Það eru alls fjórtán beinar útsendingar á dagskrá Stöðvar 2 Sports og hliðarrása í dag.
Laugardagar eru oftast ansi fjörugir á sportrásum Stöðvar 2 og dagurinn í dag er engin undantekning.
Þetta byrjar allt með leik Deportivo og Getafe í spænska boltanum og við fáum einnig hádegisleik í ensku B-deildinni þar sem Wycombe og Swansea mætast.
Selfoss og Þróttur mætast í Pepsi Max deild kvenna klukkan 14.00 og strax að þeim leik loknum verður flautað til leiks á Fylkisvelli þar sem Valsmenn eru í heimsókn.
Tvíhöfði er í Olís-deildunum í dag. ÍBV og Valur mætast bæði í Olís deild karla og kvenna og sýnir Stöð 2 Sport frá báðum útsendingunum.
Seinni bylgjan verður svo á dagskrá að leikjunum loknum en Henry Birgir Gunnarsson og spekingar leysa landfestar klukkan 19.10.
Allar beinar útsendingar dagsins má sjá hér en þar má einnig finna golf, rafíþróttir og spænska fótboltann til að mynda.