Serena dregur sig úr keppni vegna meiðsla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2020 23:00 Serena komst í gegnum 1. umferð þrátt fyrir meiðslin. Stephane Cardinale/Getty Images Tennisdrottningin Serena Williams hefur dregið sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu í tennis. Ástæðan er meiðsli á hásin sem hafa verið að hrjá hana síðan á Opna bandaríska meistaramótinu fyrr í þessum mánuði. Hin 39 ára gamla Williams hefur unnið 23 unnið meistaramót í tennis í einliðaleik. Hún stefnir á að ná Margaret Court sem vann á sínum 24 meistaramót. Hún nær því ekki að þessu sinni en hún átti að spila gegn Tsvetana Pironkova frá Búlgaríu í 2. umferð mótsins í dag. „Ég held ég þurfi fjórar til sex vikur þar sem ég geri ekki neitt. Ég hef átt erfitt með gang svo það er næg sönnun að ég þurfi á hvíld að halda,“ sagði Serena á blaðamannafundi í dag. „Meiðsli á hásin eru ein af þeim verstu sem maður fær, ég vill ekki gera þau enn verri.“ Serena komst reyndar í gegnum fyrstu umferð mótsins sem fram fer á honum goðsagnakennda Roland Garros-velli í París. „Í öðru settinu fann ég að ég var farin að haltra. Ég varð að einbeita mér að því að ganga beint svo ég myndi ekki haltra. Ég reyndi – og mun alltaf – að gefa allt sem ég á. Get huggað mig við það. Ég er ekki viss um að ég spili á öðru móti í ár, ég er bara óheppin með tímasetningu í rauninni,“ sagði Serena einnig á blaðamannafundinum. Serena hefur þrívegis unnið Opna franska meistaramótið, árin 2002, 2013 og 2015. Hún er sem stendur í 9. sæti á heimslistanum. Hin 33 ára gamla Pironkova kemst áfram í 3. umferð þar sem Serena gefur viðureignina. Íþróttir Tennis Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fleiri fréttir Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Mæssi slær enn annað metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Sjá meira
Tennisdrottningin Serena Williams hefur dregið sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu í tennis. Ástæðan er meiðsli á hásin sem hafa verið að hrjá hana síðan á Opna bandaríska meistaramótinu fyrr í þessum mánuði. Hin 39 ára gamla Williams hefur unnið 23 unnið meistaramót í tennis í einliðaleik. Hún stefnir á að ná Margaret Court sem vann á sínum 24 meistaramót. Hún nær því ekki að þessu sinni en hún átti að spila gegn Tsvetana Pironkova frá Búlgaríu í 2. umferð mótsins í dag. „Ég held ég þurfi fjórar til sex vikur þar sem ég geri ekki neitt. Ég hef átt erfitt með gang svo það er næg sönnun að ég þurfi á hvíld að halda,“ sagði Serena á blaðamannafundi í dag. „Meiðsli á hásin eru ein af þeim verstu sem maður fær, ég vill ekki gera þau enn verri.“ Serena komst reyndar í gegnum fyrstu umferð mótsins sem fram fer á honum goðsagnakennda Roland Garros-velli í París. „Í öðru settinu fann ég að ég var farin að haltra. Ég varð að einbeita mér að því að ganga beint svo ég myndi ekki haltra. Ég reyndi – og mun alltaf – að gefa allt sem ég á. Get huggað mig við það. Ég er ekki viss um að ég spili á öðru móti í ár, ég er bara óheppin með tímasetningu í rauninni,“ sagði Serena einnig á blaðamannafundinum. Serena hefur þrívegis unnið Opna franska meistaramótið, árin 2002, 2013 og 2015. Hún er sem stendur í 9. sæti á heimslistanum. Hin 33 ára gamla Pironkova kemst áfram í 3. umferð þar sem Serena gefur viðureignina.
Íþróttir Tennis Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Mæssi slær enn annað metið Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Fleiri fréttir Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Mæssi slær enn annað metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Sjá meira