Þriðja málið gegn Trump fellt niður Agnar Már Másson skrifar 26. nóvember 2025 18:19 Saksóknarinn sagði ákvörðun sína ekki byggja á stjórnmálaskoðunum, heldur á trú sinni og skilningi á lögunum. AP/Alex Brandon Dómari í Georgíufylki í Bandaríkjunum hefur látið niður falla síðustu lögsóknina sem eftir stóð gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Málið sneri að meintum tilraunum hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna 2020. Þetta er þriðja sakamálið gegn Trump sem er látið niður falla frá því að hann var endurkjörinn. Málið var fyrst lagt fram af hálfu Fanni Willis hérðassaksóknara, sem var síðan vikið úr málinu vegna óhæfis. Pete Skandalakis, sem tók við málinu af Willis, upplýsti Scott McAfee, dómara í Fultonsýslu, í gær að hann myndi ekki halda mállinu áfram og dómarinn lét svo málið niður falla í dag. „Samkvæmt mínu sérfræðilega áliti er borgurum Georgíu enginn greiði gerður með því að halda áfram með þetta mál að fullu í fimm eða tíu ár í viðbót,“ skrifaði Skandalakis og bætti við að hann væri að binda enda á málið til að þjóna „hagsmunum réttlætis“. „Sanngjarn og óhlutdrægur saksóknari hefur bundið enda á þennan löghernað,“ er haft eftir lögmanni forsetans í frétt BBC. Trump var gefið að sök að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020, þegar Demókratinn Joe Biden bar sigur úr býtum. Trump hefur nú hefur náðað yfir 75 einstaklinga sem voru sagðir hafa átt þátt í aðgerðum til að freista þess að snúa niðurstöðum forsetakosninganna árið 2020. Fjöldi samherja hans voru einnig sakborningar í málinu, þar á meðal Rudy Giuliani, fyrrverandi lögmaður Trumps, og Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins. Skandalakis saksóknari sagði ákvörðun sína ekki byggja á stjórnmálaskoðunum heldur a „trú minni og skilningi mínum á lögunum.“ Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Bandarískur dómari felldi í gær niður ákærurnar gegn þeim James Comey, fyrrverandi yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og Letitia James, ríkissaksóknara New York. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarinn sem ákærði þau, sem er fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi verið skipaður í embætti með ólöglegum hætti. 25. nóvember 2025 15:56 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Þetta er þriðja sakamálið gegn Trump sem er látið niður falla frá því að hann var endurkjörinn. Málið var fyrst lagt fram af hálfu Fanni Willis hérðassaksóknara, sem var síðan vikið úr málinu vegna óhæfis. Pete Skandalakis, sem tók við málinu af Willis, upplýsti Scott McAfee, dómara í Fultonsýslu, í gær að hann myndi ekki halda mállinu áfram og dómarinn lét svo málið niður falla í dag. „Samkvæmt mínu sérfræðilega áliti er borgurum Georgíu enginn greiði gerður með því að halda áfram með þetta mál að fullu í fimm eða tíu ár í viðbót,“ skrifaði Skandalakis og bætti við að hann væri að binda enda á málið til að þjóna „hagsmunum réttlætis“. „Sanngjarn og óhlutdrægur saksóknari hefur bundið enda á þennan löghernað,“ er haft eftir lögmanni forsetans í frétt BBC. Trump var gefið að sök að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020, þegar Demókratinn Joe Biden bar sigur úr býtum. Trump hefur nú hefur náðað yfir 75 einstaklinga sem voru sagðir hafa átt þátt í aðgerðum til að freista þess að snúa niðurstöðum forsetakosninganna árið 2020. Fjöldi samherja hans voru einnig sakborningar í málinu, þar á meðal Rudy Giuliani, fyrrverandi lögmaður Trumps, og Mark Meadows, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins. Skandalakis saksóknari sagði ákvörðun sína ekki byggja á stjórnmálaskoðunum heldur a „trú minni og skilningi mínum á lögunum.“
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Bandarískur dómari felldi í gær niður ákærurnar gegn þeim James Comey, fyrrverandi yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og Letitia James, ríkissaksóknara New York. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarinn sem ákærði þau, sem er fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi verið skipaður í embætti með ólöglegum hætti. 25. nóvember 2025 15:56 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Ákærur gegn Comey og James felldar niður Bandarískur dómari felldi í gær niður ákærurnar gegn þeim James Comey, fyrrverandi yfirmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og Letitia James, ríkissaksóknara New York. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarinn sem ákærði þau, sem er fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi verið skipaður í embætti með ólöglegum hætti. 25. nóvember 2025 15:56