Gaf herbergisþernunum í Disney World meira en milljón í þjórfé Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 15:30 Russell Westbrook fær vel borgað hjá Houston Rockets en hann líka að meta góða þjónustu eins og hann fékk á hótelinu í Disney World. Getty/Michael Reaves NBA stjörnur eru misjafnar og þær eru margar. Russell Westbrook er í hópi þeirra sem sýna náungakærleikann í verki. NBA stjarnan Russell Westbrook var heldur betur rausnarlegur við herbergisþernurnar á hótelinu þar sem hann eyddi löngum tíma í NBA bubblunni. Blaðamaðurinn Brad Townsend hjá The Dallas Morning News sagði frá gjafmildi Russell Westbrook. Russell Westbrook eyddi löngum tíma á Grand Floridian hótelinu í Disney World en allir leikmenn þurftu að halda sig innan NBA bubblunnar á meðan tímabilið var klárað. Russell Westbrook og félagar í Houston Rockets liðinu duttu út 4-1 á móti Los Angeles Lakers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Westbrook var með 17,9 stig, 7,0 fráköst og 4,6 stoðsendingar í úrslitakeppninni í ár. Russell Westbrook left an $8,000 tip for the hotel housekeepers when the Rockets left the NBA bubble. (via @townbrad) pic.twitter.com/v7lgDMPCrh— Complex Sports (@ComplexSports) October 6, 2020 Þegar Russell Westbrook yfirgaf hótelið þá ákvað hann að skilja eftir átta þúsund dollara þjórfé handa herbergisþernunum á hótelinu en það er meira en milljón í íslenskum krónum. Það fylgir líka fréttinni hjá The Dallas Morning News að herbergið hans Russell Westbrook hafi verið til fyrirmyndar þegar kemur að góðri umgengni. The Rockets liðið var á hótelinu frá 9. júlí til 13. september. Auk þess að halda herberginu hreinu þá þurftu herbergisþernurnar að gera meira en vanalega vegna sóttvarna út af COVID-19. Houston Rockets liðið var eina liðið á hótelinu frá og með 3. september því þá voru öll hin liðin á hótelinu úr leik í úrslitakeppninni. Það er líklegt að hafi styrkt enn frekar tengslin á milli leikmanna liðsins og starfsfólk hótelsins. Russell Westbrook hefur alveg efni á að gefa veglegt þjórfé. Hann fékk meira en 38 milljónir dollara frá Houston Rockets fyrir þetta tímabil eða meira en 5,2 milljarða króna. NBA Disney Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Sjá meira
NBA stjörnur eru misjafnar og þær eru margar. Russell Westbrook er í hópi þeirra sem sýna náungakærleikann í verki. NBA stjarnan Russell Westbrook var heldur betur rausnarlegur við herbergisþernurnar á hótelinu þar sem hann eyddi löngum tíma í NBA bubblunni. Blaðamaðurinn Brad Townsend hjá The Dallas Morning News sagði frá gjafmildi Russell Westbrook. Russell Westbrook eyddi löngum tíma á Grand Floridian hótelinu í Disney World en allir leikmenn þurftu að halda sig innan NBA bubblunnar á meðan tímabilið var klárað. Russell Westbrook og félagar í Houston Rockets liðinu duttu út 4-1 á móti Los Angeles Lakers í undanúrslitum Vesturdeildarinnar. Westbrook var með 17,9 stig, 7,0 fráköst og 4,6 stoðsendingar í úrslitakeppninni í ár. Russell Westbrook left an $8,000 tip for the hotel housekeepers when the Rockets left the NBA bubble. (via @townbrad) pic.twitter.com/v7lgDMPCrh— Complex Sports (@ComplexSports) October 6, 2020 Þegar Russell Westbrook yfirgaf hótelið þá ákvað hann að skilja eftir átta þúsund dollara þjórfé handa herbergisþernunum á hótelinu en það er meira en milljón í íslenskum krónum. Það fylgir líka fréttinni hjá The Dallas Morning News að herbergið hans Russell Westbrook hafi verið til fyrirmyndar þegar kemur að góðri umgengni. The Rockets liðið var á hótelinu frá 9. júlí til 13. september. Auk þess að halda herberginu hreinu þá þurftu herbergisþernurnar að gera meira en vanalega vegna sóttvarna út af COVID-19. Houston Rockets liðið var eina liðið á hótelinu frá og með 3. september því þá voru öll hin liðin á hótelinu úr leik í úrslitakeppninni. Það er líklegt að hafi styrkt enn frekar tengslin á milli leikmanna liðsins og starfsfólk hótelsins. Russell Westbrook hefur alveg efni á að gefa veglegt þjórfé. Hann fékk meira en 38 milljónir dollara frá Houston Rockets fyrir þetta tímabil eða meira en 5,2 milljarða króna.
NBA Disney Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Sjá meira