Kannast ekki við að vera á sama báti og fjármálaráðherra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. október 2020 14:27 Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Ísland, grasrótar fólks í fátækt segir að stjórnvöld hunsi fólk í fátækt. Fólk sé saman komið á Austurvelli til að koma úr felum og krefjast kjarabóta. Ásta Dís Þingsetningarathöfn hófst klukkan hálf tvö í dag með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en á sama tíma kom fólk sér fyrir á Austurvelli til að sýna þeim samstöðu sem eru á lægstu launum. Þau vilja minna stjórnvöld á fyrir hverja þau vinna og á að fólk í fátækt bíði enn eftir kjarabótum. Fundurinn er undir yfirskriftinni Ekki í sama báti. Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Ísland, grasrótar fólks í fátækt, segir að verið sé að vísa til ummæla fjármálaráðherra. „Við upplifum ekki að við séum í sama báti og fjármálaráðherra. Við upplifum miklu frekar að við séum að horfa á snekkjurnar og árabátana og skekturnar og allt hvað þetta heitir frá hripleka vaskafatinu sem við höngum á“ Tilgangurinn með samstöðumótmælunum er að minna stjórnvöld á fyrir hverja þau vinna. Að neðan má sjá myndband frá mótmælunum þar sem fjórar konur sungu þjóðsöng Íslendinga, liggjandi berar að ofan á Austurvelli. „Við erum svolítið eins og óhreinu börnin hennar Evu, við erum svolítið sundurleitur hópur, við erum margar smærri einingar; atvinnulausir, láglaunahóparnir, einstæðu foreldrarnir, fatlaðir, langveikir og innflytjendur. Þetta eru svo margir smáir hópar sem eru ekki sameinaðir undir einum hatti. það er svo auðvelt að sniðganga okkur og hreinlega afneita tilvist okkar.“ Ásta segir að blessunarlega hafi fólk í fátækt í auknum mæli valeflst á síðustu árum og varpað frá sér skömminni. „Upp úr hruni fór svolítið að bera á því að fólk þyrði meira að standa upp af því að allt í einu mátti nota orðið fátækt. Fyrir hrun mátti hreinlega ekki nota þetta orð. Fólk er svolítið að átta sig á því að það er í aðstæðum sem það sjálft fær ekki breytt. Það er ekki hægt að segja „ef ég er bara duglegri þá breytist staðan mín.“ Fólk er búið að lemjast lengi í þessu kerfi og það er komið í aðstæður sem það getur engan veginn breytt sjálft. Þess vegna verða stjórnvöld að taka tillit til þessa hóps,“ segir Ásta Þórdís. „Það er margoft búið að fjalla um birtingarmynd fátæktar í fjölmiðlum, hversu ljót hún getur verið og hversu slæmt ástandið er oft; Sögurnar um mömmuna sem borðaði poppkorn svo börnin fengju mat að borða því það var ekki til nóg handa öllum og allar þessar sögur. Sumir halda að þetta séu ýkjur en þetta eru staðreyndir. Það er búið að fjalla svo oft um birtingarmyndina og nú ætlum við að storma þarna niður eftir og við ætlum að vera sýnileg til að minna þau á fyrir hvern þau eru að vinna. Nú er kominn tími til að krefjast lausna. Birtingarmyndin er skýr, þú þarft ekkert að leita lengi til að sjá birtingarmyndina, núna viljum við lausnir.“ Alþingi Reykjavík Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira
Þingsetningarathöfn hófst klukkan hálf tvö í dag með guðsþjónustu í Dómkirkjunni en á sama tíma kom fólk sér fyrir á Austurvelli til að sýna þeim samstöðu sem eru á lægstu launum. Þau vilja minna stjórnvöld á fyrir hverja þau vinna og á að fólk í fátækt bíði enn eftir kjarabótum. Fundurinn er undir yfirskriftinni Ekki í sama báti. Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, samhæfingarstjóri Pepp Ísland, grasrótar fólks í fátækt, segir að verið sé að vísa til ummæla fjármálaráðherra. „Við upplifum ekki að við séum í sama báti og fjármálaráðherra. Við upplifum miklu frekar að við séum að horfa á snekkjurnar og árabátana og skekturnar og allt hvað þetta heitir frá hripleka vaskafatinu sem við höngum á“ Tilgangurinn með samstöðumótmælunum er að minna stjórnvöld á fyrir hverja þau vinna. Að neðan má sjá myndband frá mótmælunum þar sem fjórar konur sungu þjóðsöng Íslendinga, liggjandi berar að ofan á Austurvelli. „Við erum svolítið eins og óhreinu börnin hennar Evu, við erum svolítið sundurleitur hópur, við erum margar smærri einingar; atvinnulausir, láglaunahóparnir, einstæðu foreldrarnir, fatlaðir, langveikir og innflytjendur. Þetta eru svo margir smáir hópar sem eru ekki sameinaðir undir einum hatti. það er svo auðvelt að sniðganga okkur og hreinlega afneita tilvist okkar.“ Ásta segir að blessunarlega hafi fólk í fátækt í auknum mæli valeflst á síðustu árum og varpað frá sér skömminni. „Upp úr hruni fór svolítið að bera á því að fólk þyrði meira að standa upp af því að allt í einu mátti nota orðið fátækt. Fyrir hrun mátti hreinlega ekki nota þetta orð. Fólk er svolítið að átta sig á því að það er í aðstæðum sem það sjálft fær ekki breytt. Það er ekki hægt að segja „ef ég er bara duglegri þá breytist staðan mín.“ Fólk er búið að lemjast lengi í þessu kerfi og það er komið í aðstæður sem það getur engan veginn breytt sjálft. Þess vegna verða stjórnvöld að taka tillit til þessa hóps,“ segir Ásta Þórdís. „Það er margoft búið að fjalla um birtingarmynd fátæktar í fjölmiðlum, hversu ljót hún getur verið og hversu slæmt ástandið er oft; Sögurnar um mömmuna sem borðaði poppkorn svo börnin fengju mat að borða því það var ekki til nóg handa öllum og allar þessar sögur. Sumir halda að þetta séu ýkjur en þetta eru staðreyndir. Það er búið að fjalla svo oft um birtingarmyndina og nú ætlum við að storma þarna niður eftir og við ætlum að vera sýnileg til að minna þau á fyrir hvern þau eru að vinna. Nú er kominn tími til að krefjast lausna. Birtingarmyndin er skýr, þú þarft ekkert að leita lengi til að sjá birtingarmyndina, núna viljum við lausnir.“
Alþingi Reykjavík Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Sjá meira