Tveir í sóttkví á Djúpavogi eftir að skipverjar fóru í land Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2020 11:59 Frá Djúpavogi. Vísir/Vilhelm Tveir eru nú í sóttkví á Djúpavogi eftir að nokkrir skipverjar af línuskipinu Valdimar GK fóru í land í bænum þriðjudaginn 22. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Austurlandi. Allir skipverjar Valdimars greindust með kórónuveiruna um helgina. Þeir greindust með veiruna eftir að hafa farið í skimun við komu til lands í Njarðvík en skipið hafði verið á rúmlega sólarhrings siglingu eftir að hafa verið við veiðar skammt frá Hornafirði Fram kemur í tilkynningu lögreglu að um leið og smit greindist um borð í skipinu hafi smitrakning farið í gang á Djúpavogi. Líkt og áður segir eru tveir í bænum nú í sóttkví en hvorugur er með einkenni Covid-sýkingar. Aðgerðastjórn á Austurlandi hvetur af þessum sökum íbúa á Djúpavogi til að gæta sérstaklega að smitvörnum næstu viku og vera vakandi fyrir einkennum. Verði einkenna vart eru íbúar hvattir til að halda sig heima og hringja í heilsugæsluna eða síma 1700 til að fá leiðbeiningar um þörf á sýnatöku. Minnt er á að veikindi geta komið fram allt að hálfum mánuði frá smiti. „Miðað við tímann sem þegar hefur liðið án smits standa vonir til að ekkert smit hafi borist í land. Enn getur þó brugðið til beggja vona og mikilvægt að íbúar í sameiningu treysti varnirnar líkt og gert hefur verið til þessa,“ segir í tilkynningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Djúpivogur Tengdar fréttir Allir skipverjar Valdimars smitaðir Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 27. september 2020 21:10 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Tveir eru nú í sóttkví á Djúpavogi eftir að nokkrir skipverjar af línuskipinu Valdimar GK fóru í land í bænum þriðjudaginn 22. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Austurlandi. Allir skipverjar Valdimars greindust með kórónuveiruna um helgina. Þeir greindust með veiruna eftir að hafa farið í skimun við komu til lands í Njarðvík en skipið hafði verið á rúmlega sólarhrings siglingu eftir að hafa verið við veiðar skammt frá Hornafirði Fram kemur í tilkynningu lögreglu að um leið og smit greindist um borð í skipinu hafi smitrakning farið í gang á Djúpavogi. Líkt og áður segir eru tveir í bænum nú í sóttkví en hvorugur er með einkenni Covid-sýkingar. Aðgerðastjórn á Austurlandi hvetur af þessum sökum íbúa á Djúpavogi til að gæta sérstaklega að smitvörnum næstu viku og vera vakandi fyrir einkennum. Verði einkenna vart eru íbúar hvattir til að halda sig heima og hringja í heilsugæsluna eða síma 1700 til að fá leiðbeiningar um þörf á sýnatöku. Minnt er á að veikindi geta komið fram allt að hálfum mánuði frá smiti. „Miðað við tímann sem þegar hefur liðið án smits standa vonir til að ekkert smit hafi borist í land. Enn getur þó brugðið til beggja vona og mikilvægt að íbúar í sameiningu treysti varnirnar líkt og gert hefur verið til þessa,“ segir í tilkynningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Djúpivogur Tengdar fréttir Allir skipverjar Valdimars smitaðir Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 27. september 2020 21:10 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Allir skipverjar Valdimars smitaðir Allir skipverjar línuskipsins Valdimars GK frá Grindavík hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 27. september 2020 21:10