Hæstiréttur Bandaríkjanna

Fréttamynd

Kynnir breytingar á hæsta­rétti og frið­helgi for­seta

Æviskipanir hæstaréttardómara heyra sögunni til og dómarar þurfa að starfa eftir siðareglum nái tillögur Joe Biden Bandaríkjaforseta fram að ganga. Fráfarandi forsetinn vill einnig breyta stjórnarskrá til þess að bregðast við nýlegum dómi um friðhelgi forseta.

Erlent
Fréttamynd

Friðhelgin stórauki vald for­setans

Dósent í stjórnmálafræði segir niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna, þess efnis að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti geti notið friðhelgi frá ákærum vegna embættisverka hans, munu hafa mikil áhrif á kosningabaráttuna framundan. 

Erlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur segir Trump njóta frið­helgi að hluta

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna eigi rétt á friðhelgi að hluta til, að minnsta kosti hvað við kemur það sem þeir gera í embætti forseta. Málið varðar friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta vegna háttsemi hans í kringum forsetakosningarnar 2020.

Erlent
Fréttamynd

Um­deildur dómari vill trú­ræknari Banda­ríki

Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito heyrist taka undir að Bandaríkin ættu að verða trúræknari og velta vöngum um að pólitískar málamiðlanir séu ómögulegar á leynilegri upptöku sem var gerð opinber. Dómarinn og kona hans hafa sætt gagnrýni fyrir fána sem var flaggað heima hjá þeim eftir árásina á bandaríska þinghúsið.

Erlent
Fréttamynd

Stígur ekki til hliðar vegna um­deildra fána

Samuel A. Alito, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, ætlar ekki að segja sig frá tveimur málum sem dómstóllinn er með til skoðunar og snúa að árásinni á þinghúsi Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Hann hefur verið krafinn um það eftir að fregnir bárust af því að eftir árásina var tveimur fánum sem stuðningsmenn Donalds Trump hafa tekið að sér, hafa verið flaggað við hús í hans eigu.

Erlent
Fréttamynd

Annar um­deildur fáni hékk við annað hús dómara

Síðasta sumar blakti annar umdeildur fáni fyrir utan sumarbústað hæstaréttardómarans Samuel Alito í New Jersey Í Bandaríkjunum. Fáninn hefur á undanförnum árum verið bendlaður við hreyfingu íhaldssamra Bandaríkjamanna sem vilja að hin kristna trú hafi stærra hlutverk þegar kemur að stjórnun ríkisins og við stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta.

Erlent
Fréttamynd

Trump lík­legur til að græða á úr­skurði Hæsta­réttar

Dómarar Hæstaréttar Bandaríkjanna þykja líklegir til að hafna kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta, um algera friðhelgi frá lögsókn vegna atvika sem áttu sér stað þegar hann sat í embætti forseta. Líklegt þykir þó að meirihluti dómaranna muni úrskurða á veg sem Trump muni hagnast á.

Erlent
Fréttamynd

Vill herja á Trump vegna þungunarrofs

Miklar deilur mynduðust á þingi Arizona í Bandaríkjunum í gær þegar Repúblikanar komu í veg fyrir umræðu um að fella úr gildi 160 ára gömul lög um bann við þungunarrofi sem voru nýverið endurvakin af hæstarétti ríkisins. „Skömm, Skömm!“ var kallað í þingsalnum þegar umræðan var stöðvuð.

Erlent
Fréttamynd

Dómarinn í skjalamálinu harð­lega gagn­rýndur

Lögmenn og fyrrverandi dómarar hafa lýst yfir mikilli furðu á skipun sem dómarinn í skjalamáli Trumps svokölluðu gaf út í vikunni. Telja þeir aðgerðir dómarans gefa til kynna að réttarhöldin gegn Trump fyrir að taka með sér opinber og leynileg skjöl þegar hann flutti úr Hvíta húsinu og neita að afhenda þau, muni ekki fara fram í bráð.

Erlent
Fréttamynd

Ríkjum ekki heimilt að úti­loka Trump

Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram.

Erlent
Fréttamynd

Úr­skurða lík­lega Trump í vil degi fyrir „ofurþriðudag“

Dómarar hæstaréttar Bandaríkjanna gáfu til kynna í gær að von sé á úrskurði um það hvort ráðamönnum Colorado sé heimilt að meina Donald Trump að vera á kjörseðlum í ríkinu. Forval í báðum flokkum fer fram í ríkinu, og fimmtán öðrum, á morgun en dagurinn er iðurlega kallaður „ofurþriðjudagur“.

Erlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur skoðar kröfu Trumps um frið­helgi

Dómarar við hæstarétt Bandaríkjanna hafa samþykkt að taka fyrir kröfu Donalds Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, um að vísa eigi frá dómsmálinu gegn honum vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Það vill Trump að verði gert á grunni þess að hann njóti friðhelgi.

Erlent
Fréttamynd

Smith biður hæsta­rétt um að tefja ekki réttar­höldin

Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við dómara hæstaréttar að þeir heimili það að réttarhöldin gegn Donald Trump vegna viðleitni hans til að halda völdum eftir að hann tapaði forsetakosningunum 2020 geti hafist sem fyrst. Það er eftir að Trump bað dómarana um að tefja réttarhöldin þar til fram yfir næstu forsetakosningar, sem fara fram í nóvember.

Erlent
Fréttamynd

Kjör­gengi Trumps rætt í Hæsta­rétti

Málflutningur um það hvort ríki Bandaríkjanna hafi rétt til að meina Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, að vera á kjörseðlum þar í forsetakosningunum sem haldnar verða í nóvember, stendur nú yfir fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Þrýst á hæsta­rétt vegna kjör­gengis Trumps

Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar.

Erlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur neitar að flýta máli Trumps

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um flýtimeðferð varðandi það hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti, njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Um sigur fyrir Trump er að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast þess að Thomas komi ekki að máli Trumps

Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins krefjast þess að hæstaréttardómarinn Clarence Thomas komi ekki að úrskurði Hæstaréttar varðandi mögulega friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Er það vegna þess að eiginkona Thomas tók þátt í tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020.

Erlent
Fréttamynd

Sótt­i fjár­öfl­un­ar­ráð­stefn­ur með auð­jöfr­um

Clarence Thomas, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, tók að minnsta kosti tvisvar sinnum þátt í fjáröflunarráðstefnum auðugra bandarískra íhaldsmanna. Ráðstefnurnar voru haldnar af Koch-bræðrunum en Thomas hefur aldrei sagt frá þessu á hagsmunaskrám, eins og öðrum umdeildum lúxusferðum og viðskiptaflækjum sem hann hefur átt í gegnum árin.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdu vefsíðuhönnuði sem vildi ekki vinna fyrir hinsegin hjón í hag

Hæstiréttur Bandaríkjanna komst í dag að þeirri niðurstöðu að kristinn grafískur hönnuður sem vill hanna brúðkaupsvefsíður mætti neita því að vinna fyrir hinsegin hjón. Dómurinn er talinn mikið bakslag fyrir hinsegin réttindi og hann gefi fyrirtækjum leyfi til að mismuna fólki á grundvelli trúarbragða.

Erlent