Rifjuðu upp geggjað mark Gylfa fyrir heimsókn West Ham á Goodison í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2020 14:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu á móti West Ham fyrir tæpu ári síðan. Getty/ Jan Kruger Gylfi Þór Sigurðsson fær vonandi dýrmætar mínútur til að sanna sig fyrir Carlo Ancelotti í kvöld þegar Everton fær West Ham í heimsókn í enska deildabikarnum en í boði er sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Everton hefur byrjað tímabilið frábærlega og hefur unnið fyrstu fimm leiki sína í deild (3) og deildabikar (2). Þetta verður hins vegar fyrsti bikarleikur liðsins á móti úrvalsdeildarliði. Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið inn á sem varamaður í öllum þremur úrvalsdeildarleikjunum á tímabilinu en hefur verið í byrjunarliðinu og með fyrirliðabandið í leikjunum í enska deildabikarnum. Everton fær West Ham í heimsókn í kvöld í sextán liða úrslitum enska deildarbikarsins en liðið er þegar búið að vinna góða sigra á Salford (3-0) og Fleetwood (5-2) í keppninni til þessa. Gylfi hefur spilað allar 180 mínúturnar í boði í þessum tveimur sigrum liðsins. Gylfi á góðar minningar frá síðasta leik Everton og West Ham á Goodison Park en hann innsiglaði þá 2-0 sigur Everton með geggjuðu marki undir lok leiksins. Everton hitaði upp fyrir leikinn í kvöld með því að rifja upp þetta mark Gylfa fyrir leikinn en það má sjá markið hans frá öllum sjónarhornum í myndbandinu hér fyrir neðan. watch on YouTube Markið á móti West Ham 19. október í fyrra er næstsíðasta mark Gylfa fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði mark úr víti á móti Leicester City seinna á tímabilinu og eina mark hans á þessu tímabili var mark sem hann skoraði í sigurleiknum á móti Salford City. Gylfi hefur alls skorað þrjú mörk á móti West Ham. Fyrsta deildarmark hans fyrir Tottenham kom á móti West Ham og þá skoraði hann einnig fyrir Everton á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2018-19. Leikur Everton og West Ham hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport 3. Leikur Brighton og Manchester United verður sýndir beint á sama tíma á Stöð 2 Sport 4. #EFC West Ham #CarabaoCup pic.twitter.com/ublFQkrzP7— Everton (@Everton) September 30, 2020 Enski boltinn Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson fær vonandi dýrmætar mínútur til að sanna sig fyrir Carlo Ancelotti í kvöld þegar Everton fær West Ham í heimsókn í enska deildabikarnum en í boði er sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Everton hefur byrjað tímabilið frábærlega og hefur unnið fyrstu fimm leiki sína í deild (3) og deildabikar (2). Þetta verður hins vegar fyrsti bikarleikur liðsins á móti úrvalsdeildarliði. Gylfi Þór Sigurðsson hefur komið inn á sem varamaður í öllum þremur úrvalsdeildarleikjunum á tímabilinu en hefur verið í byrjunarliðinu og með fyrirliðabandið í leikjunum í enska deildabikarnum. Everton fær West Ham í heimsókn í kvöld í sextán liða úrslitum enska deildarbikarsins en liðið er þegar búið að vinna góða sigra á Salford (3-0) og Fleetwood (5-2) í keppninni til þessa. Gylfi hefur spilað allar 180 mínúturnar í boði í þessum tveimur sigrum liðsins. Gylfi á góðar minningar frá síðasta leik Everton og West Ham á Goodison Park en hann innsiglaði þá 2-0 sigur Everton með geggjuðu marki undir lok leiksins. Everton hitaði upp fyrir leikinn í kvöld með því að rifja upp þetta mark Gylfa fyrir leikinn en það má sjá markið hans frá öllum sjónarhornum í myndbandinu hér fyrir neðan. watch on YouTube Markið á móti West Ham 19. október í fyrra er næstsíðasta mark Gylfa fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði mark úr víti á móti Leicester City seinna á tímabilinu og eina mark hans á þessu tímabili var mark sem hann skoraði í sigurleiknum á móti Salford City. Gylfi hefur alls skorað þrjú mörk á móti West Ham. Fyrsta deildarmark hans fyrir Tottenham kom á móti West Ham og þá skoraði hann einnig fyrir Everton á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2018-19. Leikur Everton og West Ham hefst klukkan 18.45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport 3. Leikur Brighton og Manchester United verður sýndir beint á sama tíma á Stöð 2 Sport 4. #EFC West Ham #CarabaoCup pic.twitter.com/ublFQkrzP7— Everton (@Everton) September 30, 2020
Enski boltinn Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Sjá meira