Fækkun ferðamanna heldur aftur af hækkun í leiguverði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2020 15:29 Ferðamönnum hér á landi hefur fækkað rösklega vegna kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Verulega hefur hægt á þróun leiguverðs hér á landi á síðustu mánuðum. Fækkun ferðamanna hefur gert það að verkum að íbúðir sem voru nýttar til skammtímaútleigu, skiluðu sér að einhverju leyti á almennan leigumarkað með þeim afleiðingum að framboð jókst og þrýstingur á leiguverð minnkaði. Fjöldi Airbnb íbúða á höfuðborgarsvæðinu er nú um 1600 en voru um 3500 þegar mest var. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag. Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,2% milli júlí og ágúst. Til samanburðar hækkaði kaupverð fjölbýlis rúmlega þrisvar sinnum meira, eða um 0,7% á sama tíma. Tólf mánaða hækkun leiguverðs mælist nú 1,4% og sambærileg hækkun á íbúðaverði er 5,2%. Frá því í mars á þessu ári hefur 12 mánaða hækkun íbúðaverðs mælst ofar sambærilegum hækkunum á leiguverði, en líkt og greint hefur verið frá í fyrri Hagsjám er talsverður kraftur í þróun íbúðaverðs um þessar mundir, á sama tíma og hægir á þróun leiguverðs. „Á sumarmánuðunum júní-ágúst var að jafnaði þriðjungi fleiri leigusamningum þinglýst en á sömu mánuðum fyrir ári síðan. Mestu munaði í júní þegar 610 leigusamningum var þinglýst, eða 60% fleiri en í júní í fyrra. Mikil aukning á nýjum leigusamningum samtímis því sem hægir á verðhækkunum, bendir til þess að framboð hafi aukist af leiguhúsnæði, og meira en sem nemur aukningu í eftirspurn,“ segir í hagsjánni. Líklegast skýringin á þeim sviptingum sem hafa átt sér stað á leigumarkaði sé að framboðið hafi hlutfallslega aukist mjög hratt á skömmum tíma þegar ferðamönnum fór að fækka og íbúðir sem nýttar voru til útleigu ferðamanna fóru í almenna útleigu. Þegar ferðamannastraumurinn stóð sem hæst voru allt að 3.500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu skráðar til útleigu á vef Airbnb. Sá fjöldi hefur dregist saman og í ágúst voru um 1.600 íbúðir skráðar á vef Airbnb. Mánaðarlegt framboð Airbnb íbúða hefur því dregist saman um allt að 45% milli ára og nemur fækkunin allt að 1.400 íbúðum. Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Verulega hefur hægt á þróun leiguverðs hér á landi á síðustu mánuðum. Fækkun ferðamanna hefur gert það að verkum að íbúðir sem voru nýttar til skammtímaútleigu, skiluðu sér að einhverju leyti á almennan leigumarkað með þeim afleiðingum að framboð jókst og þrýstingur á leiguverð minnkaði. Fjöldi Airbnb íbúða á höfuðborgarsvæðinu er nú um 1600 en voru um 3500 þegar mest var. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans í dag. Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu um 0,2% milli júlí og ágúst. Til samanburðar hækkaði kaupverð fjölbýlis rúmlega þrisvar sinnum meira, eða um 0,7% á sama tíma. Tólf mánaða hækkun leiguverðs mælist nú 1,4% og sambærileg hækkun á íbúðaverði er 5,2%. Frá því í mars á þessu ári hefur 12 mánaða hækkun íbúðaverðs mælst ofar sambærilegum hækkunum á leiguverði, en líkt og greint hefur verið frá í fyrri Hagsjám er talsverður kraftur í þróun íbúðaverðs um þessar mundir, á sama tíma og hægir á þróun leiguverðs. „Á sumarmánuðunum júní-ágúst var að jafnaði þriðjungi fleiri leigusamningum þinglýst en á sömu mánuðum fyrir ári síðan. Mestu munaði í júní þegar 610 leigusamningum var þinglýst, eða 60% fleiri en í júní í fyrra. Mikil aukning á nýjum leigusamningum samtímis því sem hægir á verðhækkunum, bendir til þess að framboð hafi aukist af leiguhúsnæði, og meira en sem nemur aukningu í eftirspurn,“ segir í hagsjánni. Líklegast skýringin á þeim sviptingum sem hafa átt sér stað á leigumarkaði sé að framboðið hafi hlutfallslega aukist mjög hratt á skömmum tíma þegar ferðamönnum fór að fækka og íbúðir sem nýttar voru til útleigu ferðamanna fóru í almenna útleigu. Þegar ferðamannastraumurinn stóð sem hæst voru allt að 3.500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu skráðar til útleigu á vef Airbnb. Sá fjöldi hefur dregist saman og í ágúst voru um 1.600 íbúðir skráðar á vef Airbnb. Mánaðarlegt framboð Airbnb íbúða hefur því dregist saman um allt að 45% milli ára og nemur fækkunin allt að 1.400 íbúðum.
Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira