Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 segjum við frá því að öldurhús og skemmtistaðir verða að óbreyttu opnaðir aftur að nýju á morgun, en víðtækari samkomutakmarkanir eru til skoðunar.
Forsætisráðherra segir að ekki verði hjá því komist að einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu fari á hausinn á næstu mánuðum en aðgerðum ríkistjórnarinnar sé þó ekki lokið.
Píratar ætla að kalla eftir rannsókn á sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til í kórónuveirufaraldrinum. Þeir segja að draga þurfi lærdóm af ástandinu sem nú ríkir.
Við ræðum við skólastjóra í Stykkishólmi þar sem hópsmit kom upp í vikunni og segjum frá nýjum dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.