Mourinho kom, sá og sigraði á Old Trafford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2020 17:30 Tottenham fagnar einu sex marka sinna í dag. Oli Scarff/Getty Images Ein ótrúlegustu úrslit tímabilsins litu dagsins ljós á Old Trafford í Manchester er Tottenham Hotspur kom í heimsókn. Fór það svo að lærisveinar José Mourinho unnu 6-1 sigur gegn lánlausu liði Man United. Three points #THFC #COYS pic.twitter.com/AwjgwdA0kh— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) October 4, 2020 Heimamenn byrjuðu ótrúlegt en satt af krafti og voru komnir yfir strax á 2. mínútu leiksins. Bruno Fernandes skoraði þá af vítapunktinum. Adam var þó ekki lengi í paradís en gestirnir jöfnuðu metin strax í næstu sókn eftir varnarleik sem er ekki boðlegur í efstu deild á Englandi. Tanguy Ndombéle kom knettinum í netið og skömmu síðar hafði Heung-Min Son komið gestunum yfir. Á 28. mínútu fékk Anthony Martial beint rautt spjald fyrir að vaða í Erik Laméla eftir að sá síðarnefndi gaf franska sóknarmanninnum einn á lúðurinn í föstu leikatriði. Menn virðast einfaldlega komast upp með olnbogaskot í úrvalsdeildinni án þess að myndbandsdómgæslan [VAR] geri neitt í því. Úr öskunni í eldinni eins og skáldið sagði en Harry Kane kom Tottenham 3-1 yfir tveimur mínútum síðar. Son var svo aftur á ferðinni áður en fyrri hálfleik var lokið og gestirnir því 4-1 yfir er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Serge Aurier af öllum mönnum bætti við fimmta markinu snemma í síðari hálfleik og Kane var aftur á skotskónum með marki úr vítaspyrnu á 79. mínútu leiksins. Staðan orðin 6-1 og reyndust það lokatölur leiksins. October 2011:6 @ManUtd 1-6 @ManCity October 2020:6 @ManUtd 1-6 @SpursOfficial Six at Old Trafford again. pic.twitter.com/o4uIH6Cz63— SPORF (@Sporf) October 4, 2020 Tottenham vann 7-2 sigur á Maccabi Haifa í Evrópueildinni í vikunni og hefur því skorað 13 mörk í síðustu tveimur leikjum. Að sama skapi hefur Man Utd nú tapað báðum heimaleikjum sínum og fengið á sig níu mörk í leikjunum tveimur. Tottenham hefur nú unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum af þeim fjórum leikjum sem liðið hefur spilað. Situr það í 5. sæti með sjö stig. Man Utd er með þrjú stig í 16. sæti eftir þrjá leiki. Enski boltinn Fótbolti
Ein ótrúlegustu úrslit tímabilsins litu dagsins ljós á Old Trafford í Manchester er Tottenham Hotspur kom í heimsókn. Fór það svo að lærisveinar José Mourinho unnu 6-1 sigur gegn lánlausu liði Man United. Three points #THFC #COYS pic.twitter.com/AwjgwdA0kh— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) October 4, 2020 Heimamenn byrjuðu ótrúlegt en satt af krafti og voru komnir yfir strax á 2. mínútu leiksins. Bruno Fernandes skoraði þá af vítapunktinum. Adam var þó ekki lengi í paradís en gestirnir jöfnuðu metin strax í næstu sókn eftir varnarleik sem er ekki boðlegur í efstu deild á Englandi. Tanguy Ndombéle kom knettinum í netið og skömmu síðar hafði Heung-Min Son komið gestunum yfir. Á 28. mínútu fékk Anthony Martial beint rautt spjald fyrir að vaða í Erik Laméla eftir að sá síðarnefndi gaf franska sóknarmanninnum einn á lúðurinn í föstu leikatriði. Menn virðast einfaldlega komast upp með olnbogaskot í úrvalsdeildinni án þess að myndbandsdómgæslan [VAR] geri neitt í því. Úr öskunni í eldinni eins og skáldið sagði en Harry Kane kom Tottenham 3-1 yfir tveimur mínútum síðar. Son var svo aftur á ferðinni áður en fyrri hálfleik var lokið og gestirnir því 4-1 yfir er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Serge Aurier af öllum mönnum bætti við fimmta markinu snemma í síðari hálfleik og Kane var aftur á skotskónum með marki úr vítaspyrnu á 79. mínútu leiksins. Staðan orðin 6-1 og reyndust það lokatölur leiksins. October 2011:6 @ManUtd 1-6 @ManCity October 2020:6 @ManUtd 1-6 @SpursOfficial Six at Old Trafford again. pic.twitter.com/o4uIH6Cz63— SPORF (@Sporf) October 4, 2020 Tottenham vann 7-2 sigur á Maccabi Haifa í Evrópueildinni í vikunni og hefur því skorað 13 mörk í síðustu tveimur leikjum. Að sama skapi hefur Man Utd nú tapað báðum heimaleikjum sínum og fengið á sig níu mörk í leikjunum tveimur. Tottenham hefur nú unnið tvo leiki, gert eitt jafntefli og tapað einum af þeim fjórum leikjum sem liðið hefur spilað. Situr það í 5. sæti með sjö stig. Man Utd er með þrjú stig í 16. sæti eftir þrjá leiki.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti