Mætir í vinnuna í skógræktinni af gömlum vana Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. september 2020 12:39 Skógræktarsvæðið á Snæfoksstöðum er mjög fallegt og hefur gengið vel að rækta tré upp á svæðinu, sem er um 720 hektarar á stærð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Ótrúlegur árangur hefur náðst í ræktun trjáa á Snæfoksstöðum í Grímsnesi þar sem hluti af trjánum er komin yfir tuttugu metra á hæð. Böðvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga, sem hefur séð um svæðið var að láta af störfum eftir fimmtíu og fjögurra ára starf en þrátt fyrir það heldur hann áfram að mæta í vinnuna af gömlum vana. Skógræktarfélag Árnesinga var stofnað árið 1940 og eru félagsmenn um 750. Skógur félagsins er á um 720 hektara svæði á Snæfoksstöðum í Grímsnes og Grafningshreppi þar sem fjölbreyttum tegundum hefur verið plantað í gegnum árin, þó aðallega furu. Böðvar Guðmundsson þekkir svæðið manna best. „Við viljum helst rækta sem mest af greni en það er mikið furuland hérna, þess vegna höfum við sett mest niður af furu en auðvitað er það sem vex langmest eru aspir, þær vaxa tuttugu rúmmetra á hektara á ári, grenið er með tíu, furan er með fimm og birkið vex svo lítið að við höfum aldrei nennt að planta því hérna,“ segir Böðvar. Böðvar Guðmundsson, sem var að láta af störfum, sem framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga eftir 54 ára starf. Hann mætir þó enn í vinnuna af gömlum vana.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Böðvar segist vera mjög ánægður með hvað öspin er að koma vel út í skóginum. „Já, og hún framleiðir náttúrlega lang öflugasta og sterkasta viðinn, sem vex á Íslandi, það er ekki spurning. Það eru ánægjulegar fréttir því menn hafa fram að þessu ekki litið á ösp sem timburtré en menn eru kannski farnir að gera það núna eftir að hún hefur komið svona vel út úr tilraunum með styrkleika.“ Böðvar segir að tíu trjátegundir á Íslandi séu nú komnar yfir 20 metra á hæð, þessu hefði hann aldrei trúað fyrir 20 til 30 árum síðan. Nú eru tímamót hjá Böðvari, hann er að hætta störfum eftir 54 ár, geri aðrir betur. „Ég er nú eiginlega hættur en svo mæti ég í vinnuna eftir sem áður, af gömlum vana,“ segir Böðvar og hlær. Skógurinn á Snæfoksstöðum er opinn öllum þar sem fólk getur notið útvistarstar í dásamlegu umhverfi.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Grímsnes- og Grafningshreppur Árborg Skógrækt og landgræðsla Tímamót Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Ótrúlegur árangur hefur náðst í ræktun trjáa á Snæfoksstöðum í Grímsnesi þar sem hluti af trjánum er komin yfir tuttugu metra á hæð. Böðvar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga, sem hefur séð um svæðið var að láta af störfum eftir fimmtíu og fjögurra ára starf en þrátt fyrir það heldur hann áfram að mæta í vinnuna af gömlum vana. Skógræktarfélag Árnesinga var stofnað árið 1940 og eru félagsmenn um 750. Skógur félagsins er á um 720 hektara svæði á Snæfoksstöðum í Grímsnes og Grafningshreppi þar sem fjölbreyttum tegundum hefur verið plantað í gegnum árin, þó aðallega furu. Böðvar Guðmundsson þekkir svæðið manna best. „Við viljum helst rækta sem mest af greni en það er mikið furuland hérna, þess vegna höfum við sett mest niður af furu en auðvitað er það sem vex langmest eru aspir, þær vaxa tuttugu rúmmetra á hektara á ári, grenið er með tíu, furan er með fimm og birkið vex svo lítið að við höfum aldrei nennt að planta því hérna,“ segir Böðvar. Böðvar Guðmundsson, sem var að láta af störfum, sem framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga eftir 54 ára starf. Hann mætir þó enn í vinnuna af gömlum vana.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Böðvar segist vera mjög ánægður með hvað öspin er að koma vel út í skóginum. „Já, og hún framleiðir náttúrlega lang öflugasta og sterkasta viðinn, sem vex á Íslandi, það er ekki spurning. Það eru ánægjulegar fréttir því menn hafa fram að þessu ekki litið á ösp sem timburtré en menn eru kannski farnir að gera það núna eftir að hún hefur komið svona vel út úr tilraunum með styrkleika.“ Böðvar segir að tíu trjátegundir á Íslandi séu nú komnar yfir 20 metra á hæð, þessu hefði hann aldrei trúað fyrir 20 til 30 árum síðan. Nú eru tímamót hjá Böðvari, hann er að hætta störfum eftir 54 ár, geri aðrir betur. „Ég er nú eiginlega hættur en svo mæti ég í vinnuna eftir sem áður, af gömlum vana,“ segir Böðvar og hlær. Skógurinn á Snæfoksstöðum er opinn öllum þar sem fólk getur notið útvistarstar í dásamlegu umhverfi.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Grímsnes- og Grafningshreppur Árborg Skógrækt og landgræðsla Tímamót Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira