Ólafur Ingi: Hann setur olnbogann í andlitið á mér Atli Freyr Arason skrifar 27. september 2020 18:25 Umdeildur. VÍSIR/VILHELM Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, var að vonum ánægður með stigin þrjú sem liðið fékk gegn KR í viðtali eftir leik. „Það er gleði, við náum einhvern veginn að knýja þetta fram,“ sagði Ólafur Ingi strax í leikslok. Því næst var Ólafur beðinn um að lýsa atvikinu umdeilda á níundu mínútu uppbótatíma sem á sennilega eftir að verða ansi umtalað næstu daga. Ólafur hrundi þá í jörðina eftir samskipti við Beiti Ólafsson, markvörð KR. Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, hugðist ekki dæma á atvikið en aðstoðarmaður hans, Bryngeir Valdimarsson, virtist ná að sannfæra Ívar um að Beitir hafi gerst brotlegur. Vítaspyrna dæmd auk þess sem Beiti var vikið af velli. „Við eigum aukaspyrnu og ég set smá pressu á Beiti og reyni að trufla hann aðeins í kastinu út, ég ætlaði að reyna að stöðva þessa skyndisókn án þess að brjóta á honum eða fá gult eða eitthvað slíkt og þá olnbogar hann mig bara í nefið. Sem betur fer voru bara menn sem sáu þetta og þetta var bara víti og rautt,“ sagði Ólafur Ingi ekki í nokkrum vafa um það hvort að dómarateymið hefði átt að dæma vítaspyrnu eða ekki. „Hann allavega setur olbogann í andlitið á mér og það hlýtur að vera víti,“ bætti Óli við. Þessi sigur færir Fylki upp í þriðja sætið sem gefur pláss í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Fylkismenn hafa þó ekki mikinn áhuga að tala um Evrópudrauma eins og er. „Við erum ekkert komnir þangað í huganum. Við erum bara að taka hvern leik fyrir sig og það heldur bara áfram. Það er búið að vera planið allan tímann að ná að sýna okkar rétta andlit í sem flestum leikjum en auðvitað koma leikir inn á milli sem maður nær ekki alveg að gíra alla upp en þeir eru búnir að vera margir, góðu leikirnir í sumar. Við þurfum bara áfram að halda þétt á spöðunum og taka þetta með sömu nálgun og við höfum verið að gera,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason að lokum. Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Fylkir KR Tengdar fréttir Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14 Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Brighton | Komast Poolarar á toppinn? Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Í beinni: Bournemouth - Man. City | Meistararnir á flugi Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason, spilandi aðstoðarþjálfari Fylkis, var að vonum ánægður með stigin þrjú sem liðið fékk gegn KR í viðtali eftir leik. „Það er gleði, við náum einhvern veginn að knýja þetta fram,“ sagði Ólafur Ingi strax í leikslok. Því næst var Ólafur beðinn um að lýsa atvikinu umdeilda á níundu mínútu uppbótatíma sem á sennilega eftir að verða ansi umtalað næstu daga. Ólafur hrundi þá í jörðina eftir samskipti við Beiti Ólafsson, markvörð KR. Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, hugðist ekki dæma á atvikið en aðstoðarmaður hans, Bryngeir Valdimarsson, virtist ná að sannfæra Ívar um að Beitir hafi gerst brotlegur. Vítaspyrna dæmd auk þess sem Beiti var vikið af velli. „Við eigum aukaspyrnu og ég set smá pressu á Beiti og reyni að trufla hann aðeins í kastinu út, ég ætlaði að reyna að stöðva þessa skyndisókn án þess að brjóta á honum eða fá gult eða eitthvað slíkt og þá olnbogar hann mig bara í nefið. Sem betur fer voru bara menn sem sáu þetta og þetta var bara víti og rautt,“ sagði Ólafur Ingi ekki í nokkrum vafa um það hvort að dómarateymið hefði átt að dæma vítaspyrnu eða ekki. „Hann allavega setur olbogann í andlitið á mér og það hlýtur að vera víti,“ bætti Óli við. Þessi sigur færir Fylki upp í þriðja sætið sem gefur pláss í forkeppni Evrópudeildarinnar á næsta ári. Fylkismenn hafa þó ekki mikinn áhuga að tala um Evrópudrauma eins og er. „Við erum ekkert komnir þangað í huganum. Við erum bara að taka hvern leik fyrir sig og það heldur bara áfram. Það er búið að vera planið allan tímann að ná að sýna okkar rétta andlit í sem flestum leikjum en auðvitað koma leikir inn á milli sem maður nær ekki alveg að gíra alla upp en þeir eru búnir að vera margir, góðu leikirnir í sumar. Við þurfum bara áfram að halda þétt á spöðunum og taka þetta með sömu nálgun og við höfum verið að gera,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason að lokum.
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Fylkir KR Tengdar fréttir Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03 Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14 Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Brighton | Komast Poolarar á toppinn? Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Í beinni: Bournemouth - Man. City | Meistararnir á flugi Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira
Rúnar um Ólaf Inga: Hann er bara með leikrit og hefur gert þetta oft áður Rúnar Kristinsson var langt frá því að vera skemmt í leikslok eftir 1-2 tap gegn Fylki á Meistaravöllum í dag. 27. september 2020 17:03
Umfjöllun og viðtöl: KR - Fylkir 1-2 | Rosaleg dramatík á Meistaravöllum Fylkismenn unnu hádramatískan sigur á KR-ingum á Meistaravöllum fyrr í dag í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft, vítaspyrna dæmd í uppbótatíma og þrjú mörk skoruð. 27. september 2020 18:14