Landspítalinn „ekki eins tilbúinn“ nú og í vor Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. október 2020 10:07 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Lögreglan Landspítalinn er ekki með sama hætti tilbúinn að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor. Verkefnum á Landspítalanum fjölgar hratt, bæði á covid-göngudeild, legudeildum og á gjörgæsludeildum. Þetta kemur fram í pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, á heimasíðu spítalans. Spítalinn starfar samkvæmt hættustigi vegna COVID-19 í þessari nýjustu bylgju faraldursins en staðan hefur kallað á lokun deilda. „Það mátti margt læra af fyrstu bylgju COVID-19 faraldursins hér á landi og við á Landspítala létum það lærdómstækifæri ekki fram hjá okkur fara. Við erum því vel í stakk búin hvað varðar faglega þætti í baráttunni við veiruna, hvort heldur varðar þekkingu og búnað eða afburða hæft starfsfólk,“ skrifar Páll. Afköst covid-göngudeildar hafi verið margfölduð og ýmsar breytingar verið gerðar á öðrum deildum til að bregðast við stöðunni en samtals hafi 9 af 19 skurðstofum verið lokað. Páll ítrekar að áfram verði lífsbjargandi- og öðrum mjög brýnum aðgerðum þó að sjálfsögðu sinnt. „Þótt við kunnum betur til verka nú þá er sérstök áskorun í þessum faraldri sú staðreynd að spítalinn er ekki með sama hætti tilbúinn til að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor,“ segir Páll. Þetta ráðist einkum af tvennu. Annars vegar hafi spítalinn glímt við verulegan útskriftarvanda við upphaf faraldursins en hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg hafi verið opnað í lok febrúar þegar um 40 einstaklingar sem dvöldu á Landspítala fengu viðeigandi hjúkrunarrými. Hins vegar hafi starfsemi utan spítalans verið afar takmörkuð og þjóðfélagið hafi verið í hægagangi. Það hafi fækkað hefðbundnum verkefnum á spítalanum. Nú sé staðan aftur á móti önnur. „Fjöldi einstaklinga bíður þess aftur að komast af spítalanum en ekki verið að opna neitt hjúkrunarheimili. Samfélagið keyrir síðan á því sem næst hefðbundum krafti með auknu álagi á heilbrigðiskerfið,“ skrifar Páll. Náið samstarf sé í gangi milli spítalans, heilbrigðisráðuneytisins og annarra samstarfsstofnanna sem Páll bindur vonir við að skili árangri fljótlega. „Auðvitað vildum við helst vera að vinna upp hluti sem þurftu að bíða meðan á fyrstu bylgju faraldursins stóð, ekki vera enn að glíma við COVID-19. Landspítali er samt bráðaspítali, við erum vön að takast á við óvæntar áskoranir og saga spítalans er saga þrautseigju, fagmennsku og sveigjanleika starfsfólks hans,“ segir Páll sem þakkar starfsfólki samvinnuna og sjúklingum og aðstandendum þeirra sem hafi mátt þola ýmsar hömlur og tilflutning. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira
Landspítalinn er ekki með sama hætti tilbúinn að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor. Verkefnum á Landspítalanum fjölgar hratt, bæði á covid-göngudeild, legudeildum og á gjörgæsludeildum. Þetta kemur fram í pistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans, á heimasíðu spítalans. Spítalinn starfar samkvæmt hættustigi vegna COVID-19 í þessari nýjustu bylgju faraldursins en staðan hefur kallað á lokun deilda. „Það mátti margt læra af fyrstu bylgju COVID-19 faraldursins hér á landi og við á Landspítala létum það lærdómstækifæri ekki fram hjá okkur fara. Við erum því vel í stakk búin hvað varðar faglega þætti í baráttunni við veiruna, hvort heldur varðar þekkingu og búnað eða afburða hæft starfsfólk,“ skrifar Páll. Afköst covid-göngudeildar hafi verið margfölduð og ýmsar breytingar verið gerðar á öðrum deildum til að bregðast við stöðunni en samtals hafi 9 af 19 skurðstofum verið lokað. Páll ítrekar að áfram verði lífsbjargandi- og öðrum mjög brýnum aðgerðum þó að sjálfsögðu sinnt. „Þótt við kunnum betur til verka nú þá er sérstök áskorun í þessum faraldri sú staðreynd að spítalinn er ekki með sama hætti tilbúinn til að mæta mikilli holskeflu verkefna og hann var í vor,“ segir Páll. Þetta ráðist einkum af tvennu. Annars vegar hafi spítalinn glímt við verulegan útskriftarvanda við upphaf faraldursins en hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg hafi verið opnað í lok febrúar þegar um 40 einstaklingar sem dvöldu á Landspítala fengu viðeigandi hjúkrunarrými. Hins vegar hafi starfsemi utan spítalans verið afar takmörkuð og þjóðfélagið hafi verið í hægagangi. Það hafi fækkað hefðbundnum verkefnum á spítalanum. Nú sé staðan aftur á móti önnur. „Fjöldi einstaklinga bíður þess aftur að komast af spítalanum en ekki verið að opna neitt hjúkrunarheimili. Samfélagið keyrir síðan á því sem næst hefðbundum krafti með auknu álagi á heilbrigðiskerfið,“ skrifar Páll. Náið samstarf sé í gangi milli spítalans, heilbrigðisráðuneytisins og annarra samstarfsstofnanna sem Páll bindur vonir við að skili árangri fljótlega. „Auðvitað vildum við helst vera að vinna upp hluti sem þurftu að bíða meðan á fyrstu bylgju faraldursins stóð, ekki vera enn að glíma við COVID-19. Landspítali er samt bráðaspítali, við erum vön að takast á við óvæntar áskoranir og saga spítalans er saga þrautseigju, fagmennsku og sveigjanleika starfsfólks hans,“ segir Páll sem þakkar starfsfólki samvinnuna og sjúklingum og aðstandendum þeirra sem hafi mátt þola ýmsar hömlur og tilflutning.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Sjá meira