Páfagarður í Róm hefur hafnað beiðni frá Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þess efnis að hann fái áheyrn hjá páfa.
Ástæða höfnunarinnar er sögð sú að Frans páfi vilji ekki hitta stjórnmálamenn í aðdraganda kosninga en nú styttist í forsetakosningar í Bandaríkjunum.
Höfnun páfa er sögð auka enn á deilur Pompeos og Páfagarðs en á dögunum gagnrýndi utanríkisráðherrann samkomulag sem páfi hefur gert við yfirvöld í Kína.
Páfagarður sakaði Pompeo þá um að draga kaþólsku kirkjuna inn í kosningaslaginn vestanhafs en Donald Trump forseti nýtur mikils stuðnings hjá heittrúuðum Bandaríkjamönnum og ekki síst hjá heittrúuðum kaþólikkum sem finnst Frans páfi vera of frjálslyndur í störfum sínum.