Stefna ótrauðir að tilnefningu Barrett þrátt fyrir smit á þingi Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2020 07:59 Amy Coney Barrett og Mitch McConnell í síðustu viku. AP/Erin Schaff Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. Þingmenn munu koma saman þann 19. október í stað þess að koma saman á morgun eins og til stóð. Markmið þeirra er að staðfesta tilnefningu Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Dómsmálanefnd þingsins mun byrja fundi sína vegna tilnefningarinnar þann 12. október. Í yfirlýsingu sem McConnell sendi frá sér í gær segir að dagskrárbreytingin muni ekki hafa áhrif á tilnefningarferlið, sem hann lýsti meðal annars sem „sanngjörnu“. Demókratar í öldungadeildinni, sem eru andvígir tilnefningu Barrett, segja McConnell ógna heilsu og öryggi bæði þingmanna og starfsmanna þingsins með ætlunum sínum. Of hættulegt sé að kalla þingið saman að svo stöddu, samkvæmt frétt Politico. Senate floor proceedings will be postponed until October 19th. The @SenJudiciary confirmation hearings for Judge Barrett s nomination to the Supreme Court will convene on October 12th as scheduled by Chairman Graham. My full statement: pic.twitter.com/7ThKZPJBZG— Leader McConnell (@senatemajldr) October 3, 2020 Demókratar hafa kvartað hástöfum yfir meintri hræsni Repúblikana varðandi tilnefningu Barrett og kapphlaup þeirra við að koma henni í Hæstarétt fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Eftir að hæstaréttardómarinn Antonin Scalia dó í febrúar 2016, neitaði McConnell, sem var þá einnig forseti öldungadeildarinnar, að láta greiða atkvæði um tilnefningu Marrick B. Garland til Hæstaréttar. McConnell sagði það ekki rétt þegar svo lítið væri eftir að forsetatíð Barack Obama. Forsetakosningar fóru einnig fram í nóvember 2016. Sjá einnig: Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Tveir þeirra þingmanna sem hafa smitast af Covid-19, þeir Mike Lee og Thom Tillis, eru báðir meðlimir í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar. Þeir hafa sagt að þeir muni einangra sig í tíu daga og myndi það gefa þeim tíma til að sækja fundi um Barrett, þegar þeir hefjast. McConnell sagði í gær að til greina kæmi að einhverjir þingmenn myndu sækja fundinn í gegnum netið. Því hafa Demókratar hins vegar mótmælt og segja óásættanlegt að halda fjarfund um svo mikilvægt mál. Tveir þingmenn Repúblikanaflokksins, þær Lisa Murkowski og Susan Collins hafa sagt að þær muni ekki staðfesta Hæstaréttardómara þegar svo stutt er í kosningar. Repúblikanar eru með 53-47 meirihluta í öldungadeildinni svo þeir mega ekki missa marga þingmenn til viðbótar. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09 Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. 22. september 2020 14:40 Bandaríkin: Hvers vegna skiptir Hæstiréttur svona miklu máli? Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt. 24. september 2020 08:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Þrír af öldungadeildarþingmönnum Bandaríkjanna hafa smitast af Covid-19 og þrír til viðbótar eru í sóttkví. Allir eru þeir Repúblikanar og þess vegna hefur Mitch McConnell, forseti þingsins, frestað þingi um tvær vikur. Þingmenn munu koma saman þann 19. október í stað þess að koma saman á morgun eins og til stóð. Markmið þeirra er að staðfesta tilnefningu Amy Coney Barrett til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Dómsmálanefnd þingsins mun byrja fundi sína vegna tilnefningarinnar þann 12. október. Í yfirlýsingu sem McConnell sendi frá sér í gær segir að dagskrárbreytingin muni ekki hafa áhrif á tilnefningarferlið, sem hann lýsti meðal annars sem „sanngjörnu“. Demókratar í öldungadeildinni, sem eru andvígir tilnefningu Barrett, segja McConnell ógna heilsu og öryggi bæði þingmanna og starfsmanna þingsins með ætlunum sínum. Of hættulegt sé að kalla þingið saman að svo stöddu, samkvæmt frétt Politico. Senate floor proceedings will be postponed until October 19th. The @SenJudiciary confirmation hearings for Judge Barrett s nomination to the Supreme Court will convene on October 12th as scheduled by Chairman Graham. My full statement: pic.twitter.com/7ThKZPJBZG— Leader McConnell (@senatemajldr) October 3, 2020 Demókratar hafa kvartað hástöfum yfir meintri hræsni Repúblikana varðandi tilnefningu Barrett og kapphlaup þeirra við að koma henni í Hæstarétt fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Eftir að hæstaréttardómarinn Antonin Scalia dó í febrúar 2016, neitaði McConnell, sem var þá einnig forseti öldungadeildarinnar, að láta greiða atkvæði um tilnefningu Marrick B. Garland til Hæstaréttar. McConnell sagði það ekki rétt þegar svo lítið væri eftir að forsetatíð Barack Obama. Forsetakosningar fóru einnig fram í nóvember 2016. Sjá einnig: Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Tveir þeirra þingmanna sem hafa smitast af Covid-19, þeir Mike Lee og Thom Tillis, eru báðir meðlimir í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar. Þeir hafa sagt að þeir muni einangra sig í tíu daga og myndi það gefa þeim tíma til að sækja fundi um Barrett, þegar þeir hefjast. McConnell sagði í gær að til greina kæmi að einhverjir þingmenn myndu sækja fundinn í gegnum netið. Því hafa Demókratar hins vegar mótmælt og segja óásættanlegt að halda fjarfund um svo mikilvægt mál. Tveir þingmenn Repúblikanaflokksins, þær Lisa Murkowski og Susan Collins hafa sagt að þær muni ekki staðfesta Hæstaréttardómara þegar svo stutt er í kosningar. Repúblikanar eru með 53-47 meirihluta í öldungadeildinni svo þeir mega ekki missa marga þingmenn til viðbótar.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38 Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42 Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06 Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09 Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. 22. september 2020 14:40 Bandaríkin: Hvers vegna skiptir Hæstiréttur svona miklu máli? Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt. 24. september 2020 08:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Dómaraefni Trump tilheyrir trúarhópi sem er sagður kúga konur Amy Coney Barrett, áfrýjunardómari sem Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi til hæstaréttar um helgina, er sögð tilheyra kristnum trúarhópi sem fyrrverandi félagar fullyrða að kenni að konur verði að vera undirgefnar eiginmönnum sínum. 29. september 2020 11:38
Hugsanlegt að Roe gegn Wade verði tekið fyrir af Hæstarétti að nýju Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sagt að það sé hugsanlegt að dómurinn Roe gegn Wade frá árinu 1973 verði tekinn upp að nýju hjá Hæstarétti verði Amy Coney Barrett, tilnefning hans til Hæstaréttar, kosin til dómsins af öldungadeild Bandaríkjanna. 27. september 2020 21:42
Mesta íhaldssveifla í hæstaréttinum í áratugi Hugmyndafræði Hæstaréttar Bandaríkjanna er líklegt til að taka skarpa hægribeygju til næstu áratuganna eftir að Donald Trump forseti tilnefndi Amy Coney Barrett, íhaldssaman áfrýjunardómara, til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í gær. 27. september 2020 10:06
Barrett tilnefnd til Hæstaréttar Bandaríkjanna Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti rétt í þessu tilnefningu sína til Hæstaréttar Bandaríkjanna. 26. september 2020 21:09
Romney tryggir meirihluta repúblikana fyrir dómaraefni Trump Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings virðast nú hafa tryggt sér atkvæði nógu margra þingmanna sinna til þess að geta staðfest dómaraefni Donalds Trump forseta til Hæstaréttar eftir að Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah, sagði ætla að greiða atkvæði með því. 22. september 2020 14:40
Bandaríkin: Hvers vegna skiptir Hæstiréttur svona miklu máli? Í nýjum þætti Bandaríkjanna, hlaðvarps fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, ræðum við af hverju bandarískir íhaldsmenn leggja svo mikla áherslu á Hæstarétt. 24. september 2020 08:30