Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram á næsta ár Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2020 19:21 Ásgeir Jónsson reiknar með að verðbólga verði komin að markmiði Seðlabankans í byrjun næsta árs. Stöð 2/Egill Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram í byrjun næsta árs að mati seðlabankastjóra. Mikilvægt sé að ferðaþjónustan nái sér á strik á næsta ári. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kynnti í morgun ákvörðun peningastefnunefndar um að meginvextir bankans verði óbreyttir í einu prósenti. „Vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efnahagsmála mun að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar,“ sagði Ásgeir. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. En allt frá því faraldurinn hófst hér á landi í mars hefur seðlabankastjóri sagt að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af verðbólgunni sem mældist 3,5 prósent í september. Ertu farinn að hafa áhyggjur af verðbólgunni? Verðbólga fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í júní og mældist 3,5 prósent í september.Grafík/HÞ „Það náttúrlega felst í starfi seðlabankastjóra að hafa áhyggjur af verðbólgu. Ég tel hún gangi niður. Þessi verðbólga stafar af því að gengið veiktist. Þetta er hærra verð á innflutningi sem við erum að sjá í tölunum,“ segir seðlabankastjóri. Hagkerfið væri í miklum samdrætti og erfitt að sjá að verðbólga haldi áfram að aukast eftir að gengisáhrif fjari út og í ljósi mikils atvinnuleysis. Reiknað sé með að verðbólga verði komin að markmiði bankans í byrjun næsta árs. „Ég held hún fari ekki endilega voða mikið hærra. Það er að vísu erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig gengisáhrif koma fram. En ég held hún fari ekki voða mikið hærra,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri tekur undir með forstjóra Icelandair um að æskilegt væri að ferðaþjónustunni verði skapaður fyrirsjáanleiki fyrir næsta ár sem því miður væri ekki til staðar. Ef hún rétti ekki úr kútnum verði staðan verri. „Algjörlega. Ferðaþjónustan hefur verið núna síðustu ár verið sú atvinnugrein sem hefur skapað mestar útflutningstekjur og við meigum illa án hennar vera,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Veiking krónunnar hefur verið meiri undanfarna mánuði en reiknað hafði verið með og skilað sér hratt út í verðlagið. Verðbólga gæti verið komin í 3,8 prósent um áramót. 29. september 2020 20:01 Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram í byrjun næsta árs að mati seðlabankastjóra. Mikilvægt sé að ferðaþjónustan nái sér á strik á næsta ári. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri kynnti í morgun ákvörðun peningastefnunefndar um að meginvextir bankans verði óbreyttir í einu prósenti. „Vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu hafa efnahagshorfur versnað frá því sem gert var ráð fyrir í ágúst. Óvissan er hins vegar mikil og þróun efnahagsmála mun að töluverðu leyti ráðast af framvindu farsóttarinnar,“ sagði Ásgeir. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. En allt frá því faraldurinn hófst hér á landi í mars hefur seðlabankastjóri sagt að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af verðbólgunni sem mældist 3,5 prósent í september. Ertu farinn að hafa áhyggjur af verðbólgunni? Verðbólga fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í júní og mældist 3,5 prósent í september.Grafík/HÞ „Það náttúrlega felst í starfi seðlabankastjóra að hafa áhyggjur af verðbólgu. Ég tel hún gangi niður. Þessi verðbólga stafar af því að gengið veiktist. Þetta er hærra verð á innflutningi sem við erum að sjá í tölunum,“ segir seðlabankastjóri. Hagkerfið væri í miklum samdrætti og erfitt að sjá að verðbólga haldi áfram að aukast eftir að gengisáhrif fjari út og í ljósi mikils atvinnuleysis. Reiknað sé með að verðbólga verði komin að markmiði bankans í byrjun næsta árs. „Ég held hún fari ekki endilega voða mikið hærra. Það er að vísu erfitt að gera sér grein fyrir því hvernig gengisáhrif koma fram. En ég held hún fari ekki voða mikið hærra,“ segir Ásgeir. Seðlabankastjóri tekur undir með forstjóra Icelandair um að æskilegt væri að ferðaþjónustunni verði skapaður fyrirsjáanleiki fyrir næsta ár sem því miður væri ekki til staðar. Ef hún rétti ekki úr kútnum verði staðan verri. „Algjörlega. Ferðaþjónustan hefur verið núna síðustu ár verið sú atvinnugrein sem hefur skapað mestar útflutningstekjur og við meigum illa án hennar vera,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Veiking krónunnar hefur verið meiri undanfarna mánuði en reiknað hafði verið með og skilað sér hratt út í verðlagið. Verðbólga gæti verið komin í 3,8 prósent um áramót. 29. september 2020 20:01 Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Veiking krónunnar hefur verið meiri undanfarna mánuði en reiknað hafði verið með og skilað sér hratt út í verðlagið. Verðbólga gæti verið komin í 3,8 prósent um áramót. 29. september 2020 20:01
Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18