Sex nýjar ákærur á hendur Weinstein Sylvía Hall skrifar 2. október 2020 21:24 Weinstein á leið í réttarhöld fyrr á árinu. vísir/getty Saksóknarinn Jackie Lacey tilkynnti í dag að sex nýjar ákærur yrðu gefnar út á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þar á meðal eru tvö tilvik sem eru sögð hafa átt sér stað fyrir meira en tíu árum síðan. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ein ákæran snýr að atviki þar sem Weinstein er sakaður um að hafa nauðgað konu á hóteli í Beverly Hills árin 2004 og 2005 en hitt snýr að meintri nauðgun í nóvember 2009 og 2010. Weinstein var dæmdur í 23 ára fangelsi í mars síðastliðnum fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. Tugir kvenna hafa stigið fram undanfarin ár og sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða áreitni, margar hverjar ungar konur sem hann lofaði hlutverkum í Hollywood-kvikmyndum. Weinstein var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn Mimi Haleyi, aðstoðarframleiðanda, í íbúð hans árið 2006. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa kynferðislegt samneyti með konu án þess að hún gæti gefið samþykki sitt árið 2013. Hann var sýknaður af alvarlegasta ákæruliðnum sem hefði getað þýtt lífstíðarfangelsi yfir honum. Ellefu ákærur gegn framleiðandanum eru nú í ferli í Los Angeles. Weinstein hefur ávallt neitað sök. „Harvey Weinstein hefur alltaf fullyrt að hvert einasta samneyti sem hann hefur átt hefur verið með samþykki. Það hefur ekkert breyst,“ sagði talsmaður hans um ásakanirnar. Hollywood MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein kennir sér meins eftir fall í fangelsi Nauðgarinn og fyrrum kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig hafa fengið heilahristing eftir fall í Rikers Island fangelsinu í New York. 9. mars 2020 20:55 Segir Weinstein geta verið „einn versta raðnauðgara sögunnar“ Leikkonan Rose McGowan segir að sakfelling yfir bandaríska nauðgaranum og kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein marki vatnaskil í slíkum málum. 26. febrúar 2020 18:09 Ásakandi Weinstein segist þakklátur fyrir að sér hafi verið trúað Kona sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að þvinga til kynferðislegra athafna segir að málið hafi kennt fólki um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba þess. 25. febrúar 2020 15:59 Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Sjá meira
Saksóknarinn Jackie Lacey tilkynnti í dag að sex nýjar ákærur yrðu gefnar út á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þar á meðal eru tvö tilvik sem eru sögð hafa átt sér stað fyrir meira en tíu árum síðan. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Ein ákæran snýr að atviki þar sem Weinstein er sakaður um að hafa nauðgað konu á hóteli í Beverly Hills árin 2004 og 2005 en hitt snýr að meintri nauðgun í nóvember 2009 og 2010. Weinstein var dæmdur í 23 ára fangelsi í mars síðastliðnum fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. Tugir kvenna hafa stigið fram undanfarin ár og sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða áreitni, margar hverjar ungar konur sem hann lofaði hlutverkum í Hollywood-kvikmyndum. Weinstein var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn Mimi Haleyi, aðstoðarframleiðanda, í íbúð hans árið 2006. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa kynferðislegt samneyti með konu án þess að hún gæti gefið samþykki sitt árið 2013. Hann var sýknaður af alvarlegasta ákæruliðnum sem hefði getað þýtt lífstíðarfangelsi yfir honum. Ellefu ákærur gegn framleiðandanum eru nú í ferli í Los Angeles. Weinstein hefur ávallt neitað sök. „Harvey Weinstein hefur alltaf fullyrt að hvert einasta samneyti sem hann hefur átt hefur verið með samþykki. Það hefur ekkert breyst,“ sagði talsmaður hans um ásakanirnar.
Hollywood MeToo Bandaríkin Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Weinstein kennir sér meins eftir fall í fangelsi Nauðgarinn og fyrrum kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig hafa fengið heilahristing eftir fall í Rikers Island fangelsinu í New York. 9. mars 2020 20:55 Segir Weinstein geta verið „einn versta raðnauðgara sögunnar“ Leikkonan Rose McGowan segir að sakfelling yfir bandaríska nauðgaranum og kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein marki vatnaskil í slíkum málum. 26. febrúar 2020 18:09 Ásakandi Weinstein segist þakklátur fyrir að sér hafi verið trúað Kona sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að þvinga til kynferðislegra athafna segir að málið hafi kennt fólki um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba þess. 25. febrúar 2020 15:59 Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Sjá meira
Weinstein kennir sér meins eftir fall í fangelsi Nauðgarinn og fyrrum kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig hafa fengið heilahristing eftir fall í Rikers Island fangelsinu í New York. 9. mars 2020 20:55
Segir Weinstein geta verið „einn versta raðnauðgara sögunnar“ Leikkonan Rose McGowan segir að sakfelling yfir bandaríska nauðgaranum og kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein marki vatnaskil í slíkum málum. 26. febrúar 2020 18:09
Ásakandi Weinstein segist þakklátur fyrir að sér hafi verið trúað Kona sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að þvinga til kynferðislegra athafna segir að málið hafi kennt fólki um raunveruleika kynferðisofbeldis og fórnarlamba þess. 25. febrúar 2020 15:59
Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni. 14. febrúar 2020 00:07