Vissi í hvað stefndi en samt algjört áfall Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2020 07:01 Snæbjörn ræddi við Ara í þrjár klukkustundir og eðlilega ræddi þeir um allt milli himins og jarðar. Ari Eldjárn er af mörgum talinn fyndnasti maður þjóðarinnar og hefur starfað við uppistand frá árinu 2009. Hann tók þátt í stofnun Mið-Íslands þetta sama ár en hafði fram að því haldið að hann ætti frekar heima við gerð handrita og kvikmynda. Hann hefur gert sjónvarpsþætti og komið að ýmsu gríntengdu hér á landi en einnig haldið utan og reynt fyrir sér þar með sýningar á ensku. Hann kom fram í sjónvarpþættinum Mock The Week á BBC árið 2018 við hlið risastórra grínista á borð við Dara Ó Briain og komst lifandi frá því. Ari ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk á dögunum og stóð samtalið í þrjár klukkustundir. Ari Eldjárn ræðir meðal annars um Eldjárnsnafnið og hvernig sé að bera það. Tveir eldri bræður Ara dóu fyrir aldur fram og allt í einu fór Ari frá því að vera næstyngsti bróðirinn í að vera miðjubróðir. Umræðan um bræður Ara hefst þegar 2:35 klst er liðið af viðtalinu. Mamma var með hann í fimm ár „Næstelsti bróðir minn var fjölfatlaður og fæddist með enga sérstaka greiningu og þroskaðist ekki eins og aðrir. Hann þurfti svo mikla aðstoð við það að vera til. Á endanum var mamma búin að vera með hann í fimm ár og síðan bjó hann á Kópavogshæli,“ segir Ari Eldjárn en þegar þá var komið við sögu varð heilbrigðisstarfsfólk ávallt að vera með bróður hans. „Við erum því mest fjórir á heimilinu og þar er bara til ein mynd af okkur fimm saman. Eldjárn var elstur og hann flutti út þegar hann var tvítugur og þannig að lengst af erum við ekki allir saman á heimili,“ segir Ari en elsti bróðir hans hét Kristján Eldjárn en alltaf kallaður Eldjárn. Eins og margir vita er Kristján Eldjárn, afi Ara, fyrrum forseti Íslands. Ari segir að hann hafi ekki verið kallaður Kristján, ekki Eldjárn heldur alltaf kallaður Danni þegar hann var yngri. „Eldjárn var svona leiðtogi í hópnum og mikil hetja í mínum augum, frábær gítarleikari og hafði gríðarleg áhrif á mig. En ég er oft spurður út í þetta, hvernig er að missa systkini, en ég á erfitt með að tala um það, því þetta er svo langt síðan og ég hreinlega man það ekki og svolítið í moðu.“ Ari segist í raun vera heppinn að muna ekki vel eftir áföllum eins og þessum. „Þeir fara með fjögurra ára millibili, árið 1998 og síðan árið 2002. Það lá alveg fyrir með Óla sem var langveikur og það var alveg vitað mál að þetta yrði alveg ótrúleg lífsbarátta fyrir hann. Maður vissi alveg að það gæti gerst og það munaði nokkrum sinnum litlu. Samt þegar það gerðist var þetta algjört áfall og skrýtin tilfinning. Allt í einu vorum við fjórir og það var galin pæling. Svo þegar Eldjárn deyr erum við bara orðnir þrír. Hann fékk heilaæxli og þar var barist og barist og þetta var ótrúlega erfitt og átakanlegt, sérstaklega fyrir foreldra mína.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Uppistand Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Ari Eldjárn er af mörgum talinn fyndnasti maður þjóðarinnar og hefur starfað við uppistand frá árinu 2009. Hann tók þátt í stofnun Mið-Íslands þetta sama ár en hafði fram að því haldið að hann ætti frekar heima við gerð handrita og kvikmynda. Hann hefur gert sjónvarpsþætti og komið að ýmsu gríntengdu hér á landi en einnig haldið utan og reynt fyrir sér þar með sýningar á ensku. Hann kom fram í sjónvarpþættinum Mock The Week á BBC árið 2018 við hlið risastórra grínista á borð við Dara Ó Briain og komst lifandi frá því. Ari ræddi við Snæbjörn Ragnarsson í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk á dögunum og stóð samtalið í þrjár klukkustundir. Ari Eldjárn ræðir meðal annars um Eldjárnsnafnið og hvernig sé að bera það. Tveir eldri bræður Ara dóu fyrir aldur fram og allt í einu fór Ari frá því að vera næstyngsti bróðirinn í að vera miðjubróðir. Umræðan um bræður Ara hefst þegar 2:35 klst er liðið af viðtalinu. Mamma var með hann í fimm ár „Næstelsti bróðir minn var fjölfatlaður og fæddist með enga sérstaka greiningu og þroskaðist ekki eins og aðrir. Hann þurfti svo mikla aðstoð við það að vera til. Á endanum var mamma búin að vera með hann í fimm ár og síðan bjó hann á Kópavogshæli,“ segir Ari Eldjárn en þegar þá var komið við sögu varð heilbrigðisstarfsfólk ávallt að vera með bróður hans. „Við erum því mest fjórir á heimilinu og þar er bara til ein mynd af okkur fimm saman. Eldjárn var elstur og hann flutti út þegar hann var tvítugur og þannig að lengst af erum við ekki allir saman á heimili,“ segir Ari en elsti bróðir hans hét Kristján Eldjárn en alltaf kallaður Eldjárn. Eins og margir vita er Kristján Eldjárn, afi Ara, fyrrum forseti Íslands. Ari segir að hann hafi ekki verið kallaður Kristján, ekki Eldjárn heldur alltaf kallaður Danni þegar hann var yngri. „Eldjárn var svona leiðtogi í hópnum og mikil hetja í mínum augum, frábær gítarleikari og hafði gríðarleg áhrif á mig. En ég er oft spurður út í þetta, hvernig er að missa systkini, en ég á erfitt með að tala um það, því þetta er svo langt síðan og ég hreinlega man það ekki og svolítið í moðu.“ Ari segist í raun vera heppinn að muna ekki vel eftir áföllum eins og þessum. „Þeir fara með fjögurra ára millibili, árið 1998 og síðan árið 2002. Það lá alveg fyrir með Óla sem var langveikur og það var alveg vitað mál að þetta yrði alveg ótrúleg lífsbarátta fyrir hann. Maður vissi alveg að það gæti gerst og það munaði nokkrum sinnum litlu. Samt þegar það gerðist var þetta algjört áfall og skrýtin tilfinning. Allt í einu vorum við fjórir og það var galin pæling. Svo þegar Eldjárn deyr erum við bara orðnir þrír. Hann fékk heilaæxli og þar var barist og barist og þetta var ótrúlega erfitt og átakanlegt, sérstaklega fyrir foreldra mína.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Uppistand Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira