Síhóstandi á leið til Los Angeles í krabbameinsmeðferð Sylvía Hall skrifar 2. október 2020 23:23 Pétur Yngvi Leósson ferðaðist til vesturstrandar Bandaríkjanna í krabbameinsmeðferð. UCLA Health Pétur Yngvi Leósson, grafískur hönnuður og ritstjóri hjá Nexus, greindist með krabbamein í hálsi á þessu ári eftir að hafa upplifað krónískan hósta í nærri tíu ár. Eftir að hann fékk greiningu hér á landi ákvað hann að kynna sér þá valmöguleika sem voru í boði og endaði að lokum á því að fara alla leið til Los Angeles í Bandaríkjunum. Á vef UCLA Health er saga Péturs rakin. Þar lýsir hann því hvernig hann tók eftir því að æxli var farið að myndast á hægri hálskirtli í janúar á þessu ári og var það raunar svo stórt að hann gat séð það þegar hann opnaði munninn fyrir framan spegil. Hann fór þá að gruna að um krabbamein væri að ræða. „Ég leitaði að öllum upplýsingum sem ég gat fundið á Internetinu,“ segir Pétur í viðtalinu. Hann fékk svo fljótlega staðfest frá lækni hér á landi að um krabbamein væri að ræða. Hann segir einu möguleikana í krabbameinsmeðferðum hér á landi vera geisla- eða lyfjameðferð. Þá séu um helmingslíkur á að meinið taki sig upp á ný. Læknar hér á landi töldu of hættulegt fyrir Pétur að fara í aðgerð þar sem meinið væri of nálægt slagæð. „Íslensku sérfræðingarnir sem ég ræddi við spáðu því að eftir meðferðina myndi ég upplifa alvarlega erfiðleika við að kyngja, langvarandi eymsli, skemmdir í tönnum og gómi, heyrnaskerðingu og aðrar aukaverkanir á borð við aukin athyglisbrest. Í rauninni eru allir möguleikar á lífsgæðum farnir í vaskinn.“ „Búið spil“ ef krabbameinið færi í lungun Eftir að hafa kynnt sér hin ýmsu meðferðarúrræði uppgötvaði Pétur höfuð- og hálskrabbameinsmeðferðir hjá UCLA Health. Eftir að hafa lesið sér til og séð að 95 prósent þeirra sem þangað leituðu upplifðu engar af þeim aukaverkunum sem þóttu líklegar hér ákvað hann að láta slag standa. UCLA HEalth Hann setti sig í samband við UCLA Health og ræddi þar við hjúkku sem sá um alþjóðlega sjúklinga. Í kjölfarið sendi hann nauðsynlegar upplýsingar til þeirra og fékk svo samband við lækni. Þar viðraði hann allar sínar áhyggjur en eftir samtalið hafi ekkert annað komið til greina en að fara til Bandaríkjanna. „Ég spurði hann út í það hvort æxlið væri of nálægt æðinni, og hann sagði eitthvað á þann veg að æxli í hálskirtli væri alltaf svona nálægt æð, og að svona skurðaðgerðir væru eitthvað sem hann gerði á hverjum einasta degi,“ segir Pétur. Að ferðast í miðjum heimsfaraldri er meira en að segja það en Pétur segir það hafa bliknað í samanburði við þá staðreynd að hann væri að berjast við krabbamein. Hann vissi að ef krabbameinið færi í lungun væri þetta „búið spil“ og að fresta meðferðinni vegna Covid-19 væri það versta sem hann gæti mögulega gert. „Af því ég var með krónískan hósta, þá var ég síhóstandi í ferðalaginu og fólk var að gefa mér augnaráð, en af því að ég vissi af æxlinu þá angraði það mig ekki.“ Meðferðin fram úr öllum væntingum Pétur segir aðstöðuna vestanhafs hafa verið framúrskarandi. Allir verkferlar vegna kórónuveirunnar á spítalanum hafi verið til fyrirmyndar og mun strangari en það sem hann hafi séð hér á landi. Þá tók læknir á móti honum við komuna og Pétur segir sér hafa liðið eins og „blómi í eggi“. „Mér leið mjög mikið eins og ég væri nýfætt barn sem væri verið að hugsa um.“ Hjúkrunarfræðingur Péturs hringdi í hann daglega á meðan hann dvaldi á spítalanum en engir gestir voru leyfðir vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að eftirfylgnin haldi áfram eftir að Pétur er kominn aftur til Íslands. Hann segir upplýsingagjöfina vera til fyrirmyndar og ekkert hafi því komið honum á óvart. Eina sem hafi verið ánægjulega óvænt sé að þeim hafi tekist að fjarlægja æxlið án þess að eitthvað af krabbameininu yrði eftir. „Þetta hefur verið ótrúlegt. Allt fór nákvæmlega eins og það átti að fara.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira
Pétur Yngvi Leósson, grafískur hönnuður og ritstjóri hjá Nexus, greindist með krabbamein í hálsi á þessu ári eftir að hafa upplifað krónískan hósta í nærri tíu ár. Eftir að hann fékk greiningu hér á landi ákvað hann að kynna sér þá valmöguleika sem voru í boði og endaði að lokum á því að fara alla leið til Los Angeles í Bandaríkjunum. Á vef UCLA Health er saga Péturs rakin. Þar lýsir hann því hvernig hann tók eftir því að æxli var farið að myndast á hægri hálskirtli í janúar á þessu ári og var það raunar svo stórt að hann gat séð það þegar hann opnaði munninn fyrir framan spegil. Hann fór þá að gruna að um krabbamein væri að ræða. „Ég leitaði að öllum upplýsingum sem ég gat fundið á Internetinu,“ segir Pétur í viðtalinu. Hann fékk svo fljótlega staðfest frá lækni hér á landi að um krabbamein væri að ræða. Hann segir einu möguleikana í krabbameinsmeðferðum hér á landi vera geisla- eða lyfjameðferð. Þá séu um helmingslíkur á að meinið taki sig upp á ný. Læknar hér á landi töldu of hættulegt fyrir Pétur að fara í aðgerð þar sem meinið væri of nálægt slagæð. „Íslensku sérfræðingarnir sem ég ræddi við spáðu því að eftir meðferðina myndi ég upplifa alvarlega erfiðleika við að kyngja, langvarandi eymsli, skemmdir í tönnum og gómi, heyrnaskerðingu og aðrar aukaverkanir á borð við aukin athyglisbrest. Í rauninni eru allir möguleikar á lífsgæðum farnir í vaskinn.“ „Búið spil“ ef krabbameinið færi í lungun Eftir að hafa kynnt sér hin ýmsu meðferðarúrræði uppgötvaði Pétur höfuð- og hálskrabbameinsmeðferðir hjá UCLA Health. Eftir að hafa lesið sér til og séð að 95 prósent þeirra sem þangað leituðu upplifðu engar af þeim aukaverkunum sem þóttu líklegar hér ákvað hann að láta slag standa. UCLA HEalth Hann setti sig í samband við UCLA Health og ræddi þar við hjúkku sem sá um alþjóðlega sjúklinga. Í kjölfarið sendi hann nauðsynlegar upplýsingar til þeirra og fékk svo samband við lækni. Þar viðraði hann allar sínar áhyggjur en eftir samtalið hafi ekkert annað komið til greina en að fara til Bandaríkjanna. „Ég spurði hann út í það hvort æxlið væri of nálægt æðinni, og hann sagði eitthvað á þann veg að æxli í hálskirtli væri alltaf svona nálægt æð, og að svona skurðaðgerðir væru eitthvað sem hann gerði á hverjum einasta degi,“ segir Pétur. Að ferðast í miðjum heimsfaraldri er meira en að segja það en Pétur segir það hafa bliknað í samanburði við þá staðreynd að hann væri að berjast við krabbamein. Hann vissi að ef krabbameinið færi í lungun væri þetta „búið spil“ og að fresta meðferðinni vegna Covid-19 væri það versta sem hann gæti mögulega gert. „Af því ég var með krónískan hósta, þá var ég síhóstandi í ferðalaginu og fólk var að gefa mér augnaráð, en af því að ég vissi af æxlinu þá angraði það mig ekki.“ Meðferðin fram úr öllum væntingum Pétur segir aðstöðuna vestanhafs hafa verið framúrskarandi. Allir verkferlar vegna kórónuveirunnar á spítalanum hafi verið til fyrirmyndar og mun strangari en það sem hann hafi séð hér á landi. Þá tók læknir á móti honum við komuna og Pétur segir sér hafa liðið eins og „blómi í eggi“. „Mér leið mjög mikið eins og ég væri nýfætt barn sem væri verið að hugsa um.“ Hjúkrunarfræðingur Péturs hringdi í hann daglega á meðan hann dvaldi á spítalanum en engir gestir voru leyfðir vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að eftirfylgnin haldi áfram eftir að Pétur er kominn aftur til Íslands. Hann segir upplýsingagjöfina vera til fyrirmyndar og ekkert hafi því komið honum á óvart. Eina sem hafi verið ánægjulega óvænt sé að þeim hafi tekist að fjarlægja æxlið án þess að eitthvað af krabbameininu yrði eftir. „Þetta hefur verið ótrúlegt. Allt fór nákvæmlega eins og það átti að fara.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Heilbrigðismál Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Lífið Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Lífið Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Sjá meira