Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2020 21:09 Trump og Barrett við athöfnina í Hvíta húsinu rétt eftir að Trump tilkynnti að hann tilnefndi Barrett til Hæstaréttar. Skjáskot Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Hefur hann tilnefnd Amy Coney Barrett, en því hefur verið spáð undanfarnar daga að Barrett yrði fyrir valinu. Þetta er þriðja tilnefning Trumps til Hæstaréttar og verði Barrett kjörin í dómarasæti af öldungadeild Bandaríkjaþings verða íhaldssamir dómarar sex á móti þremur frjálslyndum dómurum. Trump tilkynnti tilnefningu sína nú rétt eftir klukkan níu við athöfn í Hvíta húsinu. Íhaldssamir aðgerðasinnar hafa fagnað tilnefningunni frá því að fréttir af henni bárust í gærkvöldi en frjálslyndir hafa lýst yfir andstöðu sinni. Barrett var viðstödd athöfninni ásamt eiginmanni og sjö börnum. Hún og Donald Trump gengu inn á sviðið, sem sett var upp fyrir framan Hvíta húsið, við mikið lófatak viðstaddra. Hann sagðist mjög stoltur af þessu augnabliki áður en hann kynnti Barrett við mikið lófatak. Segja hræsni hjá McConnell að kjósa um tilnefningu Trumps Nú hefst kapphlaup öldungadeildarinnar, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, um að kjósa Barrett í embætti en aðeins rúmar fimm vikur eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar og leiðtogi Repúblikananna, hefur heitið því að verkið takist fyrir kosningar. Þá hefur Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar, gefið það til kynna að hann telji að Barrett verði kjörin dómari fyrir 3. nóvember, daginn sem forsetakosningar fara fram. Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings.AP/Jacquelyn Martin Margir frjálslyndra hafa lýst yfir óánægju með það að McConnell skuli ætla að láta öldungadeildina taka tilnefninguna fyrir og hafa bent á að þegar Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, tilnefndi Merrick Garland til Hæstaréttar hafi McConnell neitað að taka tilnefninguna fyrir í öldungadeild. Var röksemdafærsla McConnells sú á sínum tíma að of stutt væri í kosningar og hann myndi ekki taka fyrir tilnefningu til Hæstaréttar í öldungadeild á kosningaári. Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hefur lýst því yfir að honum þyki að sá sem verði kjörinn forseti í nóvember eigi að tilnefna nýjan dómara. Fimmti kvenkynsdómari Hæstaréttar Barrett er 48 gömul og er svo að segja nýgræðingur á dómarabekk. Hún var tilnefnd af Trump til áfrýjunardómstóls 7. svæðis árið 2017 og hefur starfað þar sem dómari síðan. Hún var nálægt því að vera útnefnd til Hæstaréttar árið 2018 þegar Trump skipaði Brett Kavanaugh til að taka sæti Anthony Kennedy sem settist í helgan stein. Ruth Bader Ginsburg lést 18. september síðastliðinn og hafði hún lýst því yfir að hún vildi að nýr forseti, sem kjörinn yrði 3. nóvember næstkomandi, tilnefndi eftirmann hennar. Getty/WP Verði Barrett kjörin til Hæstaréttar, þar sem hún tekur sæti Ruth Bader Ginsburg sem lést föstudaginn 18. september síðastliðinn, verður Barrett fimmta konan til þess að sitja sem dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna. Aðhyllist „upprunalega“ túlkun á stjórnarskránni Frá því að Barrett tók við dómarasæti við áfrýjunardómstólinn hefur hún reynst íhaldsmönnum vel að því er fram kemur í frétt Reuters. Hún dæmdi með einni af harðlínustefnum Trumps um innflytjendamál og hefur stutt aukin réttindi til að bera skotvopn. Hún hefur einnig dæmt því í vil að háskólanemar sem sakaðir hafa verið um kynferðisbrot geti kært skólann. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt þrjá dómara til Hæstaréttar Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Þá hafa aðgerðahópar um þungunarrof lýst yfir áhyggjum vegna tilnefningar hennar og telja að kjör hennar gæti orðið til þess að dómurinn líti fram hjá dómnum Roe gegn Wade, sem dæmdur var árið 1973 og gefið hefur helsta fordæmið fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Þá aðhyllist Barrett „upprunalega“ túlkun stjórnarskrárinnar eins og hún og aðrir íhaldssamir lögfræðingar kalla það. Gengur það út á að reyna að ráða í upphaflega merkingu stjórnarskrárinnar, sem var rituð fyrir meira en tveimur öldum. Barrett er ein þeirra sem fylgir þessari hugmyndafræði og dæmi um það er þegar hún skilaði sératkvæði í máli sem varðaði það hvort sakamenn sem hefðu ekki gerst sekir um ofbeldisbrot ættu að vera sviptir rétti til að eiga skotvopn varði hún nær öllu máli sínu í að fara yfir sögu reglna um vopnaeign dæmdra manna á 18. og 19. öld. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Hefur hann tilnefnd Amy Coney Barrett, en því hefur verið spáð undanfarnar daga að Barrett yrði fyrir valinu. Þetta er þriðja tilnefning Trumps til Hæstaréttar og verði Barrett kjörin í dómarasæti af öldungadeild Bandaríkjaþings verða íhaldssamir dómarar sex á móti þremur frjálslyndum dómurum. Trump tilkynnti tilnefningu sína nú rétt eftir klukkan níu við athöfn í Hvíta húsinu. Íhaldssamir aðgerðasinnar hafa fagnað tilnefningunni frá því að fréttir af henni bárust í gærkvöldi en frjálslyndir hafa lýst yfir andstöðu sinni. Barrett var viðstödd athöfninni ásamt eiginmanni og sjö börnum. Hún og Donald Trump gengu inn á sviðið, sem sett var upp fyrir framan Hvíta húsið, við mikið lófatak viðstaddra. Hann sagðist mjög stoltur af þessu augnabliki áður en hann kynnti Barrett við mikið lófatak. Segja hræsni hjá McConnell að kjósa um tilnefningu Trumps Nú hefst kapphlaup öldungadeildarinnar, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta, um að kjósa Barrett í embætti en aðeins rúmar fimm vikur eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar og leiðtogi Repúblikananna, hefur heitið því að verkið takist fyrir kosningar. Þá hefur Lindsey Graham, formaður dómsmálanefndar öldungadeildarinnar, gefið það til kynna að hann telji að Barrett verði kjörin dómari fyrir 3. nóvember, daginn sem forsetakosningar fara fram. Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings.AP/Jacquelyn Martin Margir frjálslyndra hafa lýst yfir óánægju með það að McConnell skuli ætla að láta öldungadeildina taka tilnefninguna fyrir og hafa bent á að þegar Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, tilnefndi Merrick Garland til Hæstaréttar hafi McConnell neitað að taka tilnefninguna fyrir í öldungadeild. Var röksemdafærsla McConnells sú á sínum tíma að of stutt væri í kosningar og hann myndi ekki taka fyrir tilnefningu til Hæstaréttar í öldungadeild á kosningaári. Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hefur lýst því yfir að honum þyki að sá sem verði kjörinn forseti í nóvember eigi að tilnefna nýjan dómara. Fimmti kvenkynsdómari Hæstaréttar Barrett er 48 gömul og er svo að segja nýgræðingur á dómarabekk. Hún var tilnefnd af Trump til áfrýjunardómstóls 7. svæðis árið 2017 og hefur starfað þar sem dómari síðan. Hún var nálægt því að vera útnefnd til Hæstaréttar árið 2018 þegar Trump skipaði Brett Kavanaugh til að taka sæti Anthony Kennedy sem settist í helgan stein. Ruth Bader Ginsburg lést 18. september síðastliðinn og hafði hún lýst því yfir að hún vildi að nýr forseti, sem kjörinn yrði 3. nóvember næstkomandi, tilnefndi eftirmann hennar. Getty/WP Verði Barrett kjörin til Hæstaréttar, þar sem hún tekur sæti Ruth Bader Ginsburg sem lést föstudaginn 18. september síðastliðinn, verður Barrett fimmta konan til þess að sitja sem dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna. Aðhyllist „upprunalega“ túlkun á stjórnarskránni Frá því að Barrett tók við dómarasæti við áfrýjunardómstólinn hefur hún reynst íhaldsmönnum vel að því er fram kemur í frétt Reuters. Hún dæmdi með einni af harðlínustefnum Trumps um innflytjendamál og hefur stutt aukin réttindi til að bera skotvopn. Hún hefur einnig dæmt því í vil að háskólanemar sem sakaðir hafa verið um kynferðisbrot geti kært skólann. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt þrjá dómara til Hæstaréttar Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Þá hafa aðgerðahópar um þungunarrof lýst yfir áhyggjum vegna tilnefningar hennar og telja að kjör hennar gæti orðið til þess að dómurinn líti fram hjá dómnum Roe gegn Wade, sem dæmdur var árið 1973 og gefið hefur helsta fordæmið fyrir lögmæti þungunarrofs í Bandaríkjunum. Þá aðhyllist Barrett „upprunalega“ túlkun stjórnarskrárinnar eins og hún og aðrir íhaldssamir lögfræðingar kalla það. Gengur það út á að reyna að ráða í upphaflega merkingu stjórnarskrárinnar, sem var rituð fyrir meira en tveimur öldum. Barrett er ein þeirra sem fylgir þessari hugmyndafræði og dæmi um það er þegar hún skilaði sératkvæði í máli sem varðaði það hvort sakamenn sem hefðu ekki gerst sekir um ofbeldisbrot ættu að vera sviptir rétti til að eiga skotvopn varði hún nær öllu máli sínu í að fara yfir sögu reglna um vopnaeign dæmdra manna á 18. og 19. öld.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Sjá meira