Ragnar Skúlason hefur verið ráðinn í starf teymisstjóra hugbúnaðarþróunar í upplýsingatæknideild Póstsins. Hann hefur að undanförnu starfað hjá Meniga og hefur þegar hafið störf.
Í tilkynningu frá Póstinum segir að Ragnar sé með mikla reynslu og þekkingu úr hugbúnaðargeiranum sem spanni yfir sextán ár.
„Síðast starfaði hann hjá Meniga sem tæknilegur verkefnastjóri yfir innleiðingum. Þá hefur Ragnar meðal annars starfað sem teymisstjóri framendaþróunar hjá Nova og sem hugbúnaðarverkfræðingur hjá TM Software og GreenQloud. Ragnar er með MSc próf í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.