Eiður vildi lítið segja um framhaldið: Það er leikur á fimmtudag gegn Stjörnunni Smári Jökull Jónsson skrifar 27. september 2020 16:20 Eiður Smári á hliðarlínunni. vísir/vilhelm Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH-inga var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í gegn Fjölni í dag. Hann viðurkenndi að frammistaðan hefði ekki verið upp á marga fiska. „Nei, en þrjú stig og þau eru alveg jafn mikilvæg og önnur. Þetta var erfitt í dag, það var aðeins þungt yfir okkur og völlurinn þungur. Fjölnismenn þokkalega skipulagðir og gáfu okkur alvöru leik eins og öll lið gera í efstu deild,” sagði Eiður Smári í samtali við Vísi að leik loknum. FH tapaði í toppslagnum gegn Val á fimmtudag og stigin kannski enn mikilvægari í því ljósi. „Við ætlum ekkert að minnast allt of mikið á það tap, það er bara horft fram á veginn. Þetta var klárlega ekki okkar besta frammistaða en öll okkar orka fór í þetta og við náðum að kreista út þrjú stig.” Skipting sem Eiður og Logi Ólafsson gerðu á 77.mínútu var ekki lengi að borga sig þegar Logi Tómasson lagði upp sigurmarkið í leiknum fyrir Morten Beck Andersen. „Við erum með breiðan hóp og leikmenn sem geta komið inn og breytt leikjum, það tókst í dag. Það eru ekkert bara þeir ellefu sem byrja leikinn, við erum í þessu sem ein heild og allir eiga eftir að fá mínútur og hlutverk.” „Það er ánægjulegt sama hver sem það er sem kemur inn eða byrjar inná. Logi Hrafn (Róbertsson) sem byrjaði í dag er nýorðinn 16 ára og spilaði samt eins og hann væri búinn að spila 20 ár í efstu deild.” Eiður Smári og Logi gerðu samning við FH út tímabilið en í ljósi góðs gengis FH hlýtur það að teljast líklegt að Hafnfirðingar vilji halda þeim félögum innan sinna raða. Hvað segir Eiður Smári um framhald sitt hjá FH? „Það er leikur á fimmtudaginn á móti Stjörnunni, meira veit ég ekki,” sagði Eiður Smári stuttorður. Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen þjálfari FH-inga var ánægður með stigin þrjú sem hans menn náðu í gegn Fjölni í dag. Hann viðurkenndi að frammistaðan hefði ekki verið upp á marga fiska. „Nei, en þrjú stig og þau eru alveg jafn mikilvæg og önnur. Þetta var erfitt í dag, það var aðeins þungt yfir okkur og völlurinn þungur. Fjölnismenn þokkalega skipulagðir og gáfu okkur alvöru leik eins og öll lið gera í efstu deild,” sagði Eiður Smári í samtali við Vísi að leik loknum. FH tapaði í toppslagnum gegn Val á fimmtudag og stigin kannski enn mikilvægari í því ljósi. „Við ætlum ekkert að minnast allt of mikið á það tap, það er bara horft fram á veginn. Þetta var klárlega ekki okkar besta frammistaða en öll okkar orka fór í þetta og við náðum að kreista út þrjú stig.” Skipting sem Eiður og Logi Ólafsson gerðu á 77.mínútu var ekki lengi að borga sig þegar Logi Tómasson lagði upp sigurmarkið í leiknum fyrir Morten Beck Andersen. „Við erum með breiðan hóp og leikmenn sem geta komið inn og breytt leikjum, það tókst í dag. Það eru ekkert bara þeir ellefu sem byrja leikinn, við erum í þessu sem ein heild og allir eiga eftir að fá mínútur og hlutverk.” „Það er ánægjulegt sama hver sem það er sem kemur inn eða byrjar inná. Logi Hrafn (Róbertsson) sem byrjaði í dag er nýorðinn 16 ára og spilaði samt eins og hann væri búinn að spila 20 ár í efstu deild.” Eiður Smári og Logi gerðu samning við FH út tímabilið en í ljósi góðs gengis FH hlýtur það að teljast líklegt að Hafnfirðingar vilji halda þeim félögum innan sinna raða. Hvað segir Eiður Smári um framhald sitt hjá FH? „Það er leikur á fimmtudaginn á móti Stjörnunni, meira veit ég ekki,” sagði Eiður Smári stuttorður.
Pepsi Max-deild karla FH Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti