Telur erfiðan vetur framundan þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar Tryggvi Páll Tryggvason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 29. september 2020 18:58 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í dag að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor, eftir að ríkisstjórnin kynnti átta aðgerðir sem grípa á til svo tryggja megi frið á vinnumarkaði. Aðgerðirnar litu dagsins ljós í dag eftir viðræður stjórnvalda við Samtök atvinnulífsins undanfarna daga, en samtökin höfðu áður sagt að forsendur Lífskjarasamningsins væru brostnar og höfðu þau boðað til atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti samningnum upp. Segist ekki hafa trú á því að stilla fólki upp við vegg Eftir að tillögurnar voru kynntar í adg tilkynntu samtökin um að atkvæðagreiðslan hafi verið slegin af. Forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar hafa hins vegar lýst yfir vonbrigðum með aðgerðir ríkistjórnarinnar og gagnrýndi Drífa Snædal meðal annars framgöngu Samtaka atvinnulífsins undanfarna daga í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði hún samtökin vera í „herferð gegn launahækkunum til lægstu hópana.“ Halldór Benjamín var spurður út í þessi orð Drífu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. „Okkar fyrsti, annar og þriðji valkostur var að ná upp samtali við Alþýðusamband Íslands. Þau höfnuðu því í öllum þremur liðum, bæði Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld voru sammála um að það væri ástæða til þess að bregðast við breyttum forsendum í samfélaginu og hagkerfinu. Við áttum einfaldlega mjög uppbyggilegt samtal við stjórnvöld sem náði hápunkti núna um helgina og í gær,“ sagði Halldór. Stilltuð þið stjórnvöldum upp við vegg? „Ég hef ekki trú á því að stilla fólki upp við vegg en ég hef mikla trú á því að ræða lausnir við aðsteðjandi vanda. Ég hef sagt að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ákváðu að axla í sameiningu ábyrgð á þessari stöðu. Ég tel að ákvörðun framkvæmdastasjórnar Samtaka atvinnulífsins í dag, að láta Lífskjarasamninginn halda gildi sínu, sé merki um það og sýni að við viljum reyna að varðveita þó þá stöðu sem við búum við hér um þessar mundir.“ Er þetta nóg, mun koma til uppsagna eða gjaldþrota? „Því miður óttast ég og tel raunar fullvíst að það sé erfiður vetur framundan, það síðasta sem myndi gera hann ennþá erfiðari væri upplausn á vinnumarkaði og það ber að skoða þessa ákvörðun sem tekin var í dag í því ljósi. Auðvitað eru aðstæður mjög misjafnar en heilt yfir sjáum við að atvinnuleysi í öllum atvinnugreinum, ekki bara ferðaþjónustunni, öllum atvinnugreinum, er á hraðri uppleið og það er líka þannig að þessar launahækkanir það er ekki innistæða fyrir þeim hjá fyrirtækjum landsins og því miður munu fyrirtæki landsins fyrirsjáanlega grípa til þeirra aðgerða sem þau geta til þess að hleypa þessu í gegn,“ sagði Halldór Benjamín. Einnig var rætt við Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis um sama mál. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur fullvíst að erfiður vetur sé framundan hjá fyrirtækjum landsins, þrátt fyrir að stillt hafi verið til friðar á vinnumarkaði með aðgerðum ríkistjórnarinnar sem kynntar voru í dag. Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins ákvað í dag að standa áfram við lífskjarasamninginn sem undirritaður var í vor, eftir að ríkisstjórnin kynnti átta aðgerðir sem grípa á til svo tryggja megi frið á vinnumarkaði. Aðgerðirnar litu dagsins ljós í dag eftir viðræður stjórnvalda við Samtök atvinnulífsins undanfarna daga, en samtökin höfðu áður sagt að forsendur Lífskjarasamningsins væru brostnar og höfðu þau boðað til atkvæðagreiðslu um hvort segja ætti samningnum upp. Segist ekki hafa trú á því að stilla fólki upp við vegg Eftir að tillögurnar voru kynntar í adg tilkynntu samtökin um að atkvæðagreiðslan hafi verið slegin af. Forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar hafa hins vegar lýst yfir vonbrigðum með aðgerðir ríkistjórnarinnar og gagnrýndi Drífa Snædal meðal annars framgöngu Samtaka atvinnulífsins undanfarna daga í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sagði hún samtökin vera í „herferð gegn launahækkunum til lægstu hópana.“ Halldór Benjamín var spurður út í þessi orð Drífu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar í kvöld. „Okkar fyrsti, annar og þriðji valkostur var að ná upp samtali við Alþýðusamband Íslands. Þau höfnuðu því í öllum þremur liðum, bæði Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld voru sammála um að það væri ástæða til þess að bregðast við breyttum forsendum í samfélaginu og hagkerfinu. Við áttum einfaldlega mjög uppbyggilegt samtal við stjórnvöld sem náði hápunkti núna um helgina og í gær,“ sagði Halldór. Stilltuð þið stjórnvöldum upp við vegg? „Ég hef ekki trú á því að stilla fólki upp við vegg en ég hef mikla trú á því að ræða lausnir við aðsteðjandi vanda. Ég hef sagt að Samtök atvinnulífsins og stjórnvöld ákváðu að axla í sameiningu ábyrgð á þessari stöðu. Ég tel að ákvörðun framkvæmdastasjórnar Samtaka atvinnulífsins í dag, að láta Lífskjarasamninginn halda gildi sínu, sé merki um það og sýni að við viljum reyna að varðveita þó þá stöðu sem við búum við hér um þessar mundir.“ Er þetta nóg, mun koma til uppsagna eða gjaldþrota? „Því miður óttast ég og tel raunar fullvíst að það sé erfiður vetur framundan, það síðasta sem myndi gera hann ennþá erfiðari væri upplausn á vinnumarkaði og það ber að skoða þessa ákvörðun sem tekin var í dag í því ljósi. Auðvitað eru aðstæður mjög misjafnar en heilt yfir sjáum við að atvinnuleysi í öllum atvinnugreinum, ekki bara ferðaþjónustunni, öllum atvinnugreinum, er á hraðri uppleið og það er líka þannig að þessar launahækkanir það er ekki innistæða fyrir þeim hjá fyrirtækjum landsins og því miður munu fyrirtæki landsins fyrirsjáanlega grípa til þeirra aðgerða sem þau geta til þess að hleypa þessu í gegn,“ sagði Halldór Benjamín. Einnig var rætt við Halldór Benjamín í Reykjavík síðdegis um sama mál. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Kjaramál Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira