„Mig langar til að lifa lengur“ Jakob Bjarnar skrifar 7. október 2020 17:23 Sigurður G. er í áhættuhópi og áfram um að reglur séu hertar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Brynjar Níelsson segir hins vegar að þetta snúist ekki einvörðungu um heilsufar hans, auk þess sem Sigurður sjálfur geti gert eitt og annað fyrirbyggjandi. visir/vilhelm Sigurður G. Tómasson, ellilífeyrisþegi og öryrki og fyrrverandi útvarpsmaður, skrifar afgerandi Facebookfærslu nú fyrr í dag. Þar sem hann spyrðir þá Brynjar Níelsson alþingismann og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna saman. Honum þykir sem þeir vilji fara heldur gáleysislega að varðandi viðbrögð hins opinbera gagnvart kórónuveirunni. „Ég er einn af þeim sem mundi veikjast alvarlega ef ég smitaðist. Mig langar til þess að lifa lengur. Ég er þvi eindregið fylgjandi sóttvörnum. Hvað sem líður hugmyndum Trumps og Brynjar Níelsson (ef),“ skrifar Sigurður og tengir við nafn Brynjars, eða taggar eins og það heitir á tölvumáli. Ég er einn af þeim sem mundi veikjast alvarlega ef ég smitaðist. Mig langar til þess að lifa lengur. Ég er þvi eindregið fylgjandi sóttvörnum. Hvað sem líður hugmyndum Trumps og Brynjar Níelsson (ef).Posted by Sigurður G. Tómasson on Miðvikudagur, 7. október 2020 Ljóst er, ef skautað er yfir samfélagsmiðla, að æ fleiri tjá þá skoðun sína að vert sé að líta til annarra þátta í tengslum við aðgerðir hins opinbera en það eitt að berja niður útbreiðslu kórónuveirunnar. Talsvert fleiri en létu þá skoðun uppi í tengslum við fyrri aðgerðir sem sneru að hinni svokölluðu fyrstu bylgju. Hörð skoðanaskipti Brynjar er einn þeirra. Hann svarar Sigurði og segist skilja hans afstöðu mæta vel. „En þetta snýst um fleiri en þig. Ég er ekki viss um að réttlætanlegt sé að setja heiminn í gæsluvarðhald vegna heilsu þinnar auk þess sem þú getur gert margt sjálfur til að takmarka áhættuna.“ Þeir Brynjar og Sigurður skiptast á skoðunum um þessi sjónarmið. Sigurður svarar því til, háðskur að „ef þeir gætu svarað veit ég ekki hvort 210 þúsund Bandaríkjamenn yrðu sammála þér. En þeir eru dauðir.“ Brynjar tekur þann bolta á lofti og segir að þeir geti það ekki, ekki „frekar en aðrir sem hafa látist vegna hvers kyns smitsjúkdóma. En að eru aðrir hagsmunir sem vega þungt og aðgerðirnar hafa margs konar afleiðingar fyrir aðra. Var bara að benda á það.“ Er "þríeykið" hugmyndaríka líka með einhverjar góðar hugmyndir um hvernig fólk eigi að hlúa að geðheilsunni í þessu...Posted by Margrét Hugrún on Miðvikudagur, 7. október 2020 Nokkur harka er að færast í skoðanaskipti milli þeirra tveggja hópa sem aðhyllast sitthvort sjónarmiðið; hvort of langt sé gengið í aðgerðum hins opinbera eða hvort herða skuli á reglum. Þau sjónarmið sem Brynjar talar fyrir færast í aukana, ef til vill í samræmi við það að nú kreppir skóinn víða. Því fylgja afleiðingar. Læknir órólegur vegna stöðu mála Ljóst er að ýmsum finnst skorta á samstöðuna sem áður ríkti. Einn þeirra er Sigurjón Örn Stefánsson læknir sem starfar á gjörgæslu Landsspítalans. Hann birtir mynd af sér á sinni Facebooksíðu þar sem hann er klæddur smitvarnarbúningi frá toppi til tára. Sú sé staðan. Færsla hans hefur vakið mikla athygli og nú þegar þetta er skrifað hafa 585 manns deilt henni. „Ég birti svona mynd af mér í vor til að minna fólk á að þetta væri ekkert grín og að fólk yrði að fylgja fyrirmælum. Nú, nokkrum mánuðum og nokkrum dauðsföllum seinna birti ég nýja mynd en skilaboðin eru þau sömu.“ Staðan á gjörgæslunni þessa dagana. Covid aftur. Ég birti svona mynd af mér í vor til að minna fólk á að þetta væri...Posted by Sigurjón Örn Stefánsson on Þriðjudagur, 6. október 2020 Sigurður segist ekki hafa verið órólegur yfir Covid í vor. Hann vissi að heilbrigðiskerfið væri vel undirbúið og hægt var til að taka við þeim sjúklingum sem kæmu og að þjóðin sem heild myndi ná að brjóta þennan kúf og takmarka fjöldann sem við þyrftum að sinna. „Nú í dag er ég hálf órólegur. Ekki vegna þess að við séum verr undirbúin því það erum við ekki. Ég er órólegur því mér finnst komin þreyta í fólk yfir þessu, mér finnst margir ekki lengur vera að taka mark á því sem þarf að gera og það er fáránlegt. Það er fáránlegt því núna í dag lifum við EKKI fordæmalausa tíma. Við vitum alveg hvað þarf að gera til að minnka skaðann, það eru fordæmi fyrir því.“ Sigurður segir að í dag hafi næstum hundrað manns greinst. Einföld tölfræði segir honum að einum eða tveimur af þeim muni hann þurfa að sinna á gjörgæslu. „Ekki láta mig þurfa að sinna þér á gjörgæslu!“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Sigurður G. Tómasson, ellilífeyrisþegi og öryrki og fyrrverandi útvarpsmaður, skrifar afgerandi Facebookfærslu nú fyrr í dag. Þar sem hann spyrðir þá Brynjar Níelsson alþingismann og Donald Trump, forseta Bandaríkjanna saman. Honum þykir sem þeir vilji fara heldur gáleysislega að varðandi viðbrögð hins opinbera gagnvart kórónuveirunni. „Ég er einn af þeim sem mundi veikjast alvarlega ef ég smitaðist. Mig langar til þess að lifa lengur. Ég er þvi eindregið fylgjandi sóttvörnum. Hvað sem líður hugmyndum Trumps og Brynjar Níelsson (ef),“ skrifar Sigurður og tengir við nafn Brynjars, eða taggar eins og það heitir á tölvumáli. Ég er einn af þeim sem mundi veikjast alvarlega ef ég smitaðist. Mig langar til þess að lifa lengur. Ég er þvi eindregið fylgjandi sóttvörnum. Hvað sem líður hugmyndum Trumps og Brynjar Níelsson (ef).Posted by Sigurður G. Tómasson on Miðvikudagur, 7. október 2020 Ljóst er, ef skautað er yfir samfélagsmiðla, að æ fleiri tjá þá skoðun sína að vert sé að líta til annarra þátta í tengslum við aðgerðir hins opinbera en það eitt að berja niður útbreiðslu kórónuveirunnar. Talsvert fleiri en létu þá skoðun uppi í tengslum við fyrri aðgerðir sem sneru að hinni svokölluðu fyrstu bylgju. Hörð skoðanaskipti Brynjar er einn þeirra. Hann svarar Sigurði og segist skilja hans afstöðu mæta vel. „En þetta snýst um fleiri en þig. Ég er ekki viss um að réttlætanlegt sé að setja heiminn í gæsluvarðhald vegna heilsu þinnar auk þess sem þú getur gert margt sjálfur til að takmarka áhættuna.“ Þeir Brynjar og Sigurður skiptast á skoðunum um þessi sjónarmið. Sigurður svarar því til, háðskur að „ef þeir gætu svarað veit ég ekki hvort 210 þúsund Bandaríkjamenn yrðu sammála þér. En þeir eru dauðir.“ Brynjar tekur þann bolta á lofti og segir að þeir geti það ekki, ekki „frekar en aðrir sem hafa látist vegna hvers kyns smitsjúkdóma. En að eru aðrir hagsmunir sem vega þungt og aðgerðirnar hafa margs konar afleiðingar fyrir aðra. Var bara að benda á það.“ Er "þríeykið" hugmyndaríka líka með einhverjar góðar hugmyndir um hvernig fólk eigi að hlúa að geðheilsunni í þessu...Posted by Margrét Hugrún on Miðvikudagur, 7. október 2020 Nokkur harka er að færast í skoðanaskipti milli þeirra tveggja hópa sem aðhyllast sitthvort sjónarmiðið; hvort of langt sé gengið í aðgerðum hins opinbera eða hvort herða skuli á reglum. Þau sjónarmið sem Brynjar talar fyrir færast í aukana, ef til vill í samræmi við það að nú kreppir skóinn víða. Því fylgja afleiðingar. Læknir órólegur vegna stöðu mála Ljóst er að ýmsum finnst skorta á samstöðuna sem áður ríkti. Einn þeirra er Sigurjón Örn Stefánsson læknir sem starfar á gjörgæslu Landsspítalans. Hann birtir mynd af sér á sinni Facebooksíðu þar sem hann er klæddur smitvarnarbúningi frá toppi til tára. Sú sé staðan. Færsla hans hefur vakið mikla athygli og nú þegar þetta er skrifað hafa 585 manns deilt henni. „Ég birti svona mynd af mér í vor til að minna fólk á að þetta væri ekkert grín og að fólk yrði að fylgja fyrirmælum. Nú, nokkrum mánuðum og nokkrum dauðsföllum seinna birti ég nýja mynd en skilaboðin eru þau sömu.“ Staðan á gjörgæslunni þessa dagana. Covid aftur. Ég birti svona mynd af mér í vor til að minna fólk á að þetta væri...Posted by Sigurjón Örn Stefánsson on Þriðjudagur, 6. október 2020 Sigurður segist ekki hafa verið órólegur yfir Covid í vor. Hann vissi að heilbrigðiskerfið væri vel undirbúið og hægt var til að taka við þeim sjúklingum sem kæmu og að þjóðin sem heild myndi ná að brjóta þennan kúf og takmarka fjöldann sem við þyrftum að sinna. „Nú í dag er ég hálf órólegur. Ekki vegna þess að við séum verr undirbúin því það erum við ekki. Ég er órólegur því mér finnst komin þreyta í fólk yfir þessu, mér finnst margir ekki lengur vera að taka mark á því sem þarf að gera og það er fáránlegt. Það er fáránlegt því núna í dag lifum við EKKI fordæmalausa tíma. Við vitum alveg hvað þarf að gera til að minnka skaðann, það eru fordæmi fyrir því.“ Sigurður segir að í dag hafi næstum hundrað manns greinst. Einföld tölfræði segir honum að einum eða tveimur af þeim muni hann þurfa að sinna á gjörgæslu. „Ekki láta mig þurfa að sinna þér á gjörgæslu!“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“