Í kjölfar Covid: Jólasalan mikið á netinu Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. október 2020 07:00 Guðrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Kokku. Vísir/Vilhelm „Við settum netverslunina á laggirnar strax árið 2004, svo í næstu viku erum við komin með 16 ára reynslu af rekstri netverslunar. Það hefur ýmislegt breyst á þeim árum“ segir Guðrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri og eigandi Kokku. Guðrún segir söluna hafa margfaldast í kjölfar Covid. „Við höfum alltaf lagt áherslu á snögga og góða þjónustu í netversluninni, en við jukum í strax í mars og buðum upp á sendlaþjónustu samdægurs á höfuðborgarsvæðinu. Við settum upp sóttvarnarlínur milli starfsfólks, pökkuðum vefpöntunum fyrir hádegi og svo keyrði Þorsteinn pakkana út eftir hádegi,“ segir Guðrún og vísar þar til þess að það er Þorsteinn Torfason eiginmaður hennar sem keyrir út pakkana. Að sögn Guðrúnar er Kokka þegar farin að senda jólapakka út á land en sjálf spáir hún því að jólasalan muni færast á netið. Í Atvinnulífinu í dag er haldið áfram að rýna í þróun netverslunar í kjölfar kórónufaraldurs. Hér er þriðja viðtalið af þremur í greinaröð. Vefsalan tífaldaðist í apríl Þegar Guðrún rifjar upp hvað hefur breyst á þessum 16 árum sem hún hefur rekið netverslun segir hún að þróunin hafi í raun verið frekar hæg í samanburði við nágrannalöndin. Allt þar til nú. „Fyrst um sinn var netverslunin fyrst og fremst búðargluggi. Viðskiptavinirnir skoðuðu úrvalið á netinu en komu svo á staðinn til að ganga frá kaupum. Hlutfall netverslunar hefur í sögulegu samhengi verið mjög lágt á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Kannski af því Íslendingum finnst ekkert mál að skjótast,“ segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar hefur söluaukningin á netinu verið gífurleg í kjölfar kórónufaraldursins. „Þetta hefur breyst mjög hratt eftir að Covid nam hér land. Vefsalan sexfaldaðist á milli ára í mars og tífaldaðist í apríl,“ segir Guðrún. En hvernig er staðan núna? Það hefur áfram verið mjög góður stígandi í vefverslun þó vöxturinn hafi verið hægari í sumar og við eigum von á að stór hluti jólaverslunar færist yfir á netið,“ segir Guðrún og bætir við: „Það er líka að sýna sig að fólk ætlar að vera tímanlega í því, enda erum við löngu farin að senda jólapakka út á land.“ Hún segir lykilatriði netverslunar felast í góðri þjónustu. „Það er mjög mikilvægt að halda góðu þjónustustigi og við höfum fengið mjög góð viðbrögð hjá viðskiptavinum okkar,“ segir Guðrún. Guðrún gerir ráð fyrir að stór hluti jólasölunnar færist yfir á netið enda er Kokka nú þegar farin að senda jólapakka út á land.Vísir/Vilhelm Tugi prósenta söluaukning Verslunina stofnaði Guðrún árið 2001 og eins og svo algengt er með íslensk fyrirtæki, hafa margir í fjölskyldunni komið að búðinni. „Ég var nýflutt heim frá Þýskalandi og hafði gengið með þessa hugmynd í maganum í smá tíma. Ég fékk svo systur mínar og móður til að taka slaginn með mér. Við hófum rekstur í gömlum bílskúr við Ingólfsstræti en í þeim bílskúr hafa ýmis fyrirtæki hafið starfsemi í gegn um tíðina. Við sáum svo strax í jólaösinni það árið að húsnæðið var allt of lítið. Við fluttum upp á Laugaveg í nóvember 2002 og tókum svo yfir fleiri fermetra í sama húsi fyrir tæpu ári síðan,“ segir Guðrún og bætir við: „Í dag eru mamma og Magný systir hættar afskiptum af daglegum rekstri en við Auður stöndum vaktina ásamt Þorsteini manninum mínum og fleira góðu fólki, en alls starfa hjá Kokku átta manns, fimm í fullu starfi og þrír í hlutastarfi.“ En er eitthvað sem hefur komið þér sérstaklega á óvart í kjölfar kórónufaraldurs? Það sem hefur komið okkur mest á óvart er söluaukningin á Laugaveginum. Við höfum aukið söluna í versluninni um tugi prósenta. Við tókum líka strax þá ákvörðun að skerða ekki opnunartímann til að gefa fólki færi á að dreifa sér yfir daginn,“ segir Guðrún. Þá segir Guðrún það hafa hjálpað til að verslunin var stækkuð síðastliðið haust. Það gefi bæði vörum og viðskiptavinum meira rými sem er heppilegt nú í ljósi fjarlægðarmarka. Guðrún segir það líka hjálpa að vera með lítinn rekstur því smærri fyrirtæki eigi oft auðveldara með að bregðast við aðstæðum og svara kalli viðskiptavina. „Þegar súrdeigsbylgjan reis fórum til dæmis strax í það að finna skemmtilegar nýjungar tengdar brauðbakstri. Við hlustum á viðskiptavinina og reynum af besta megni að uppfylla óskir þeirra. Það virðist alveg vera að skila sér,“ segir Guðrún. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Tengdar fréttir Að kaupa lyf á netinu eins og að kaupa pizzu Hákon Steinsson framkvæmdastjóri Lyfjavers segir netapótek umfangsmikið verkefni að ráðast í, ekki síst vegna niðurgreiðslukerfisins á lyfjum. 7. október 2020 15:01 Aldur viðskiptavina hækkar hratt í kjölfar Covid Elstu nýju viðskiptavinirnir eru á níræðisaldri segir Guðmundur Magnason framkvæmdastjóri Heimkaup.is meðal annars um þá þróun að í kjölfar kórónufaraldurs hefur meðalaldur netverslunarinnar hækkað hratt. 7. október 2020 07:00 Pósturinn í aðgerðum fyrir íslenska netverslun Póstbox í fyrsta inn út á land og ýmsar aðgerðir aðrar í gangi hjá Póstinum sem ætlað er að styðja við íslenska netverslun. 1. október 2020 09:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Við settum netverslunina á laggirnar strax árið 2004, svo í næstu viku erum við komin með 16 ára reynslu af rekstri netverslunar. Það hefur ýmislegt breyst á þeim árum“ segir Guðrún Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri og eigandi Kokku. Guðrún segir söluna hafa margfaldast í kjölfar Covid. „Við höfum alltaf lagt áherslu á snögga og góða þjónustu í netversluninni, en við jukum í strax í mars og buðum upp á sendlaþjónustu samdægurs á höfuðborgarsvæðinu. Við settum upp sóttvarnarlínur milli starfsfólks, pökkuðum vefpöntunum fyrir hádegi og svo keyrði Þorsteinn pakkana út eftir hádegi,“ segir Guðrún og vísar þar til þess að það er Þorsteinn Torfason eiginmaður hennar sem keyrir út pakkana. Að sögn Guðrúnar er Kokka þegar farin að senda jólapakka út á land en sjálf spáir hún því að jólasalan muni færast á netið. Í Atvinnulífinu í dag er haldið áfram að rýna í þróun netverslunar í kjölfar kórónufaraldurs. Hér er þriðja viðtalið af þremur í greinaröð. Vefsalan tífaldaðist í apríl Þegar Guðrún rifjar upp hvað hefur breyst á þessum 16 árum sem hún hefur rekið netverslun segir hún að þróunin hafi í raun verið frekar hæg í samanburði við nágrannalöndin. Allt þar til nú. „Fyrst um sinn var netverslunin fyrst og fremst búðargluggi. Viðskiptavinirnir skoðuðu úrvalið á netinu en komu svo á staðinn til að ganga frá kaupum. Hlutfall netverslunar hefur í sögulegu samhengi verið mjög lágt á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Kannski af því Íslendingum finnst ekkert mál að skjótast,“ segir Guðrún. Að sögn Guðrúnar hefur söluaukningin á netinu verið gífurleg í kjölfar kórónufaraldursins. „Þetta hefur breyst mjög hratt eftir að Covid nam hér land. Vefsalan sexfaldaðist á milli ára í mars og tífaldaðist í apríl,“ segir Guðrún. En hvernig er staðan núna? Það hefur áfram verið mjög góður stígandi í vefverslun þó vöxturinn hafi verið hægari í sumar og við eigum von á að stór hluti jólaverslunar færist yfir á netið,“ segir Guðrún og bætir við: „Það er líka að sýna sig að fólk ætlar að vera tímanlega í því, enda erum við löngu farin að senda jólapakka út á land.“ Hún segir lykilatriði netverslunar felast í góðri þjónustu. „Það er mjög mikilvægt að halda góðu þjónustustigi og við höfum fengið mjög góð viðbrögð hjá viðskiptavinum okkar,“ segir Guðrún. Guðrún gerir ráð fyrir að stór hluti jólasölunnar færist yfir á netið enda er Kokka nú þegar farin að senda jólapakka út á land.Vísir/Vilhelm Tugi prósenta söluaukning Verslunina stofnaði Guðrún árið 2001 og eins og svo algengt er með íslensk fyrirtæki, hafa margir í fjölskyldunni komið að búðinni. „Ég var nýflutt heim frá Þýskalandi og hafði gengið með þessa hugmynd í maganum í smá tíma. Ég fékk svo systur mínar og móður til að taka slaginn með mér. Við hófum rekstur í gömlum bílskúr við Ingólfsstræti en í þeim bílskúr hafa ýmis fyrirtæki hafið starfsemi í gegn um tíðina. Við sáum svo strax í jólaösinni það árið að húsnæðið var allt of lítið. Við fluttum upp á Laugaveg í nóvember 2002 og tókum svo yfir fleiri fermetra í sama húsi fyrir tæpu ári síðan,“ segir Guðrún og bætir við: „Í dag eru mamma og Magný systir hættar afskiptum af daglegum rekstri en við Auður stöndum vaktina ásamt Þorsteini manninum mínum og fleira góðu fólki, en alls starfa hjá Kokku átta manns, fimm í fullu starfi og þrír í hlutastarfi.“ En er eitthvað sem hefur komið þér sérstaklega á óvart í kjölfar kórónufaraldurs? Það sem hefur komið okkur mest á óvart er söluaukningin á Laugaveginum. Við höfum aukið söluna í versluninni um tugi prósenta. Við tókum líka strax þá ákvörðun að skerða ekki opnunartímann til að gefa fólki færi á að dreifa sér yfir daginn,“ segir Guðrún. Þá segir Guðrún það hafa hjálpað til að verslunin var stækkuð síðastliðið haust. Það gefi bæði vörum og viðskiptavinum meira rými sem er heppilegt nú í ljósi fjarlægðarmarka. Guðrún segir það líka hjálpa að vera með lítinn rekstur því smærri fyrirtæki eigi oft auðveldara með að bregðast við aðstæðum og svara kalli viðskiptavina. „Þegar súrdeigsbylgjan reis fórum til dæmis strax í það að finna skemmtilegar nýjungar tengdar brauðbakstri. Við hlustum á viðskiptavinina og reynum af besta megni að uppfylla óskir þeirra. Það virðist alveg vera að skila sér,“ segir Guðrún.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Tengdar fréttir Að kaupa lyf á netinu eins og að kaupa pizzu Hákon Steinsson framkvæmdastjóri Lyfjavers segir netapótek umfangsmikið verkefni að ráðast í, ekki síst vegna niðurgreiðslukerfisins á lyfjum. 7. október 2020 15:01 Aldur viðskiptavina hækkar hratt í kjölfar Covid Elstu nýju viðskiptavinirnir eru á níræðisaldri segir Guðmundur Magnason framkvæmdastjóri Heimkaup.is meðal annars um þá þróun að í kjölfar kórónufaraldurs hefur meðalaldur netverslunarinnar hækkað hratt. 7. október 2020 07:00 Pósturinn í aðgerðum fyrir íslenska netverslun Póstbox í fyrsta inn út á land og ýmsar aðgerðir aðrar í gangi hjá Póstinum sem ætlað er að styðja við íslenska netverslun. 1. október 2020 09:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Að kaupa lyf á netinu eins og að kaupa pizzu Hákon Steinsson framkvæmdastjóri Lyfjavers segir netapótek umfangsmikið verkefni að ráðast í, ekki síst vegna niðurgreiðslukerfisins á lyfjum. 7. október 2020 15:01
Aldur viðskiptavina hækkar hratt í kjölfar Covid Elstu nýju viðskiptavinirnir eru á níræðisaldri segir Guðmundur Magnason framkvæmdastjóri Heimkaup.is meðal annars um þá þróun að í kjölfar kórónufaraldurs hefur meðalaldur netverslunarinnar hækkað hratt. 7. október 2020 07:00
Pósturinn í aðgerðum fyrir íslenska netverslun Póstbox í fyrsta inn út á land og ýmsar aðgerðir aðrar í gangi hjá Póstinum sem ætlað er að styðja við íslenska netverslun. 1. október 2020 09:00