Fyrrverandi ráðherra hafnar kafbátskenningu Atli Ísleifsson skrifar 29. september 2020 08:01 Ástæða þess að Estonia-slysið er aftur komið í kastljós fjölmiðla eru nýir heimildamyndarþættir þar sem segir frá áður óuppgötvuðu gati, fjögurra metra löngu og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, á stjórnborðssíðu skrokks ferjunnar. Getty/Epa Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. Anders Björck gegndi embætti varnarmálaráðherra Svíþjóðar á þeim tíma er slysið varð. „Hafi þetta verið raunin, hefðum við tafarlaust fengið skýrslu um slíkt. Eftir þessu hefði verið tekið,“ segir Björck í samtali við SVT. Björk bregst þar við orðum Magnusar Kurm sem leiddi rannsókn eistneskra yfirvalda á slysinu sem varð í september 1994. Alls fórust 852 manns þegar ferjan sökk í Eystrasalti, en 137 komust lífs af. Árið 2004 sagði frá því í Uppdrag Granskning, fréttaskýringaþætti sænska ríkissjónvarpsins, að leynilegir flutningar hergagna hafi stundum átt sér stað í ferðum Estonia í Eystrasalti. Magnus Kurm hefur fullyrt að sænski herinn hafi verið við æfingar á svæðinu á þessum tíma, og þá fylgt ferjunni. „Það kann vel að vera að kafbáturinn hafi ekki rekist á Estonia, heldur að Estonia hafi farið of nálægt kafbátnum,“ segir Kurm í samtali við eistneska fjölmiðla. Skjáskot úr þætti DPlay þar sem sjá má gatið á skrokki ferjunnar.EPA Gat á stjórnborðssíðu skrokksins Ástæða þess að Estonia-slysið er aftur komið í kastljós fjölmiðla eru nýir heimildamyndarþættir þar sem segir frá áður óuppgötvuðu gati, fjögurra metra löngu og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, á stjórnborðssíðu skrokks ferjunnar. Sú hlið hefur snúið að hafsbotni en eftir því sem skipið hefur verið á hreyfingu á hafsbotninum hefur hún orðið sýnilegri. Eistnesk stjórnvöld hafa farið fram á að ráðist verði í nýja og óháða rannsókn á slysinu. Björck segir að ef um árekstur kafbáts og Estonia hefði verið að ræða hefði séð á kafbátnum. Svíar voru einungis með tólf kafbáta í notkun á þessum tímapunkti. „Þörf hefði verið á gríðarmikilli yfirhylmingaraðgerð ef eitthvað svona hafi átt sér stað og reynt hafi verið að fela það.“ Hafi frekar myndast þegar ferjan sökk SVT ræðir einnig við Olle Rutgersson, prófessor emeritus í skipatækni, og segir vel mögulegt að gatið hafi myndast þegar það sökk niður á hafsbotninn – sér í lagi þar sem gatið hafi verið á þeirri hlið sem sneri niður. „Mér fannst ekki eins og gatið hafi litið út eins og að nef kafbáts hafi farið þar inn. Ég tel frekar að eitthvað hafi gerst þegar skipið sökk.“ Rutgersson segir þó ekki hægt að útiloka að ferjan hafi rekist á annað skip. Hafi lás stafnhurðarinnar verið skaddað þá kunni hún að hafa losnað í árekstri. Illa farin stafnhurð Rannsóknarnefnd sænskra, eistneskra og finnskra yfirvalda komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að ástæða slyssins hafi verið að illa farin stafnhurð skipsins hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Sumir þeirra sem komust lífs af hafa sagt að sú skýring hafi hins vegar ekki komið heim og saman við upplifun þeirra. Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Fyrrverandi varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur hafnað þeirri kenningu eistnesks saksóknara og rannsakanda að orsök þess að ferjan Estonia hafi sokkið, óveðursnóttina 1994, hafi verið árekstur við sænskan kafbát. Anders Björck gegndi embætti varnarmálaráðherra Svíþjóðar á þeim tíma er slysið varð. „Hafi þetta verið raunin, hefðum við tafarlaust fengið skýrslu um slíkt. Eftir þessu hefði verið tekið,“ segir Björck í samtali við SVT. Björk bregst þar við orðum Magnusar Kurm sem leiddi rannsókn eistneskra yfirvalda á slysinu sem varð í september 1994. Alls fórust 852 manns þegar ferjan sökk í Eystrasalti, en 137 komust lífs af. Árið 2004 sagði frá því í Uppdrag Granskning, fréttaskýringaþætti sænska ríkissjónvarpsins, að leynilegir flutningar hergagna hafi stundum átt sér stað í ferðum Estonia í Eystrasalti. Magnus Kurm hefur fullyrt að sænski herinn hafi verið við æfingar á svæðinu á þessum tíma, og þá fylgt ferjunni. „Það kann vel að vera að kafbáturinn hafi ekki rekist á Estonia, heldur að Estonia hafi farið of nálægt kafbátnum,“ segir Kurm í samtali við eistneska fjölmiðla. Skjáskot úr þætti DPlay þar sem sjá má gatið á skrokki ferjunnar.EPA Gat á stjórnborðssíðu skrokksins Ástæða þess að Estonia-slysið er aftur komið í kastljós fjölmiðla eru nýir heimildamyndarþættir þar sem segir frá áður óuppgötvuðu gati, fjögurra metra löngu og 1,2 metrar þar sem það er breiðast, á stjórnborðssíðu skrokks ferjunnar. Sú hlið hefur snúið að hafsbotni en eftir því sem skipið hefur verið á hreyfingu á hafsbotninum hefur hún orðið sýnilegri. Eistnesk stjórnvöld hafa farið fram á að ráðist verði í nýja og óháða rannsókn á slysinu. Björck segir að ef um árekstur kafbáts og Estonia hefði verið að ræða hefði séð á kafbátnum. Svíar voru einungis með tólf kafbáta í notkun á þessum tímapunkti. „Þörf hefði verið á gríðarmikilli yfirhylmingaraðgerð ef eitthvað svona hafi átt sér stað og reynt hafi verið að fela það.“ Hafi frekar myndast þegar ferjan sökk SVT ræðir einnig við Olle Rutgersson, prófessor emeritus í skipatækni, og segir vel mögulegt að gatið hafi myndast þegar það sökk niður á hafsbotninn – sér í lagi þar sem gatið hafi verið á þeirri hlið sem sneri niður. „Mér fannst ekki eins og gatið hafi litið út eins og að nef kafbáts hafi farið þar inn. Ég tel frekar að eitthvað hafi gerst þegar skipið sökk.“ Rutgersson segir þó ekki hægt að útiloka að ferjan hafi rekist á annað skip. Hafi lás stafnhurðarinnar verið skaddað þá kunni hún að hafa losnað í árekstri. Illa farin stafnhurð Rannsóknarnefnd sænskra, eistneskra og finnskra yfirvalda komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að ástæða slyssins hafi verið að illa farin stafnhurð skipsins hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Sumir þeirra sem komust lífs af hafa sagt að sú skýring hafi hins vegar ekki komið heim og saman við upplifun þeirra.
Svíþjóð Eistland Estonia-slysið Tengdar fréttir Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01 Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Sakar Svía um lygar og telur líklegt að Estonia hafi sokkið eftir árekstur við kafbát Magnus Kurm, fyrrverandi saksóknari í Eistlandi og maðurinn sem leiddi seinni rannsókn eisneskra yfirvalda á Estonia-sjóslysinu sakar Svía um að hafa logið að Eistum við rannsóknina á því hvað orsakaði sjóslysið mannskæða. Hann telur líklegt að árekstur við kafbát hafi orsakað það að Estonia sökk í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. 28. september 2020 21:01
Segja nýuppgötvað gat á síðu skrokks Estonia varpa nýju ljósi á harmleikinn Sænskir heimildargerðarmenn hafa fundið fjögurra metra langt gat í síðu ferjunnar Estonia sem hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september árið 1994. Alls fórust 852 manns þegar skipið sökk. 28. september 2020 08:42