„Við eigum að hlúa vel að píkunni okkar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. október 2020 08:02 Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar og Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur, betur þekkt sem Sigga Dögg. Vísir/Vilhelm „Við eigum að hlúa vel að píkunni okkar, þetta er mjög mikilvægt líffæri. Bæði kynferðislega og allt í kringum barneignir“ segir Andrea Eyland í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar. Sigga Dögg kynfræðingur var gestur hennar í þættinum og tók heils hugar undir. Þær segja að svo margt skipti máli og geti haft áhrif, til dæmis hvað konur borða. „Við finnum fyrir henni þegar við göngum og sitjum og þetta er bara ákveðinn hluti af líkamanum sem þarf að sinna og sinna vel,“ bætir Sigga Dögg við. „Ég held að flest allar píkur, einhvern tímann á lífsleiðinni glíma við einhvers konar píkuvesen.“ Þær segja mikilvægt fyrir konur að þekkja sig vel og leiti ástæðunnar ef þær eru með óvenjuleg einkenni eða stöðugar sýkingar og svo framvegis. Sigga Dögg segir að það geti verið ákveðinn leiðarvísir á því hvað er að gerast í líkamanum. Sápan ekki alltaf rétta svarið Í þættinum ræða þær einnig um grindarbotnsæfingar, líkamlegar breytingar í kringum meðgöngu og fæðingu og margt margt fleira. Þó að hreinlæti sé mikilvægt þá er samt hægt að þrífa píkuna of mikið. „Ég fer mjög mikið í sund og sé ógeðslega oft margar konur hamast á henni, ég vildi að þær myndu fróa sér svona því þá myndi ég bara segja you go girl! En þær dömpa þarna fjórum pumpum af sápu,“ segir Sigga Dögg. Hún hefur af þessu verulegar áhyggjur enda eigi konur ekki að setja sápu nálægt leggöngunum. „Þá erum við bara að eyðileggja flóruna, náttúrulegu fallegu flóruna okkar sem hleypir að þessu slæmum bakteríum.“ Sigga Dögg segir að þetta sé því miður algengt hjá konum á öllum aldri, sem geti valdið ógeðslegum vítahring sýkinga. Ef konur vilji endilega nota sápu þá þurfi það að vera sérstök sápa með ákveðnu ph gildi, en ekki sápan í sturtuklefum sundlauganna hér á landi. Sápuþvotturinn ætti því að vera undantekning. „Ef einhver heilbrigðisstarfsmaður segir það við þig af einhvers konar ástæðu þá má alveg hlusta á það.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kviknar - Píkan Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Frjósemi Kviknar Kynlíf Tengdar fréttir Átti erfitt með að tengjast hlutverkinu „mamma“ „Þetta er búið að vera ævintýralegt,“ segir tónlistarkonan og fjölmiðlakonan Karitas Harpa Davíðsdóttir um síðustu mánuði. Karitas Harpa á nú von á sínu þriðja barni en eftir að hún eignaðist barn númer tvö missti hún verktakavinnuna hjá RÚV. 30. september 2020 09:01 Óttaðist að mæta nauðgara sínum á fæðingardeildinni Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var greind með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi eftir að henni var nauðgað á Akranesi 2014. Guðlaug segir að hún væri ekki á sama stað í dag ef hún hefði ekki leitað til sálfræðings. 16. september 2020 09:30 Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Við eigum að hlúa vel að píkunni okkar, þetta er mjög mikilvægt líffæri. Bæði kynferðislega og allt í kringum barneignir“ segir Andrea Eyland í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Kviknar. Sigga Dögg kynfræðingur var gestur hennar í þættinum og tók heils hugar undir. Þær segja að svo margt skipti máli og geti haft áhrif, til dæmis hvað konur borða. „Við finnum fyrir henni þegar við göngum og sitjum og þetta er bara ákveðinn hluti af líkamanum sem þarf að sinna og sinna vel,“ bætir Sigga Dögg við. „Ég held að flest allar píkur, einhvern tímann á lífsleiðinni glíma við einhvers konar píkuvesen.“ Þær segja mikilvægt fyrir konur að þekkja sig vel og leiti ástæðunnar ef þær eru með óvenjuleg einkenni eða stöðugar sýkingar og svo framvegis. Sigga Dögg segir að það geti verið ákveðinn leiðarvísir á því hvað er að gerast í líkamanum. Sápan ekki alltaf rétta svarið Í þættinum ræða þær einnig um grindarbotnsæfingar, líkamlegar breytingar í kringum meðgöngu og fæðingu og margt margt fleira. Þó að hreinlæti sé mikilvægt þá er samt hægt að þrífa píkuna of mikið. „Ég fer mjög mikið í sund og sé ógeðslega oft margar konur hamast á henni, ég vildi að þær myndu fróa sér svona því þá myndi ég bara segja you go girl! En þær dömpa þarna fjórum pumpum af sápu,“ segir Sigga Dögg. Hún hefur af þessu verulegar áhyggjur enda eigi konur ekki að setja sápu nálægt leggöngunum. „Þá erum við bara að eyðileggja flóruna, náttúrulegu fallegu flóruna okkar sem hleypir að þessu slæmum bakteríum.“ Sigga Dögg segir að þetta sé því miður algengt hjá konum á öllum aldri, sem geti valdið ógeðslegum vítahring sýkinga. Ef konur vilji endilega nota sápu þá þurfi það að vera sérstök sápa með ákveðnu ph gildi, en ekki sápan í sturtuklefum sundlauganna hér á landi. Sápuþvotturinn ætti því að vera undantekning. „Ef einhver heilbrigðisstarfsmaður segir það við þig af einhvers konar ástæðu þá má alveg hlusta á það.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Kviknar - Píkan Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Frjósemi Kviknar Kynlíf Tengdar fréttir Átti erfitt með að tengjast hlutverkinu „mamma“ „Þetta er búið að vera ævintýralegt,“ segir tónlistarkonan og fjölmiðlakonan Karitas Harpa Davíðsdóttir um síðustu mánuði. Karitas Harpa á nú von á sínu þriðja barni en eftir að hún eignaðist barn númer tvö missti hún verktakavinnuna hjá RÚV. 30. september 2020 09:01 Óttaðist að mæta nauðgara sínum á fæðingardeildinni Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var greind með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi eftir að henni var nauðgað á Akranesi 2014. Guðlaug segir að hún væri ekki á sama stað í dag ef hún hefði ekki leitað til sálfræðings. 16. september 2020 09:30 Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Átti erfitt með að tengjast hlutverkinu „mamma“ „Þetta er búið að vera ævintýralegt,“ segir tónlistarkonan og fjölmiðlakonan Karitas Harpa Davíðsdóttir um síðustu mánuði. Karitas Harpa á nú von á sínu þriðja barni en eftir að hún eignaðist barn númer tvö missti hún verktakavinnuna hjá RÚV. 30. september 2020 09:01
Óttaðist að mæta nauðgara sínum á fæðingardeildinni Guðlaug Marín Gunnarsdóttir var greind með áfallastreituröskun, kvíða og þunglyndi eftir að henni var nauðgað á Akranesi 2014. Guðlaug segir að hún væri ekki á sama stað í dag ef hún hefði ekki leitað til sálfræðings. 16. september 2020 09:30
Áföll í æsku geta haft áhrif á hvernig fólk aðlagast foreldrahlutverkinu Anna María Jónsdóttir geðlæknir segir mikilvægt að hlúa vel að foreldrum á meðgöngu og eftir fæðingu, á þessum mikilvægu mótunarárum í lífi barnsins. Lífeðlisfræðilegar rannsóknir á heilaþroska sýni að tengsl og samskipti sé það mikilvægasta til að stuðla að góðum heilaþroska barna. 14. september 2020 09:33