Líkamsræktarhluta Mjölnis lokað en öðru íþróttastarfi haldið áfram Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. október 2020 19:45 „Við erum náttúrlega ekki beint líkamsræktarstöð,“ segir framkvæmdastjóri Mjölnis. Mjölnir Íþróttafélagið Mjölnir mun áfram halda úti æfingum, með takmörkunum þó, eftir að hertar takmarkanir taka gildi á miðnætti. Líkamsræktarstöð Mjölnis verður þó lokað frá og með morgundeginum en fjöldatakmarkanir í öllu öðru íþróttastarfi fullorðinna munu frá og með morgundeginum miðast við nítján iðkendur auk þjálfara. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Mjölnis en meðal þess sem ekki fellur undir líkamsræktarhluta starfseminnar, miðað við skilgreiningu Mjölnis, er hið vinsæla víkingaþrek og æfingar bardagaíþrótta. Nauðsynlegt verður þó að skrá sig í tíma. „Við erum náttúrlega ekki beint líkamsræktarstöð. Við erum með líkamsræktarsal en hann verður lokaður en við verðum áfram með Júdó og annað slíkt, með þær æfingar allar,“ segir Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, í samtali við Vísi. Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis séu íþróttaæfingar leyfðar með takmörkunum. Mjölnir hafi sent fyrirspurn til yfirvalda til að fá nánari upplýsingar um hvernig fyrirhugaðar aðgerðir hafi áhrif á starfsemina. Enn sé beðið eftir svörum við því sem og endanlegri reglugerð um útfærslu þeirra takmarkana sem taka gildi á morgun. „Fyrir okkur gilda sömu reglur, þær reglur sem að við höfum fengið samþykktar af landlækni, sem við unnum í samstarfi við júdósambandið, eins og í glímunni hjá okkur og slíku og svo eru eins og hnefaleikar sem eru undir í því, slíkar greinar verða áfram,“ segir Haraldur. Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana þegar en auk þess að loka líkamsræktarsalnum verður búningsklefum lokað, sem og pottum og gufu. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, sem þær aðgerðir sem taka gildi á morgun byggja á, er gert ráð fyrir að líkamsræktarstöðvum verði lokað. Sundstöðum verði leyft að hafa opið með takmörkunum og keppnisíþróttir með snertingu verði leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum fimm skilyrðum. Skilyrðin kveða til að mynda á um að sérsambönd, hvort sem þau starfa innan eða utan ÍSÍ, geri reglur um framkvæmd æfinga og keppni, reglurnar verði unnar í samráði við sóttvarnalækni, eins metra nándarmörk verði virt í búningsklefum, áhorfendur ekki leyfði og keppnisáhöld sótthreinsuð milli notenda eins og kostur er. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Íþróttafélagið Mjölnir mun áfram halda úti æfingum, með takmörkunum þó, eftir að hertar takmarkanir taka gildi á miðnætti. Líkamsræktarstöð Mjölnis verður þó lokað frá og með morgundeginum en fjöldatakmarkanir í öllu öðru íþróttastarfi fullorðinna munu frá og með morgundeginum miðast við nítján iðkendur auk þjálfara. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Mjölnis en meðal þess sem ekki fellur undir líkamsræktarhluta starfseminnar, miðað við skilgreiningu Mjölnis, er hið vinsæla víkingaþrek og æfingar bardagaíþrótta. Nauðsynlegt verður þó að skrá sig í tíma. „Við erum náttúrlega ekki beint líkamsræktarstöð. Við erum með líkamsræktarsal en hann verður lokaður en við verðum áfram með Júdó og annað slíkt, með þær æfingar allar,“ segir Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, í samtali við Vísi. Samkvæmt minnisblaði sóttvarnarlæknis séu íþróttaæfingar leyfðar með takmörkunum. Mjölnir hafi sent fyrirspurn til yfirvalda til að fá nánari upplýsingar um hvernig fyrirhugaðar aðgerðir hafi áhrif á starfsemina. Enn sé beðið eftir svörum við því sem og endanlegri reglugerð um útfærslu þeirra takmarkana sem taka gildi á morgun. „Fyrir okkur gilda sömu reglur, þær reglur sem að við höfum fengið samþykktar af landlækni, sem við unnum í samstarfi við júdósambandið, eins og í glímunni hjá okkur og slíku og svo eru eins og hnefaleikar sem eru undir í því, slíkar greinar verða áfram,“ segir Haraldur. Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana þegar en auk þess að loka líkamsræktarsalnum verður búningsklefum lokað, sem og pottum og gufu. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra, sem þær aðgerðir sem taka gildi á morgun byggja á, er gert ráð fyrir að líkamsræktarstöðvum verði lokað. Sundstöðum verði leyft að hafa opið með takmörkunum og keppnisíþróttir með snertingu verði leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum fimm skilyrðum. Skilyrðin kveða til að mynda á um að sérsambönd, hvort sem þau starfa innan eða utan ÍSÍ, geri reglur um framkvæmd æfinga og keppni, reglurnar verði unnar í samráði við sóttvarnalækni, eins metra nándarmörk verði virt í búningsklefum, áhorfendur ekki leyfði og keppnisáhöld sótthreinsuð milli notenda eins og kostur er.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Reykjavík Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira