Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2020 13:50 Breiðablik fær Evrópusæti en KR missir af möguleikanum á að komast upp í 4. sæti í Pepsi Max-deildinni, eða vinna Mjólkurbikarinn, ef ekki verður spilað meira á leiktíðinni. VÍSIR/BÁRA Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. Íþróttafélög hafa verið hvött til að gera hlé á æfingum og keppni vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn KSÍ bíður eftir frekari tilmælum og hefur ekki frestað leikjum enn sem komið er. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna kl. 15 í dag sem sýndur verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Samkvæmt sérstökum Covid-reglum KSÍ verður ekki hægt að spila á Íslandsmótinu 2020 lengur en til 1. desember. Niðurstaðan þá mun gilda, þar sem 2/3 af leikjum hafa verið spilaðir í öllum deildum. Sá áfangi náðist fyrir tveimur vikum. Horft verður til meðalfjölda stiga í leik til að ákveða hvar hvaða lið endar, verði ekki öllum leikjum lokið. Ónákvæmt orðalag í tilviki Leiknis og Fram Lokastaðan verður því sem næst sú sama í Pepsi Max-deild karla og hún er núna, ef ekki verður spilað meira. Valur verður meistari og FH í 2. sæti, en Stjarnan færist upp fyrir Breiðablik í 3. sæti. Blikar yrðu samt sem áður fjórða liðið til að fá Evrópusæti, þar sem bikarmeistarar verða ekki krýndir nema að það takist að klára undanúrslit og úrslitaleikinn. Covid-staðan í Pepsi Max deild karla 1 Valur 2,44 2 FH 2,00 3 Stjarnan 1,82 4 Breiðablik 1,72 5 KR 1,65 6 Fylkir 1,56 7 KA 1,17 8 ÍA 1,17 9 HK 1,11 10 Víkingur R. 0,94 11 Grótta 0,44 12 Fjölnir 0,33 Ekki þarf meistaragráðu í stærðfræði til að sjá að Grótta og Fjölnir falla. Í þeirra stað kæmu Keflavík og væntanlega Leiknir R. úr Lengjudeildinni. Leiknismenn eru reyndar jafnir Fram að stigum, þegar tvær umferðir eru eftir í Lengjudeildinni, en með betri markatölu. Reglugerð KSÍ er ónákvæm hvað þetta varðar en þar er aðeins talað um að meðalfjöldi stiga ráði lokastöðu, en ekkert minnst á markatölu. Að sama skapi eru Þróttur R., Magni og Leiknir F. jöfn að stigum neðst í Lengjudeild karla, en Þróttur með bestu markatöluna og ætti því að halda sér uppi. Einu marki munar á Þrótti og Magna. FH og KR niður í Lengjudeild Breiðablik er tveimur stigum fyrir ofan Val og með leik til góða í Pepsi Max-deild kvenna, og því öruggur Íslandsmeistari ef ekki verður meira spilað. Valur er öruggur um 2. sæti en Fylkir færi upp fyrir Selfoss í bronssætið ef ekki verður meira spilað. Covid-staðan í Pepsi Max-deild kvenna 1 Breiðablik 2,80 2 Valur 2,50 3 Fylkir 1,40 4 Selfoss 1,38 5 Þróttur R. 1,13 6 Stjarnan 1,13 7 Þór/KA 1,13 8 ÍBV 1,06 9 FH 1,00 10 KR 0,71 FH og KR falla, ef ekki verður meira spilað í Pepsi Max-deildinni, en liðin eru neðst þegar tvær umferðir eru eftir. KR á reyndar tvo leiki til góða, eftir að hafa þrisvar farið í sóttkví í sumar, en er aðeins með 10 stig, sjö stigum frá næsta örugga sæti. Tindastóll og Keflavík hafa tryggt sér efstu tvö sætin í Lengjudeildinni og þar með sæti í Pepsi Max-deildinni. Fjölnir og Völsungur eru fallin úr Lengjudeild kvenna. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Valur Breiðablik Tengdar fréttir Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57 Íslandsmeistarar verða krýndir Nú er búið að spila nógu marga leiki í Pepsi Max-deildum karla og kvenna til þess að Íslandsmeistarar í fótbolta verði krýndir í ár. 25. september 2020 13:30 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. Íþróttafélög hafa verið hvött til að gera hlé á æfingum og keppni vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn KSÍ bíður eftir frekari tilmælum og hefur ekki frestað leikjum enn sem komið er. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna kl. 15 í dag sem sýndur verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Samkvæmt sérstökum Covid-reglum KSÍ verður ekki hægt að spila á Íslandsmótinu 2020 lengur en til 1. desember. Niðurstaðan þá mun gilda, þar sem 2/3 af leikjum hafa verið spilaðir í öllum deildum. Sá áfangi náðist fyrir tveimur vikum. Horft verður til meðalfjölda stiga í leik til að ákveða hvar hvaða lið endar, verði ekki öllum leikjum lokið. Ónákvæmt orðalag í tilviki Leiknis og Fram Lokastaðan verður því sem næst sú sama í Pepsi Max-deild karla og hún er núna, ef ekki verður spilað meira. Valur verður meistari og FH í 2. sæti, en Stjarnan færist upp fyrir Breiðablik í 3. sæti. Blikar yrðu samt sem áður fjórða liðið til að fá Evrópusæti, þar sem bikarmeistarar verða ekki krýndir nema að það takist að klára undanúrslit og úrslitaleikinn. Covid-staðan í Pepsi Max deild karla 1 Valur 2,44 2 FH 2,00 3 Stjarnan 1,82 4 Breiðablik 1,72 5 KR 1,65 6 Fylkir 1,56 7 KA 1,17 8 ÍA 1,17 9 HK 1,11 10 Víkingur R. 0,94 11 Grótta 0,44 12 Fjölnir 0,33 Ekki þarf meistaragráðu í stærðfræði til að sjá að Grótta og Fjölnir falla. Í þeirra stað kæmu Keflavík og væntanlega Leiknir R. úr Lengjudeildinni. Leiknismenn eru reyndar jafnir Fram að stigum, þegar tvær umferðir eru eftir í Lengjudeildinni, en með betri markatölu. Reglugerð KSÍ er ónákvæm hvað þetta varðar en þar er aðeins talað um að meðalfjöldi stiga ráði lokastöðu, en ekkert minnst á markatölu. Að sama skapi eru Þróttur R., Magni og Leiknir F. jöfn að stigum neðst í Lengjudeild karla, en Þróttur með bestu markatöluna og ætti því að halda sér uppi. Einu marki munar á Þrótti og Magna. FH og KR niður í Lengjudeild Breiðablik er tveimur stigum fyrir ofan Val og með leik til góða í Pepsi Max-deild kvenna, og því öruggur Íslandsmeistari ef ekki verður meira spilað. Valur er öruggur um 2. sæti en Fylkir færi upp fyrir Selfoss í bronssætið ef ekki verður meira spilað. Covid-staðan í Pepsi Max-deild kvenna 1 Breiðablik 2,80 2 Valur 2,50 3 Fylkir 1,40 4 Selfoss 1,38 5 Þróttur R. 1,13 6 Stjarnan 1,13 7 Þór/KA 1,13 8 ÍBV 1,06 9 FH 1,00 10 KR 0,71 FH og KR falla, ef ekki verður meira spilað í Pepsi Max-deildinni, en liðin eru neðst þegar tvær umferðir eru eftir. KR á reyndar tvo leiki til góða, eftir að hafa þrisvar farið í sóttkví í sumar, en er aðeins með 10 stig, sjö stigum frá næsta örugga sæti. Tindastóll og Keflavík hafa tryggt sér efstu tvö sætin í Lengjudeildinni og þar með sæti í Pepsi Max-deildinni. Fjölnir og Völsungur eru fallin úr Lengjudeild kvenna.
Covid-staðan í Pepsi Max deild karla 1 Valur 2,44 2 FH 2,00 3 Stjarnan 1,82 4 Breiðablik 1,72 5 KR 1,65 6 Fylkir 1,56 7 KA 1,17 8 ÍA 1,17 9 HK 1,11 10 Víkingur R. 0,94 11 Grótta 0,44 12 Fjölnir 0,33
Covid-staðan í Pepsi Max-deild kvenna 1 Breiðablik 2,80 2 Valur 2,50 3 Fylkir 1,40 4 Selfoss 1,38 5 Þróttur R. 1,13 6 Stjarnan 1,13 7 Þór/KA 1,13 8 ÍBV 1,06 9 FH 1,00 10 KR 0,71
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Valur Breiðablik Tengdar fréttir Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57 Íslandsmeistarar verða krýndir Nú er búið að spila nógu marga leiki í Pepsi Max-deildum karla og kvenna til þess að Íslandsmeistarar í fótbolta verði krýndir í ár. 25. september 2020 13:30 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni næstu tvær vikurnar Í hertum aðgerðum sóttvarnayfirvalda eru íþróttafélög hvött til að gera hlé á æfingum og keppni fyrir börn og fullorðna næstu tvær vikurnar. 6. október 2020 12:57
Íslandsmeistarar verða krýndir Nú er búið að spila nógu marga leiki í Pepsi Max-deildum karla og kvenna til þess að Íslandsmeistarar í fótbolta verði krýndir í ár. 25. september 2020 13:30