Kynlífsfíkn: Hvenær er mikið kynlíf vandamál? Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 4. október 2020 21:58 Samkvæmt könnun Makamála segist helmingur lesenda Vísis hafa persónulega reynslu af kynlífsfíkn. Getty Makamál gerðu á dögunum könnun og spurðu lesendur Vísis um persónulega reynslu þeirra af kynlífsfíkn. Alls tóku rúmlega þúsund manns þátt í könnuninni. Samkvæmt niðurstöðunum sögðu helmingur lesenda hafa reynslu af kynlífsfíkn eða alls 51%. Nákvæmari niðurstöður* er hægt að sjá hér fyrir neðan: Já, ég sjálf/sjálfur – 41% Já, maki minn – 10% Nei – 49% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Makamál höfðu samband við Áslaugu Kristjánsdóttur kynlífsráðgjafa hjá Domus Mentis geðheilsustöð og fengu að spyrja hana meira út í þetta vandamál sem svo oft er kallað kynlífsfíkn. Við byrjum á því að tala um skilgreininguna á því hvað er fíkn og hvað ekki og segir Áslaug sérfræðinga hingað til ekki hafa getað komið sér saman um það hvort flokka eigi þennan vanda sem fíkn, en það sé þó mjög umdeilt. Við munum notast við orðið kynlífsfíkn yfir þennan vanda í greininni. „Það eru deildar meiningar um það milli sérfræðinga en þetta er ekki enn komið inn. Í dag væri kynlífsfíkn, eins og hún er almennt þekkt sem, færð undir greininguna óhófleg kynhvöt í sjúkdómsflokkunarkerfinu sem við notum hérna á Íslandi. Í faginu er þetta oft rætt sem kynlífshegðun sem þú hefur illa stjórn á (e. out of control sexual behavior). Þá hefur líka verið unnið með þetta líkt og áráttukennda hegðun. Ef fólk leitar sér aðstoðar vegna þess að það upplifir kynlíf eða ást vera vandamál í sínu lífi, fer það oftast til kynlífsráðgjafa eða sálfræðings. Einnig leita einhverjir í samtökin SLAA en það er mjög ólíkt hvað hentar hverjum.“ Hversu algengt er að fólk leiti sér hjálpar við kynlífsfíkn? „Ég hef hitt þónokkra í gegnum árin en þetta er ekki algeng ástæða fyrir því að fólk kemur til mín. Meirihluti þeirra sem ég hitti hafa farið á fund hjá SLAA og jafnvel reynt aðrar meðferðir líka.“ Áslaug segir að almennt fylgi þessu vandamáli mikil skömm og því getur verið erfitt fyrir fólk að stíga skrefið og leita sér hjálpar. Fólk er yfirleitt búið að fara yfir sín mörk og annarra og það er erfitt. Það eru erfiðar tilfinningar sem fylgja því að upplifa sig að hafa ekki stjórn og að særa aðra. Hver eru helstu einkenni hjá fólki sem haldið er kynlífsfíkn? Það fylgir þessu yfirleitt mikill kvíði, fyrir því að geta ekki stjórnað hegðun sinni nægilega að eigin mati. Svo fylgir depurð og vonleysi einnig. Fólk upplifir sig oft ráðþrota og ófært um að breyta sér og sinni hegðun. En þar sem skilgreiningar eru ekki til eða eru óljósar, er erfitt að segja hvað er óhóflegt og hvað ekki. Fyrir einum er hegðun óhófleg en fyrir öðrum ekki. Þetta er huglægt mat hvers og eins. En til þess að þetta sé flokkað sem vandi eða röskun þá þarf þetta að valda viðkomandi vanlíðan. Sumir eru að halda framhjá, aðrir að sofa hjá eða stunda sjálfsfróun meira en þeim finnst æskilegt. Áslaug segir að áður en fólk leitar sér hjálpar er það mjög misjafnt hversu mikið innsæi fólk hafi inn í vandann en oftast er það búið að skilgreina sinn eiginn vanda og ákveður því að leita sér hjálpar. „Í sumum tilvikum hafa þó aðrir bent þeim á að ekki sé allt eins og það eigi að vera og fólk leitar sér þá hjálpar til að fá það staðfest eða til að sannreyna annað.“ Getur þú nefnt dæmi um hvaða vandamál langtleiddur kynlífsfíkill þarf að takast á við? Einhver sem væri búinn að vera að stunda óhóflega kynlífshegðun gæti sem dæmi verið búinn að koma sér í skuldir eða fjárhagsvanda, verið búinn að eyðileggja samband við maka, glímt við heilsufarslegar afleiðingar, s.s. kynsjúkdóma og svo andlegar afleiðingar. Þegar fólk upplifir sig hafa gengið langt yfir sín mörk þá er þetta oft margþættur vandi, félagslegur, líffræðilegur og andlegur. Áslaug Kristjánsdóttir er kynfræðingur og hjúkrunarfræðingur og starfar sem kynlífsráðgjafi hjá Domus Mentis geðheilsustöð. Geta kynlífsfíklar verið í langtímasamböndum? Já, það held ég alveg. Auðvitað gengur það upp og niður eins og hjá öðrum. En fólk er í alls konar samböndum. En auðvitað sé ég það oft að þetta reynir á sambönd eða að þetta valdi sambandsslitum. Áslaug segir einnig mikilvægt að makar kynlífsfíkla leiti sér hjálpar og þeir þurfi oft mikinn stuðning og fræðslu til að takast á við erfiðar aðstæður. Manneskja sem er haldin þessari fíkn upplifir að hún stjórni hegðun sinni, svo þetta getur oft kostað sambandsslit og fjárhagsvanda. Spurning vikunnar Rúmfræði Kynlíf Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Hefur þú persónulega reynslu af kynlífsfíkn? Samkvæmt grófri skilgreiningu á kynlífsfíkn, á það við þegar hegðun einstaklinga sem snýr að kynlífi, fer að verða áráttukennd og bitnar þar af leiðandi á öðrum þáttum í lífinu. 25. september 2020 07:57 Tvö þúsund vildu verða kynlífstækjaprófarar „Við birtum auglýsingu inná Alfreð þar sem við óskuðum eftir fólki til að prófa fyrir okkur kynlífstæki og á innan við sólarhring frá því hún var birt voru komnar ríflega 500 umsóknir,“ segir Saga Lluviu Sigurðardóttir, annar eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Losta.is 8. september 2020 20:39 „Hvaða kynlíf ertu að stunda og hvaða kynlíf viltu stunda?“ „Mér finnst mikilvægt að brjóta upp viðhorf og hugmyndir um að kynlíf snúist um frammistöðu og að þeir sem stundi kynlíf þurfi að einbeita sér að því að standa sig. Slíkt getur ýtt undir kvíðahugsanir.“ Þetta segir Aldís Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi, í viðtali við Makamál. 4. september 2020 13:05 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Hefur þú átt eða verið viðhald? Makamál „Ég var óvart lagður inn á líknardeild og það talaði enginn ensku“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Makamál gerðu á dögunum könnun og spurðu lesendur Vísis um persónulega reynslu þeirra af kynlífsfíkn. Alls tóku rúmlega þúsund manns þátt í könnuninni. Samkvæmt niðurstöðunum sögðu helmingur lesenda hafa reynslu af kynlífsfíkn eða alls 51%. Nákvæmari niðurstöður* er hægt að sjá hér fyrir neðan: Já, ég sjálf/sjálfur – 41% Já, maki minn – 10% Nei – 49% *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Makamál höfðu samband við Áslaugu Kristjánsdóttur kynlífsráðgjafa hjá Domus Mentis geðheilsustöð og fengu að spyrja hana meira út í þetta vandamál sem svo oft er kallað kynlífsfíkn. Við byrjum á því að tala um skilgreininguna á því hvað er fíkn og hvað ekki og segir Áslaug sérfræðinga hingað til ekki hafa getað komið sér saman um það hvort flokka eigi þennan vanda sem fíkn, en það sé þó mjög umdeilt. Við munum notast við orðið kynlífsfíkn yfir þennan vanda í greininni. „Það eru deildar meiningar um það milli sérfræðinga en þetta er ekki enn komið inn. Í dag væri kynlífsfíkn, eins og hún er almennt þekkt sem, færð undir greininguna óhófleg kynhvöt í sjúkdómsflokkunarkerfinu sem við notum hérna á Íslandi. Í faginu er þetta oft rætt sem kynlífshegðun sem þú hefur illa stjórn á (e. out of control sexual behavior). Þá hefur líka verið unnið með þetta líkt og áráttukennda hegðun. Ef fólk leitar sér aðstoðar vegna þess að það upplifir kynlíf eða ást vera vandamál í sínu lífi, fer það oftast til kynlífsráðgjafa eða sálfræðings. Einnig leita einhverjir í samtökin SLAA en það er mjög ólíkt hvað hentar hverjum.“ Hversu algengt er að fólk leiti sér hjálpar við kynlífsfíkn? „Ég hef hitt þónokkra í gegnum árin en þetta er ekki algeng ástæða fyrir því að fólk kemur til mín. Meirihluti þeirra sem ég hitti hafa farið á fund hjá SLAA og jafnvel reynt aðrar meðferðir líka.“ Áslaug segir að almennt fylgi þessu vandamáli mikil skömm og því getur verið erfitt fyrir fólk að stíga skrefið og leita sér hjálpar. Fólk er yfirleitt búið að fara yfir sín mörk og annarra og það er erfitt. Það eru erfiðar tilfinningar sem fylgja því að upplifa sig að hafa ekki stjórn og að særa aðra. Hver eru helstu einkenni hjá fólki sem haldið er kynlífsfíkn? Það fylgir þessu yfirleitt mikill kvíði, fyrir því að geta ekki stjórnað hegðun sinni nægilega að eigin mati. Svo fylgir depurð og vonleysi einnig. Fólk upplifir sig oft ráðþrota og ófært um að breyta sér og sinni hegðun. En þar sem skilgreiningar eru ekki til eða eru óljósar, er erfitt að segja hvað er óhóflegt og hvað ekki. Fyrir einum er hegðun óhófleg en fyrir öðrum ekki. Þetta er huglægt mat hvers og eins. En til þess að þetta sé flokkað sem vandi eða röskun þá þarf þetta að valda viðkomandi vanlíðan. Sumir eru að halda framhjá, aðrir að sofa hjá eða stunda sjálfsfróun meira en þeim finnst æskilegt. Áslaug segir að áður en fólk leitar sér hjálpar er það mjög misjafnt hversu mikið innsæi fólk hafi inn í vandann en oftast er það búið að skilgreina sinn eiginn vanda og ákveður því að leita sér hjálpar. „Í sumum tilvikum hafa þó aðrir bent þeim á að ekki sé allt eins og það eigi að vera og fólk leitar sér þá hjálpar til að fá það staðfest eða til að sannreyna annað.“ Getur þú nefnt dæmi um hvaða vandamál langtleiddur kynlífsfíkill þarf að takast á við? Einhver sem væri búinn að vera að stunda óhóflega kynlífshegðun gæti sem dæmi verið búinn að koma sér í skuldir eða fjárhagsvanda, verið búinn að eyðileggja samband við maka, glímt við heilsufarslegar afleiðingar, s.s. kynsjúkdóma og svo andlegar afleiðingar. Þegar fólk upplifir sig hafa gengið langt yfir sín mörk þá er þetta oft margþættur vandi, félagslegur, líffræðilegur og andlegur. Áslaug Kristjánsdóttir er kynfræðingur og hjúkrunarfræðingur og starfar sem kynlífsráðgjafi hjá Domus Mentis geðheilsustöð. Geta kynlífsfíklar verið í langtímasamböndum? Já, það held ég alveg. Auðvitað gengur það upp og niður eins og hjá öðrum. En fólk er í alls konar samböndum. En auðvitað sé ég það oft að þetta reynir á sambönd eða að þetta valdi sambandsslitum. Áslaug segir einnig mikilvægt að makar kynlífsfíkla leiti sér hjálpar og þeir þurfi oft mikinn stuðning og fræðslu til að takast á við erfiðar aðstæður. Manneskja sem er haldin þessari fíkn upplifir að hún stjórni hegðun sinni, svo þetta getur oft kostað sambandsslit og fjárhagsvanda.
Spurning vikunnar Rúmfræði Kynlíf Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Hefur þú persónulega reynslu af kynlífsfíkn? Samkvæmt grófri skilgreiningu á kynlífsfíkn, á það við þegar hegðun einstaklinga sem snýr að kynlífi, fer að verða áráttukennd og bitnar þar af leiðandi á öðrum þáttum í lífinu. 25. september 2020 07:57 Tvö þúsund vildu verða kynlífstækjaprófarar „Við birtum auglýsingu inná Alfreð þar sem við óskuðum eftir fólki til að prófa fyrir okkur kynlífstæki og á innan við sólarhring frá því hún var birt voru komnar ríflega 500 umsóknir,“ segir Saga Lluviu Sigurðardóttir, annar eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Losta.is 8. september 2020 20:39 „Hvaða kynlíf ertu að stunda og hvaða kynlíf viltu stunda?“ „Mér finnst mikilvægt að brjóta upp viðhorf og hugmyndir um að kynlíf snúist um frammistöðu og að þeir sem stundi kynlíf þurfi að einbeita sér að því að standa sig. Slíkt getur ýtt undir kvíðahugsanir.“ Þetta segir Aldís Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi, í viðtali við Makamál. 4. september 2020 13:05 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Hefur þú átt eða verið viðhald? Makamál „Ég var óvart lagður inn á líknardeild og það talaði enginn ensku“ Makamál Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Makamál Ömmumaturinn, ástríðan og sushi-draumurinn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Spurning vikunnar: Hefur þú persónulega reynslu af kynlífsfíkn? Samkvæmt grófri skilgreiningu á kynlífsfíkn, á það við þegar hegðun einstaklinga sem snýr að kynlífi, fer að verða áráttukennd og bitnar þar af leiðandi á öðrum þáttum í lífinu. 25. september 2020 07:57
Tvö þúsund vildu verða kynlífstækjaprófarar „Við birtum auglýsingu inná Alfreð þar sem við óskuðum eftir fólki til að prófa fyrir okkur kynlífstæki og á innan við sólarhring frá því hún var birt voru komnar ríflega 500 umsóknir,“ segir Saga Lluviu Sigurðardóttir, annar eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Losta.is 8. september 2020 20:39
„Hvaða kynlíf ertu að stunda og hvaða kynlíf viltu stunda?“ „Mér finnst mikilvægt að brjóta upp viðhorf og hugmyndir um að kynlíf snúist um frammistöðu og að þeir sem stundi kynlíf þurfi að einbeita sér að því að standa sig. Slíkt getur ýtt undir kvíðahugsanir.“ Þetta segir Aldís Ólafsdóttir sálfræðingur og kynlífsráðgjafi, í viðtali við Makamál. 4. september 2020 13:05