Erlent

Aldrei stærra svæði orðið eldi að bráð í Kali­forníu

Atli Ísleifsson skrifar
Svæðið sem um ræðir er á stærð við Connecticut ríki í Bandaríkjunum og er þegar orðið tvöfalt stærra en fyrra met.
Svæðið sem um ræðir er á stærð við Connecticut ríki í Bandaríkjunum og er þegar orðið tvöfalt stærra en fyrra met. AP/Noah Berger

Met sem fáum hugnast var slegið í Kalifornía í gær þegar yfirvöld gáfu það út að nú hafi fjórar milljónir ekra, um 16 þúsund ferkílómetrar, brunnið í yfirstandandi skógar- og kjarreldum í ríkinu.

Stærra landsvæði hefur aldrei brunnið á einu ári í Kaliforníu og óttast menn það versta, enda er kjarreldatímabilið langt í frá búið.

Svæðið sem um ræðir er á stærð við Connecticut-ríki í Bandaríkjunum og er þegar orðið tvöfalt stærra en fyrra met.

Hingað til hafa rúmlega átta þúsund eldar blossað upp og 31 hefur látist af þeirra völdum. Tæplega 8.500 byggingar hafa orðið eldunum að bráð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×