vel af borgurunum. Þetta er búið að vera alveg gríðarlega gefandi, það er eins og allir hafi vitað að ég væri á ferðinni og allir hafi vitað ástæðuna. Af hverju ég væri að þessu. Ég hafði yfirleitt fínt veður,“ segi Guðjón. Myndband af Guðjóni fór í mikla dreifingu í sumar þegar hann hafði hreinsað 10 þúsund klessur af strætum borgarinnar, en á myndbandið hafa hingað til rúmlega tuttugu þúsund manns horft. „Það gerði rosalega mikið,“ segir Guðjón. Enn ekki að leikslokum komið En þrátt fyrir að verkefninu Tyggjóið burt sé nú formlega lokið er ekki komið að leikslokum hjá Guðjóni. Hann gerði í vikunni samkomulag við Reykjavíkurborg um að halda áfram næstu tvo mánuðina og munu borgarbúar því verða varir við hann áfram á strætum borgarinnar. Hann mun hreinsa tyggjóklessur í fjóra klukkutíma á dag næstu tvo mánuði þegar veður leyfir og stefnir á að halda áfram næsta vor. „Þau [hjá borginni] vilja að ég haldi þessu áfram sem verktaki hjá þeim og það varð úr að ég samþykkti það að vera fjóra tíma á dag næstu tvo mánuði, eftir því sem veður leyfir og held áfram á mínum forsendum. Tek götur sem ég vil taka og held áfram með þessar aðalgötur sem verktaki hjá borginni. Það er mjög ánægjulegt,“ segir Guðjón. „Ég einblíni svolítið á, og ég veit ekki hvort borgin verði með mér næsta vor en ég á von á því, en ég vil gjarnan gera betur og gera 101 tyggjólausa 1. júlí 2021. Það er næsta markmið,“ bætir Guðjón við. „Það verður auðvitað aldrei tyggjólaust en að á einhverju augnabliki verði allavega lítið um sjáanlegar tyggjóklessur.“ „Það var akkúrat sem ég vildi, að vera umhverfisvænn“ Guðjón segist hafa byrjað á verkefninu eftir að hafa misst vinnuna vegna áhrifa Covid og vegna aldurs hafi hann viljað finna sér hálfsdagsvinnu. „Svo langaði mig bara að gera eitthvað jákvætt, þessi hugmynd um að hreinsa tyggjó hefur áður blundað í mér.“ Hann segist hafa reynt að gera það sama á Spáni árið 2008 þegar hann var að jafna sig eftir að hafa farið í hjartaaðgerð. Þar hafi verið „vitlaus staður og vitlaust ár“ og enginn hafi verið tilbúinn að henda peningi í það að hreinsa tyggjóklessur af gangstéttum. „Því miður varð lítið úr verki þar en ég átti þessar vélar og þegar ég fer að tala um þetta við bróður minn hérna við matarborðið þá var ég nýbúinn að ganga Smiðjustíginn og Bergstaðarstrætið og sá þar þvílíkt magn af tyggjóklessum. Þá hugsaði ég með mér að ég yrði að fara að gera eitthvað í þessu,“ segir Guðjón. Svo hafi orðið úr að hann hafi fundið vélina sem hann hefur notast við í sumar sem er að hans sögn algerlega umhverfisvæn. Vélin gengur fyrir rafhlöðum og Guðjón notar umhverfisvænan vökva. „Það er akkúrat það sem ég vildi, að vera umhverfisvænn,“ segir hann. „Við eigum held ég eftir að njóta góðs af því að þetta verkefni fór af stað og allri þessari umfjöllun.“ Umhverfismál Reykjavík Góðverk Tengdar fréttir Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Verkefninu Tyggjóið burt lauk í dag og tókst Guðjóni Óskarssyni, sem fer fyrir verkefninu, að fjarlægja um átján þúsund tyggjóklessur af strætum borgarinnar. Guðjón er sjötugur Reykvíkingur og hefur hann vakið mikla athygli í sumar fyrir verkefnið og segir hann það hafa verið mjög gefandi. „Í lokin voru þetta 15.111 tyggjóklessur sem er töluvert mikið. En þær eru í raun fleiri þar sem ég hef einnig tekið hjá fyrirtækjum sem höfðu verið að styrkja mig. Þær voru ekki taldar þarna inn í. Þetta eru eitthvað um átján þúsund stykki sem hafa horfið úr Reykjavík,“ segir Guðjón í samtali við Vísi. Hann segir verkefnið hafa gengið mjög vel. Það fór af stað þann 20. júní síðastliðinn og stóð yfir í 49 daga og segist Guðjón hafa farið út dag hvern til þess að hreinsa götur borgarinnar. Heppnin hafi verið með honum og veðurguðirnir hafi haldið sig á mottunni. „Mér var tekið óskaplega vel af borgurunum. Þetta er búið að vera alveg gríðarlega gefandi, það er eins og allir hafi vitað að ég væri á ferðinni og allir hafi vitað ástæðuna. Af hverju ég væri að þessu. Ég hafði yfirleitt fínt veður,“ segi Guðjón. Myndband af Guðjóni fór í mikla dreifingu í sumar þegar hann hafði hreinsað 10 þúsund klessur af strætum borgarinnar, en á myndbandið hafa hingað til rúmlega tuttugu þúsund manns horft. „Það gerði rosalega mikið,“ segir Guðjón. Enn ekki að leikslokum komið En þrátt fyrir að verkefninu Tyggjóið burt sé nú formlega lokið er ekki komið að leikslokum hjá Guðjóni. Hann gerði í vikunni samkomulag við Reykjavíkurborg um að halda áfram næstu tvo mánuðina og munu borgarbúar því verða varir við hann áfram á strætum borgarinnar. Hann mun hreinsa tyggjóklessur í fjóra klukkutíma á dag næstu tvo mánuði þegar veður leyfir og stefnir á að halda áfram næsta vor. „Þau [hjá borginni] vilja að ég haldi þessu áfram sem verktaki hjá þeim og það varð úr að ég samþykkti það að vera fjóra tíma á dag næstu tvo mánuði, eftir því sem veður leyfir og held áfram á mínum forsendum. Tek götur sem ég vil taka og held áfram með þessar aðalgötur sem verktaki hjá borginni. Það er mjög ánægjulegt,“ segir Guðjón. „Ég einblíni svolítið á, og ég veit ekki hvort borgin verði með mér næsta vor en ég á von á því, en ég vil gjarnan gera betur og gera 101 tyggjólausa 1. júlí 2021. Það er næsta markmið,“ bætir Guðjón við. „Það verður auðvitað aldrei tyggjólaust en að á einhverju augnabliki verði allavega lítið um sjáanlegar tyggjóklessur.“ „Það var akkúrat sem ég vildi, að vera umhverfisvænn“ Guðjón segist hafa byrjað á verkefninu eftir að hafa misst vinnuna vegna áhrifa Covid og vegna aldurs hafi hann viljað finna sér hálfsdagsvinnu. „Svo langaði mig bara að gera eitthvað jákvætt, þessi hugmynd um að hreinsa tyggjó hefur áður blundað í mér.“ Hann segist hafa reynt að gera það sama á Spáni árið 2008 þegar hann var að jafna sig eftir að hafa farið í hjartaaðgerð. Þar hafi verið „vitlaus staður og vitlaust ár“ og enginn hafi verið tilbúinn að henda peningi í það að hreinsa tyggjóklessur af gangstéttum. „Því miður varð lítið úr verki þar en ég átti þessar vélar og þegar ég fer að tala um þetta við bróður minn hérna við matarborðið þá var ég nýbúinn að ganga Smiðjustíginn og Bergstaðarstrætið og sá þar þvílíkt magn af tyggjóklessum. Þá hugsaði ég með mér að ég yrði að fara að gera eitthvað í þessu,“ segir Guðjón. Svo hafi orðið úr að hann hafi fundið vélina sem hann hefur notast við í sumar sem er að hans sögn algerlega umhverfisvæn. Vélin gengur fyrir rafhlöðum og Guðjón notar umhverfisvænan vökva. „Það er akkúrat það sem ég vildi, að vera umhverfisvænn,“ segir hann. „Við eigum held ég eftir að njóta góðs af því að þetta verkefni fór af stað og allri þessari umfjöllun.“
Umhverfismál Reykjavík Góðverk Tengdar fréttir Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Tætir um bæinn og tínir upp tyggjó Reykvíkingurinn Guðjón Óskarsson sem fer fyrir verkefninu „Tyggjóið Burt“ var í dag styrktur af rafhlaupahjólaleigunni Hopp. 21. júlí 2020 21:44
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent