Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2020 20:01 Veiking krónunnar hefur skilað sér hratt út í verðlagið að undanförnu. Vísir/Vilhelm Hætta er á að Íslendingar lendi í kreppuverðbólguástandi að mati hagfræðings Landsbankans. Líkur séu á að verðbólga fari hækkandi allt fram yfir áramót og í eðlilegu árferði væri peningastefnunefnd að íhuga hækkun vaxta. Síðast þegar verðbólgudraugurinn lét á sér kræla var verðbólgan yfir markmiði Seðlabankans í níu mánuði. Eða allt þar til í desember í fyrra að hún fór undir markmiðið. Nú hefur verðbólgan verið yfir markmiðinu í fjóra mánuði og fer hækkandi. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir aukna verðbólgu ekki vera bætandi ofan á núverandi ástand í þjóðfélaginu.Stöð 2/Einar Árnason Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir fáa hafa búist við því á vormánuðum að verðbólgan yrði til vandræða. Það hefur einnig ítrekað komið fram í málflutningi seðlabankastjóra undanfarna mánuði. „En krónan er búin að vera að gefa eftir hægt og sígandi allt sumarið og haldið áfram núna á haustmánuðum. Það sem meira er, veiking krónunnar hefur verið að skila sér mjög hratt inn í verðlagið,“ segir Daníel. Verðbólgan fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í júní og er nú komin í 3,5 prósent.Grafík/HÞ Nú í september sé verðbólgan komin vel yfir 2,5 prósenta markmiðið og mælist 3,5 prósent. Jafnvel þótt Seðlabankanum tækist að halda genginu stöðugu fram að áramótum gæti verðbólga verið komin í 3,8 prósent um áramót og fjögur prósent á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. „Þetta er í sjálfu sér versta staða sem seðlabanki getur verið í. Að fá svona verðbólguskot á samdráttartímum. Við gætum lent í svo kallaðri kreppuverðbólgu ástandi, stagflation. Það er staða sem seðlabanki vill ekki vera í,“ segir Daníel. Seðlabankinn hafi hins vegar það vopn að beita sér af meiri hörku á gjaldeyrismarkaði en að undanförnu og þannig reynt að stöðva veikingu krónunnar. „Þá gerum við ráð fyrir að verðbólga muni ganga mjög hratt niður á næsta ári. Vera komin í markmiðið og jafnvel undir markmiðið á sama tíma á næsta ári. Klemma Seðlabankans felst líka í því að vextir séu nú í sögulegu lágmarki í einu prósenti og fáir reikni með frekari vaxtalækkunum á næstunni. „Í eðlilegu árferði væri peningastefnunefndin að íhuga vaxtahækkanir við þessar verðbólgutölur,“ segir Daníel. Sem aftur gæti kynt undir verðbólgunni og því ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. „Já því við viljum alls ekki fara að hafa áhyggjur af verðbólgunni ofan á allt annað sem er í gangi í þjóðfélaginu í dag,“ segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er á miðvikudag í næstu viku hinn 7. október. Efnahagsmál Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Verðbólga eykst enn á milli mánaða Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,5% og eykst um 0,39% á milli mánaða. 29. september 2020 10:23 Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Hætta er á að Íslendingar lendi í kreppuverðbólguástandi að mati hagfræðings Landsbankans. Líkur séu á að verðbólga fari hækkandi allt fram yfir áramót og í eðlilegu árferði væri peningastefnunefnd að íhuga hækkun vaxta. Síðast þegar verðbólgudraugurinn lét á sér kræla var verðbólgan yfir markmiði Seðlabankans í níu mánuði. Eða allt þar til í desember í fyrra að hún fór undir markmiðið. Nú hefur verðbólgan verið yfir markmiðinu í fjóra mánuði og fer hækkandi. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir aukna verðbólgu ekki vera bætandi ofan á núverandi ástand í þjóðfélaginu.Stöð 2/Einar Árnason Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir fáa hafa búist við því á vormánuðum að verðbólgan yrði til vandræða. Það hefur einnig ítrekað komið fram í málflutningi seðlabankastjóra undanfarna mánuði. „En krónan er búin að vera að gefa eftir hægt og sígandi allt sumarið og haldið áfram núna á haustmánuðum. Það sem meira er, veiking krónunnar hefur verið að skila sér mjög hratt inn í verðlagið,“ segir Daníel. Verðbólgan fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í júní og er nú komin í 3,5 prósent.Grafík/HÞ Nú í september sé verðbólgan komin vel yfir 2,5 prósenta markmiðið og mælist 3,5 prósent. Jafnvel þótt Seðlabankanum tækist að halda genginu stöðugu fram að áramótum gæti verðbólga verið komin í 3,8 prósent um áramót og fjögur prósent á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. „Þetta er í sjálfu sér versta staða sem seðlabanki getur verið í. Að fá svona verðbólguskot á samdráttartímum. Við gætum lent í svo kallaðri kreppuverðbólgu ástandi, stagflation. Það er staða sem seðlabanki vill ekki vera í,“ segir Daníel. Seðlabankinn hafi hins vegar það vopn að beita sér af meiri hörku á gjaldeyrismarkaði en að undanförnu og þannig reynt að stöðva veikingu krónunnar. „Þá gerum við ráð fyrir að verðbólga muni ganga mjög hratt niður á næsta ári. Vera komin í markmiðið og jafnvel undir markmiðið á sama tíma á næsta ári. Klemma Seðlabankans felst líka í því að vextir séu nú í sögulegu lágmarki í einu prósenti og fáir reikni með frekari vaxtalækkunum á næstunni. „Í eðlilegu árferði væri peningastefnunefndin að íhuga vaxtahækkanir við þessar verðbólgutölur,“ segir Daníel. Sem aftur gæti kynt undir verðbólgunni og því ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni. „Já því við viljum alls ekki fara að hafa áhyggjur af verðbólgunni ofan á allt annað sem er í gangi í þjóðfélaginu í dag,“ segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er á miðvikudag í næstu viku hinn 7. október.
Efnahagsmál Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Verðbólga eykst enn á milli mánaða Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,5% og eykst um 0,39% á milli mánaða. 29. september 2020 10:23 Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15 Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18
Verðbólga eykst enn á milli mánaða Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,5% og eykst um 0,39% á milli mánaða. 29. september 2020 10:23
Telur allt tal um launahækkanir hlægilegt „Málamiðlun, þar sem allir leggja sitt af mörkum, er góð málamiðlun.“ 24. september 2020 15:15