Leik Keflavíkur og Snæfells í Domino's deild kvenna sem átti að fara fram á laugardaginn hefur verið frestað þar sem leikmannahópur Keflvíkinga er í sóttkví.
Ekki er búið að finna nýjan leiktíma fyrir leikinn og þá hefur ekki verið tekin ákvörðun um leiki Keflavíkur 7. og 14. október.
Búið var að fresta leik Keflavíkur og Skallagríms sem átti að fara fram annað kvöld.
Auk Keflvíkinga eru KR-ingar í sóttkví. Búið er að fresta leik KR og Íslandsmeistara Vals sem átti að vera á morgun.
Aðeins tveir leikir fara því fram í 2. umferð Domino's deildar kvenna á morgun. Breiðablik tekur á móti nýliðum Fjölnis og Snæfell fær Hauka í heimsókn.