Nýliðarnir náðu í stig gegn lærisveinum Pep

Það rigndi duglega í Leeds í dag.
Það rigndi duglega í Leeds í dag. Jason Cairnduff/Getty Images

Nýliðar Leeds United náðu í stig gegn Manchester City er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, lokatölur 1-1. Ef eitthvað er hefði Leeds átt að fá öll þrjú stigin.

Raheem Sterling kom gestunum frá Manchester yfir strax á 17. mínútu en City voru miklu betri í upphafi leiks. Eftir markið fann Leeds taktinn og gekk á lagið. Liðið óð í rauninni í færum og getur Pep þakkað markverði sínum - Ederson - að liðið fékk ekki á sig fjölda marka líkt og gegn Leicester City í síðustu umferð.

Man City hélt þó út fram að hálfleik og var staðan enn 0-1 er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þegar tæp klukkustund var liðin jafnaði Rodrigo metin fyrir Leeds. Staðan orðin 1-1 og þar við sat. 

Manchester City hefur nú aðeins unnið einn af þremur leikjum sínum á tímabilinu. Einn sigur, eitt tap og eitt jafntefli. Á sama tíma hefur Leeds unnið tvo, gert eitt jafntefli og tapað einum. Tapleikurinn kom í fyrstu umferð gegn Englandsmeisturum Liverpool á Anfield.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira