Kósí og sæt heimavist til að byrja með Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. október 2020 12:15 Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem brosir breitt þessa dagana enda búið að landa samningi um nýja heimavist við skólann. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Mikil ánægja er á meðal starfsmanna og nemenda Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi því ákveðið hefur verið að opna heimavist við skólann á ný en engin heimavist hefur verið þar síðustu ár. Um 820 nemendur eru í skólanum sem koma alls staðar af á Suðurlandi.. „Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra brunaði austur fyrir fjall í vikunni þar sem hún skrifaði undir samning um nýju heimavistina með forsvarsmönnum starfshóps Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um heimavistina og skólameistara skólans. Heimavist var alltaf rekin á vegum skólans en síðustu árin hefur skólinn verið án heimavistar, sem hefur valdið miklum óþægindum hjá þeim nemendum, sem koma lengst að í skólann og hafa ekki getað nýtt sér almenningssamgöngur til að komast í skólann. Kósí og sætt til að byrja með „Þetta er heimavist, sem er í gamla sjúkrahúsinu við Austurveg á Selfossi, sem var svo dubbað upp í farfuglaheimili fyrir tíu árum síðan eða gistiheimili. Þetta verður bara rosalega kósí, sæt lítil heimavist til að byrja með. Við verðum bara með 10 herbergi fram að áramótum en svo bætum við 5 herbergjum við. Það er eigandi þessa húsnæði, sem mun sjá um gæslu og annast daglegan rekstur, þrif og annað,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Olga Lísa segir mikinn létti að heimavist, sé að koma í gagnið á ný við skólann. „Já, við erum búin að vera að reyna að redda nemendum með öðrum hætti undanfarin ár en nú er þetta komið í höfn og við væntum þess að getað stækkað og fengið fleiri herbergi þegar fram líða stundir þegar þörfin verður betur komin í ljós, sem við erum að tala um.“ Frá undirritun samningsins, frá vinstri: Einar Freyr Elínarson, formaður starfshóps SASS (Samtök sunnlenskra sveitarfélaga), Valdimar Árnasonar, framkvæmdastjóri Selfoss Hostel, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu.Aðsent Olga Lísa er ánægð með að menntamálaráðherra hafi gefið sér tíma til að koma á Selfoss. „Já, loksins, við erum búin að reyna töluvert en hún kom og var með okkur í undirrituninni. Svo fór hún með mér niður í skóla og við sýndum henni nýja verknámshúsið og sögðum henni frá starfsemi skólans, það var virkilega gaman að fá hana í heimsókn,“ segir Olga Lísa. Árborg Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira
Mikil ánægja er á meðal starfsmanna og nemenda Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi því ákveðið hefur verið að opna heimavist við skólann á ný en engin heimavist hefur verið þar síðustu ár. Um 820 nemendur eru í skólanum sem koma alls staðar af á Suðurlandi.. „Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra brunaði austur fyrir fjall í vikunni þar sem hún skrifaði undir samning um nýju heimavistina með forsvarsmönnum starfshóps Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga um heimavistina og skólameistara skólans. Heimavist var alltaf rekin á vegum skólans en síðustu árin hefur skólinn verið án heimavistar, sem hefur valdið miklum óþægindum hjá þeim nemendum, sem koma lengst að í skólann og hafa ekki getað nýtt sér almenningssamgöngur til að komast í skólann. Kósí og sætt til að byrja með „Þetta er heimavist, sem er í gamla sjúkrahúsinu við Austurveg á Selfossi, sem var svo dubbað upp í farfuglaheimili fyrir tíu árum síðan eða gistiheimili. Þetta verður bara rosalega kósí, sæt lítil heimavist til að byrja með. Við verðum bara með 10 herbergi fram að áramótum en svo bætum við 5 herbergjum við. Það er eigandi þessa húsnæði, sem mun sjá um gæslu og annast daglegan rekstur, þrif og annað,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands. Olga Lísa segir mikinn létti að heimavist, sé að koma í gagnið á ný við skólann. „Já, við erum búin að vera að reyna að redda nemendum með öðrum hætti undanfarin ár en nú er þetta komið í höfn og við væntum þess að getað stækkað og fengið fleiri herbergi þegar fram líða stundir þegar þörfin verður betur komin í ljós, sem við erum að tala um.“ Frá undirritun samningsins, frá vinstri: Einar Freyr Elínarson, formaður starfshóps SASS (Samtök sunnlenskra sveitarfélaga), Valdimar Árnasonar, framkvæmdastjóri Selfoss Hostel, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu.Aðsent Olga Lísa er ánægð með að menntamálaráðherra hafi gefið sér tíma til að koma á Selfoss. „Já, loksins, við erum búin að reyna töluvert en hún kom og var með okkur í undirrituninni. Svo fór hún með mér niður í skóla og við sýndum henni nýja verknámshúsið og sögðum henni frá starfsemi skólans, það var virkilega gaman að fá hana í heimsókn,“ segir Olga Lísa.
Árborg Sveitarstjórnarmál Skóla - og menntamál Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira