Hlaupa til styrktar vini sem slasaðist alvarlega í vinnuslysi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2020 22:18 Mynd frá einu af hlópi hópsins. Mynd/Aðsend Hlaupahópurinn Riddarar Rósu á Ísafirði stendur fyrir hlaupi til styrktar Pétri Oddssyni og eiginkonu hans, Sigurlín Guðbjörgu Pétursdóttur. Pétri hefur verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hann lenti í alvarlegu vinnuslysi í tengivirki í Breiðadal þann 17. september síðastliðinn. Hlaupið fer fram 6. október næstkomandi. Í samtali við Vísi segir Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, stjórnarmeðlimur hlaupahópsins, að hópurinn hafi staðið að árlegu styrktarhlaupi undanfarin síðan árið 2012. „Við höfum þá bara styrkt einhverja sem þurfa á því að halda í samfélaginu. Það eru náttúrulega bara ýmis málefni sem eru þess verð að leggja lið í stóru samfélagi. Nú í ár ætlum við að styrkja vini okkar, Sillu og Pétur. Það var líka bara ákall frá samfélaginu um að þau myndu njóta góðs af hlaupinu okkar í ár,“ segir Hólmfríður og bætir við að ekkert annað hafi komið til greina. Lá vel við að hlaupa núna Styrktarhlaup hópsins hafa alla jafna verið hlaupin á vorin, en sökum kórónuveirufaraldursins var hlaupinu í ár frestað. Hólmfríður segir að í kjölfar slyssins hafi legið vel við að hlaupa af stað og styrkja hann og Sigurlín. Hlaupið hefur hingað til verið boðhlaup, þar sem hvert lið hefur hlaupið samtals hálfmaraþon. Nú verður hins vegar breytt um fyrirkomulag, til þess að hægt sé að fylgja sóttvarnatilmælum. Fulltrúar hlaupahópsins munu taka sér stöðu við rásmarkið og fólki verður frjálst að mæta hvenær sem er yfir daginn og hlaupa. Það kostar 2.000 krónur að taka þátt í hlaupinu, en frjáls framlög verða vel þegin. „Þetta er ekki eiginleg skráning. Fólk getur bara lagt okkur lið og þetta verður ekki eins formlegt og undanfarin ár.“ Hólmfríður Vala er einn af stjórnarmeðlimum Riddara Rósu.Mynd/Lífskraftur Fjárframlög fara iðulega fram úr vonum hópsins Hólmfríður segir að hópurinn hafi ekki sett sér neitt markmið er varðar fjárhæð söfnunarinnar. Reynsla fyrri ára sýni hins vegar fram á örlæti fólks og framlög hafi farið fram úr björtustu vonum hópsins. „Við settum þetta í loftið í morgun og strax fyrsta klukkutímann var komið inn á styrktarreikninginn meira en við þorðum að vona í upphafi. Fólk vildi bara strax leggja málefninu lið,“ segir Hólmfríður. Hún segir að verið sé að safna í almennan fjárstuðning fyrir hjónin. Neðst í þessari frétt er að finna upplýsingar um styrktarreikning hópsins. „Þetta er náttúrulega vinnutap og löng ferðalög sem liggja fyrir. Það er bara vitað að þetta verður mikill kostnaður, út af vinnutapi, læknisheimsóknum og öðru slíku. Þá er gott að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á allt annað.“ Eins og sést taka ýmsir aldurshópar þátt í hlaupum á vegum hópsins.Mynd/Aðsend Ekki bara Ísfirðingar sem ætla að hlaupa Þá segist Hólmfríður vona að Ísfirðingar og aðrir sjái sér fært að leggja málefninu lið. Hún greinir þá frá því að annar hópur, staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, ætli einnig að hlaupa til styrktar Pétri og Sillu þann 6. október, sama dag og hlaupið verður á Ísafirði. „Svo heyrir maður bara af fleirum sem eru í sóttkví eða annars staðar sem ætla bara að taka sitt hlaup, þar sem þau geta.“ Reikningsupplýsingar styrktarreiknings hlaupahópsins Riddara Rósu eru hér að neðan. Kennitala: 500605-1700Reikningsnúmer: 0556-14-602621 Ísafjarðarbær Hlaup Vinnuslys Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Hlaupahópurinn Riddarar Rósu á Ísafirði stendur fyrir hlaupi til styrktar Pétri Oddssyni og eiginkonu hans, Sigurlín Guðbjörgu Pétursdóttur. Pétri hefur verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hann lenti í alvarlegu vinnuslysi í tengivirki í Breiðadal þann 17. september síðastliðinn. Hlaupið fer fram 6. október næstkomandi. Í samtali við Vísi segir Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, stjórnarmeðlimur hlaupahópsins, að hópurinn hafi staðið að árlegu styrktarhlaupi undanfarin síðan árið 2012. „Við höfum þá bara styrkt einhverja sem þurfa á því að halda í samfélaginu. Það eru náttúrulega bara ýmis málefni sem eru þess verð að leggja lið í stóru samfélagi. Nú í ár ætlum við að styrkja vini okkar, Sillu og Pétur. Það var líka bara ákall frá samfélaginu um að þau myndu njóta góðs af hlaupinu okkar í ár,“ segir Hólmfríður og bætir við að ekkert annað hafi komið til greina. Lá vel við að hlaupa núna Styrktarhlaup hópsins hafa alla jafna verið hlaupin á vorin, en sökum kórónuveirufaraldursins var hlaupinu í ár frestað. Hólmfríður segir að í kjölfar slyssins hafi legið vel við að hlaupa af stað og styrkja hann og Sigurlín. Hlaupið hefur hingað til verið boðhlaup, þar sem hvert lið hefur hlaupið samtals hálfmaraþon. Nú verður hins vegar breytt um fyrirkomulag, til þess að hægt sé að fylgja sóttvarnatilmælum. Fulltrúar hlaupahópsins munu taka sér stöðu við rásmarkið og fólki verður frjálst að mæta hvenær sem er yfir daginn og hlaupa. Það kostar 2.000 krónur að taka þátt í hlaupinu, en frjáls framlög verða vel þegin. „Þetta er ekki eiginleg skráning. Fólk getur bara lagt okkur lið og þetta verður ekki eins formlegt og undanfarin ár.“ Hólmfríður Vala er einn af stjórnarmeðlimum Riddara Rósu.Mynd/Lífskraftur Fjárframlög fara iðulega fram úr vonum hópsins Hólmfríður segir að hópurinn hafi ekki sett sér neitt markmið er varðar fjárhæð söfnunarinnar. Reynsla fyrri ára sýni hins vegar fram á örlæti fólks og framlög hafi farið fram úr björtustu vonum hópsins. „Við settum þetta í loftið í morgun og strax fyrsta klukkutímann var komið inn á styrktarreikninginn meira en við þorðum að vona í upphafi. Fólk vildi bara strax leggja málefninu lið,“ segir Hólmfríður. Hún segir að verið sé að safna í almennan fjárstuðning fyrir hjónin. Neðst í þessari frétt er að finna upplýsingar um styrktarreikning hópsins. „Þetta er náttúrulega vinnutap og löng ferðalög sem liggja fyrir. Það er bara vitað að þetta verður mikill kostnaður, út af vinnutapi, læknisheimsóknum og öðru slíku. Þá er gott að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á allt annað.“ Eins og sést taka ýmsir aldurshópar þátt í hlaupum á vegum hópsins.Mynd/Aðsend Ekki bara Ísfirðingar sem ætla að hlaupa Þá segist Hólmfríður vona að Ísfirðingar og aðrir sjái sér fært að leggja málefninu lið. Hún greinir þá frá því að annar hópur, staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, ætli einnig að hlaupa til styrktar Pétri og Sillu þann 6. október, sama dag og hlaupið verður á Ísafirði. „Svo heyrir maður bara af fleirum sem eru í sóttkví eða annars staðar sem ætla bara að taka sitt hlaup, þar sem þau geta.“ Reikningsupplýsingar styrktarreiknings hlaupahópsins Riddara Rósu eru hér að neðan. Kennitala: 500605-1700Reikningsnúmer: 0556-14-602621
Ísafjarðarbær Hlaup Vinnuslys Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira