Innlent

Fram­lög til RÚV lækka

Atli Ísleifsson skrifar
Húsakynni Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Húsakynni Ríkisútvarpsins í Efstaleiti. Vísir/Vilhelm

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir að útgjöld Ríkisútvarpsins muni nema 4.515 milljónum króna á næsta ári. Útgjöldin til RÚV námu 4.825 milljónum í fjárlögum þessa árs.

Þetta kemur fram fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem kynnt var í morgun. Þar segir ennfremur að gert sé ráð fyrir lækkun framlaga til Ríkisútvarpsins í samræmi við áætlaðar tekjur af útvarpsgjaldi sem hækkar um 2,5 prósent.

Heildarframlög ríkisins vegna fjölmiðla nemur 4.999,4 milljónum króna á næsta ári samkvæmt frumvarpinu. Þar af er gert ráð fyrir 392 milljónum til stuðnings einkareknum fjölmiðlum og svo 92,1 milljónum króna til reksturs Fjölmiðlanefndar.

Í fjárlögum fyrir árið 2020 voru útgjöld ríkisins vegna fjölmiðlunar í landinu 5.302 milljónir króna.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×