Þurftu að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 2. október 2020 11:30 Elísabet Gunnars í Konur Eru Konum Bestar bolnum fyrir árið 2020. Bolurinn er seldur fyrir gott málefni tengt konum á hverju ári. Aldís Pálsdóttir „Það gefur auga leið að við þurftum að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár. Það verður því miður enginn viðburður í þetta sinn,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir um söfnunarátakið Konur eru konum bestar. Síðan árið 2017 hefur hópur kvenna selt boli fyrir góðan málstað og í ár safna þær fyrir Bjarkarhlíð. Í stað þess að halda viðburð selja þær bolina eingöngu rafrænt í ár. Salan hefst í hádeginu á sunnudag og stendur í tvær vikur. Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók líka fallegar myndir af fullt af fólki sem birtar verða á samfélagsmiðlum og á síðunni Trendnet. Elísabet hvetur þær konur sem kaupa bolina að merkja myndir á samfélagsmiðlum með #konurerukonumbestar. Í færslu á Trendnet segir Elísabet að 2020 útgáfan af bolnum sæki innblástur í íþróttirnar, hugmyndin kemur út frá handboltatreyju frá Ribe Esberg, liðinu sem Gunnar eiginmaður Elísabetar spilar með. Letrið á bolnum er eins og áður hannað af listakonunni og grafíska hönnuðinum Rakel Tómas. Frá vinstri, Aldís Pálsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Elísabet Gunnarsdóttir.Konur eru konum bestar „Eftir allskonar hugmyndir varð þetta niðurstaðan, íþrótta tengingin passar einstaklega vel að okkar mati þar sem við erum að safna í þetta stóra klapplið. Við höldum þó að sjálfsögðu í tískufílinginn, bolurinn passar nánast við allt og við viljum að hann sé notaður oft og mörgum sinnum. Til að undirstrika það enn og aftur – þá stendur átakið Konur Eru Konum Bestar fyrir að við, konur, verðum að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Breytum neikvæðu hugarfari og umtali í jákvætt og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað,“ segir Elísabet. Árið 2017 safnaði hópurinn milljón fyrir kvennaathvarfið og árið 2018 gáfu þær 1,9 milljónir í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar. Á síðasta ári söfnuðu þær svo 3,7 milljónum fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Bjarkarhlíð í Reykjavík. Vísir/Vilhelm „Bolurinn er góðgerðarverkefni og fer allur ágóði af sölu hans til verðugra málefna ár hvert. Það var virkilega erfitt að velja málefni að styrkja að þessu sinni. Við vorum allar sammála um að það ætti að vera eitthvað sem tengir við Covid19 á einhvern hátt og eftir vangaveltur varð ákvörðunin sú að styrkja Bjarkarhlíð. Heimilisofbeldi hefur aukist gríðalega í kórónufaraldrinum samkvæmt tölum ríkislögreglustjóra. Bjarkarhlíð tekur á móti öllum kynjum og er staðurinn mikilvægur fyrir konur að geta leitað til, þeim að kostnaðarlausu,“ segir Elísabet um málstaðinn. „Fyrir konur og stúlkur er hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest, á heimilum þeirra“ Nánar er hægt að lesa um verkefnið á Trendnet. Heimilisofbeldi Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
„Það gefur auga leið að við þurftum að hugsa út fyrir boxið til að láta bolinn verða að veruleika í ár. Það verður því miður enginn viðburður í þetta sinn,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir um söfnunarátakið Konur eru konum bestar. Síðan árið 2017 hefur hópur kvenna selt boli fyrir góðan málstað og í ár safna þær fyrir Bjarkarhlíð. Í stað þess að halda viðburð selja þær bolina eingöngu rafrænt í ár. Salan hefst í hádeginu á sunnudag og stendur í tvær vikur. Aldís Pálsdóttir ljósmyndari tók líka fallegar myndir af fullt af fólki sem birtar verða á samfélagsmiðlum og á síðunni Trendnet. Elísabet hvetur þær konur sem kaupa bolina að merkja myndir á samfélagsmiðlum með #konurerukonumbestar. Í færslu á Trendnet segir Elísabet að 2020 útgáfan af bolnum sæki innblástur í íþróttirnar, hugmyndin kemur út frá handboltatreyju frá Ribe Esberg, liðinu sem Gunnar eiginmaður Elísabetar spilar með. Letrið á bolnum er eins og áður hannað af listakonunni og grafíska hönnuðinum Rakel Tómas. Frá vinstri, Aldís Pálsdóttir, Andrea Magnúsdóttir, Nanna Kristín Tryggvadóttir og Elísabet Gunnarsdóttir.Konur eru konum bestar „Eftir allskonar hugmyndir varð þetta niðurstaðan, íþrótta tengingin passar einstaklega vel að okkar mati þar sem við erum að safna í þetta stóra klapplið. Við höldum þó að sjálfsögðu í tískufílinginn, bolurinn passar nánast við allt og við viljum að hann sé notaður oft og mörgum sinnum. Til að undirstrika það enn og aftur – þá stendur átakið Konur Eru Konum Bestar fyrir að við, konur, verðum að standa saman frekar en að draga hvor aðra niður. Breytum neikvæðu hugarfari og umtali í jákvætt og gerum þannig samfélagið okkar að betri stað,“ segir Elísabet. Árið 2017 safnaði hópurinn milljón fyrir kvennaathvarfið og árið 2018 gáfu þær 1,9 milljónir í Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar. Á síðasta ári söfnuðu þær svo 3,7 milljónum fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Bjarkarhlíð í Reykjavík. Vísir/Vilhelm „Bolurinn er góðgerðarverkefni og fer allur ágóði af sölu hans til verðugra málefna ár hvert. Það var virkilega erfitt að velja málefni að styrkja að þessu sinni. Við vorum allar sammála um að það ætti að vera eitthvað sem tengir við Covid19 á einhvern hátt og eftir vangaveltur varð ákvörðunin sú að styrkja Bjarkarhlíð. Heimilisofbeldi hefur aukist gríðalega í kórónufaraldrinum samkvæmt tölum ríkislögreglustjóra. Bjarkarhlíð tekur á móti öllum kynjum og er staðurinn mikilvægur fyrir konur að geta leitað til, þeim að kostnaðarlausu,“ segir Elísabet um málstaðinn. „Fyrir konur og stúlkur er hættan mest þar sem öryggið ætti að vera mest, á heimilum þeirra“ Nánar er hægt að lesa um verkefnið á Trendnet.
Heimilisofbeldi Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira