Samtaka í fjárfestingum í þágu sjálfbærrar uppbyggingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2020 10:50 Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða, og Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Ríkisstjórnin, lífeyrissjóðir, fjármálastofnanir, vátryggingafélög og fjárfestingarsjóðir standa að sameiginlegri viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar sem birt var í dag í kjölfar undirritunarathafnar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á föstudag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, undirritaði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og aðilar sem fara fyrir hátt í 80% af eignum á íslenskum fjármálamarkaði staðfestu þátttöku með undirritun sinni. Þeta kemur fram í tilkynningu á upplýsingavef um lífeyrismál. Þar segir að Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni,, Landssamtök lífeyrissjóða (LL), Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) og forsætisráðuneytið hafi unnið að mótun yfirlýsingarinnar í víðtæku samráði við fulltrúa helstu aðila á fjármálamarkaði. Efla samkeppnishæfni Í yfirlýsingunni segir að fjármagnið sé mikilvægt hreyfiafl í mótun atvinnulífs og atvinnusköpunar í uppbyggingunni framundan. Ákvarðanir og markvissar aðgerðir nú muni hafa mikil áhrif á þróun á næstu árum og mikilvægt sé að þar sé sjálfbærni leiðarljós. Jafnframt skuli efla samkeppnishæfni til framtíðar. Tekið verði tillit til alþjóðlegra skuldbindinga Íslands og þeirra viðmiða sem íslensk stjórnvöld hafa sett sér. Þar má nefna markmið um kolefnishlutlaust Ísland eigi síðar en árið 2040, markmið Parísarsamkomulagsins um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda þannig að hlýnun jarðar fari ekki yfir 1,5 gráður og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun 2030. Eftir atvikum sé einnig litið til ESG/UFS, meginreglna Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi (UN PRB), meginreglna Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI) og UN Global Compact. Muni skapa ný tækifæri Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samfélagslega ábyrga hugsun og sjálfbæra þróun vera rauðan þráð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Við viljum að stjórnvöld, fyrirtæki og stofnanir axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á samfélagið. Til þess þarf að innleiða sjálfbærni og samfélagsábyrgð í allan rekstur. Sú hugmyndafræði mun skapa ný tækifæri og verða aflgjafi margháttaðra framfara.“ Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir vandaða stjórnarhætti, vel ígrundaðan undirbúning, gegnsæi og upplýsingamiðlun einkenna ábyrga fjárfestingar í anda sjálfbærni og heilbrigðra samfélagsþátta. „Allt er þetta í góðu samræmi við markaða stefnu og starfsemi íslenskra lífeyrissjóða.“ Frá undirrituninni á föstudag. Tómas N. Möller, formaður Festu, bætir við: „Sameiginleg viljayfirlýsing fjölda lykilaðila á íslenskum fjármálamarkaði um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar, skiptir máli því hún setur þetta mikilvæga verkefni skýrar á dagskrá. Samstillt eru stjórnvöld og fjárfestar miklu betur í stakk búinn til að mæta þeim ógnunum og virkja þau tækifæri sem felast í áskorunum um að mæta ójafnvægi í sjálfbærri þróun.“ Ákvarðanir sem hafi áhrif á líf á jörðinni Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð vera orðin hluta af viðskiptamódeli íslenskra fjármálafyrirtækja. „Þannig er sjálfbærni í auknum mæli samofin starfsemi og stefnumótun fjármálafyrirtækjanna. Þá er jafnframt gleðilegt að sjá samkeppni á þessu sviði á milli einstaka fjármálastofnana, en það mun drífa þessa þróun áfram á næstu árum.“ Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, segir viljayfirlýsinguna fela í sér mikilvægt hreyfiafl og samtakamátt, sem hún telji vera til fyrirmyndar. „Hún varpar ljósi á að við ætlum að hafa sjálfbærni sem leiðarljós í fjárfestingum, og það til langs tíma. Um allan heim er verið að taka ákvarðanir og endurskipuleggja fjármagn á þann hátt að það mun hafa áhrif á vaxtarlag, erindi og endingu fyrirtækja, kerfa og stofnana, svo ég tali nú ekki um líf á jörðinni langt inn í framtíðina." Viljayfirlýsingin hefur verið undirrituð af eftirfarandi aðilum, en hún verður áfram opin fyrir undirritun þannig að fleiri geta bæst við: Ríkisstjórn Íslands, Seðlabanki Íslands, Arion banki, Landsbankinn, Íslandsbanki, Kvika, Íslandssjóðir, Stefnir, Landsbréf, Sparisjóður Austurlands, Sparisjóður Höfðhverfinga, Sparisjóður Strandamanna, Sparisjóður Suður-Þingeyinga, TM, VÍS, Sjóvá, Vörður, Brú lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Gildi- lífeyrissjóður, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands, Lífeyrissjóður bankamanna, Lífeyrissjóður bænda, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Lífsverk lífeyrissjóður, LSR, SL lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður, Arctica Finance hf., Lánasjóður sveitarfélaga ohf., Lykill fjármögnun hf., T Plús hf., Crowberry Capital, Eyrir Venture Capital, Brunnur, Tennin, Investa, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA).Hér má nálgast viljayfirlýsinguna Hér er hægt að skrifa undir viljayfirlýsinguna Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Ríkisstjórnin, lífeyrissjóðir, fjármálastofnanir, vátryggingafélög og fjárfestingarsjóðir standa að sameiginlegri viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar sem birt var í dag í kjölfar undirritunarathafnar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu á föstudag. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, undirritaði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, og aðilar sem fara fyrir hátt í 80% af eignum á íslenskum fjármálamarkaði staðfestu þátttöku með undirritun sinni. Þeta kemur fram í tilkynningu á upplýsingavef um lífeyrismál. Þar segir að Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni,, Landssamtök lífeyrissjóða (LL), Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) og forsætisráðuneytið hafi unnið að mótun yfirlýsingarinnar í víðtæku samráði við fulltrúa helstu aðila á fjármálamarkaði. Efla samkeppnishæfni Í yfirlýsingunni segir að fjármagnið sé mikilvægt hreyfiafl í mótun atvinnulífs og atvinnusköpunar í uppbyggingunni framundan. Ákvarðanir og markvissar aðgerðir nú muni hafa mikil áhrif á þróun á næstu árum og mikilvægt sé að þar sé sjálfbærni leiðarljós. Jafnframt skuli efla samkeppnishæfni til framtíðar. Tekið verði tillit til alþjóðlegra skuldbindinga Íslands og þeirra viðmiða sem íslensk stjórnvöld hafa sett sér. Þar má nefna markmið um kolefnishlutlaust Ísland eigi síðar en árið 2040, markmið Parísarsamkomulagsins um að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda þannig að hlýnun jarðar fari ekki yfir 1,5 gráður og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun 2030. Eftir atvikum sé einnig litið til ESG/UFS, meginreglna Sameinuðu þjóðanna um ábyrga bankastarfsemi (UN PRB), meginreglna Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI) og UN Global Compact. Muni skapa ný tækifæri Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir samfélagslega ábyrga hugsun og sjálfbæra þróun vera rauðan þráð í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Við viljum að stjórnvöld, fyrirtæki og stofnanir axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á samfélagið. Til þess þarf að innleiða sjálfbærni og samfélagsábyrgð í allan rekstur. Sú hugmyndafræði mun skapa ný tækifæri og verða aflgjafi margháttaðra framfara.“ Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir vandaða stjórnarhætti, vel ígrundaðan undirbúning, gegnsæi og upplýsingamiðlun einkenna ábyrga fjárfestingar í anda sjálfbærni og heilbrigðra samfélagsþátta. „Allt er þetta í góðu samræmi við markaða stefnu og starfsemi íslenskra lífeyrissjóða.“ Frá undirrituninni á föstudag. Tómas N. Möller, formaður Festu, bætir við: „Sameiginleg viljayfirlýsing fjölda lykilaðila á íslenskum fjármálamarkaði um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar, skiptir máli því hún setur þetta mikilvæga verkefni skýrar á dagskrá. Samstillt eru stjórnvöld og fjárfestar miklu betur í stakk búinn til að mæta þeim ógnunum og virkja þau tækifæri sem felast í áskorunum um að mæta ójafnvægi í sjálfbærri þróun.“ Ákvarðanir sem hafi áhrif á líf á jörðinni Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð vera orðin hluta af viðskiptamódeli íslenskra fjármálafyrirtækja. „Þannig er sjálfbærni í auknum mæli samofin starfsemi og stefnumótun fjármálafyrirtækjanna. Þá er jafnframt gleðilegt að sjá samkeppni á þessu sviði á milli einstaka fjármálastofnana, en það mun drífa þessa þróun áfram á næstu árum.“ Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, segir viljayfirlýsinguna fela í sér mikilvægt hreyfiafl og samtakamátt, sem hún telji vera til fyrirmyndar. „Hún varpar ljósi á að við ætlum að hafa sjálfbærni sem leiðarljós í fjárfestingum, og það til langs tíma. Um allan heim er verið að taka ákvarðanir og endurskipuleggja fjármagn á þann hátt að það mun hafa áhrif á vaxtarlag, erindi og endingu fyrirtækja, kerfa og stofnana, svo ég tali nú ekki um líf á jörðinni langt inn í framtíðina." Viljayfirlýsingin hefur verið undirrituð af eftirfarandi aðilum, en hún verður áfram opin fyrir undirritun þannig að fleiri geta bæst við: Ríkisstjórn Íslands, Seðlabanki Íslands, Arion banki, Landsbankinn, Íslandsbanki, Kvika, Íslandssjóðir, Stefnir, Landsbréf, Sparisjóður Austurlands, Sparisjóður Höfðhverfinga, Sparisjóður Strandamanna, Sparisjóður Suður-Þingeyinga, TM, VÍS, Sjóvá, Vörður, Brú lífeyrissjóður, Almenni lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Gildi- lífeyrissjóður, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður Tannlæknafélags Íslands, Lífeyrissjóður bankamanna, Lífeyrissjóður bænda, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Lífsverk lífeyrissjóður, LSR, SL lífeyrissjóður, Stapi lífeyrissjóður, Arctica Finance hf., Lánasjóður sveitarfélaga ohf., Lykill fjármögnun hf., T Plús hf., Crowberry Capital, Eyrir Venture Capital, Brunnur, Tennin, Investa, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins (NSA).Hér má nálgast viljayfirlýsinguna Hér er hægt að skrifa undir viljayfirlýsinguna
Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umhverfismál Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira