Frjálsíþróttasamband Íslands breytir um ásýnd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 14:30 Nýtt merki og útlit Frjálsíþróttasambands Íslands. Frjálsíþróttasamband Íslands Frjálsíþróttasamband Íslands hefur skipt út merki sínu en sambandið kynnti nýtt merki og nýja ásýnd á samfélagsmiðlum sínum í dag. Markmið breytinganna hjá FRÍ er að sameina allar frjálsíþróttagreinar undir nýju merki. Köst, stökk og hlaup. Bæði á braut og utan brautar. Hönnuðir nýja merkisins eru þeir Anton Jónas Illugason og Símon Viðarsson. Frjálsíþróttasamband Íslands birti kynningarefni með nýja útlitinu í dag en hönnuðirnir nota íslensku fánalitanna og hlaupabrautina sem grunn að nýja útlitinu. „Mikilvægt að hafa þor til að láta sig dreyma,“ er haft eftir Völu Floadóttur í kynningunni en á dögunum voru liðin tuttugu ár síðan hún vann brons á Ólympíuleikunum í Sydney. Í myndbandinu má sjá mesta afreksfólk Íslands í frjálsum íþróttum í gegnum tíðina eins og Vilhjálm Einarsson, Hrein Halldórsson, Völu Flosadóttur, Jón Arnar Ingvarsson, Kára Stein Karlsson, Anítu Hinriksdóttur, Hilmar Örn Jónsson, Ásdísi Hjálmsdóttur og Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur. Svipmyndirnar af afreksfólkinu enda á Guðbjörg Jóna Bjarnadóttur að fagna frábæru afreki og í raun mynda óbeint nýja merki Frjálsíþróttasamband Íslands. Það væri auðvitað hægt að lesa það að hún sé fyrirmyndin að merkinu en merkið sýnir væntanlega afreksíþróttamann í frjálsum fagna góðu afreki. Merkið er sett saman úr þremur litum sem eru fánablár, hvítur og tartanrauður. Allt letur og efni frá sambandinu kemur nú úr þessu sama móti. Frjálsíþróttasamband Íslands var stofnað 16. ágúst 1947 og hélt því upp á 73 ára afmælið sitt í haust. Það má sjá kynningarmyndband Frjálsíþróttasamband Íslands hér fyrir neðan. watch on YouTube Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Frjálsíþróttasamband Íslands hefur skipt út merki sínu en sambandið kynnti nýtt merki og nýja ásýnd á samfélagsmiðlum sínum í dag. Markmið breytinganna hjá FRÍ er að sameina allar frjálsíþróttagreinar undir nýju merki. Köst, stökk og hlaup. Bæði á braut og utan brautar. Hönnuðir nýja merkisins eru þeir Anton Jónas Illugason og Símon Viðarsson. Frjálsíþróttasamband Íslands birti kynningarefni með nýja útlitinu í dag en hönnuðirnir nota íslensku fánalitanna og hlaupabrautina sem grunn að nýja útlitinu. „Mikilvægt að hafa þor til að láta sig dreyma,“ er haft eftir Völu Floadóttur í kynningunni en á dögunum voru liðin tuttugu ár síðan hún vann brons á Ólympíuleikunum í Sydney. Í myndbandinu má sjá mesta afreksfólk Íslands í frjálsum íþróttum í gegnum tíðina eins og Vilhjálm Einarsson, Hrein Halldórsson, Völu Flosadóttur, Jón Arnar Ingvarsson, Kára Stein Karlsson, Anítu Hinriksdóttur, Hilmar Örn Jónsson, Ásdísi Hjálmsdóttur og Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur. Svipmyndirnar af afreksfólkinu enda á Guðbjörg Jóna Bjarnadóttur að fagna frábæru afreki og í raun mynda óbeint nýja merki Frjálsíþróttasamband Íslands. Það væri auðvitað hægt að lesa það að hún sé fyrirmyndin að merkinu en merkið sýnir væntanlega afreksíþróttamann í frjálsum fagna góðu afreki. Merkið er sett saman úr þremur litum sem eru fánablár, hvítur og tartanrauður. Allt letur og efni frá sambandinu kemur nú úr þessu sama móti. Frjálsíþróttasamband Íslands var stofnað 16. ágúst 1947 og hélt því upp á 73 ára afmælið sitt í haust. Það má sjá kynningarmyndband Frjálsíþróttasamband Íslands hér fyrir neðan. watch on YouTube
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira