Gunnlaugur fannst eftir fjóra mánuði og 50 kílómetra ferðalag Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 08:01 Gunnlaugur í fangi konunnar sem fann hann í Varmahlíð. Á kortinu er gerð grein fyrir ferðalagi kisa en um 50 kílómetrar eru á milli Hofsóss og Varmahlíðar. Samsett Kötturinn Gunnlaugur, sem búsettur er í grennd við Hofsós, komst heilu og höldnu heim til sín í gær eftir fjóra mánuði á vergangi. Gunnlaugur fannst í Varmahlíð í Skagafirði – um fimmtíu kílómetrum frá heimili sínu. Kærasti Freyju Amble Gísladóttur hefur átt Gunnlaug í átta ár. Freyja segir í samtali við Vísi að kisi hafi gufað upp um miðjan júní síðastliðinn. Alvanalegt sé að hann hverfi í tvo, þrjá daga, enda mikill veiðiköttur. „En svo skilaði hann sér ekkert, við fórum til nágrannans að leita en sáum hann hvergi. Svo liðu tveir mánuðir og við vorum búin að gefast upp á því á að finna hann. Þannig að við fórum og fengum okkur kettlinga.“ Gunnlaugur að njóta sín í sveitinni.Aðsend Í morgun dró þó óvænt til tíðinda. „Ég vaknaði og kærastinn minn, sem á Gunnlaug, hafði séð færslu á Facebook um týndan kött. Dýralæknirinn okkar hafði deilt henni. Og kærastinn minn segir við mig: „Ég held að Gunnlaugur sé fundinn“.“ Og Gunnlaugur reyndist svo sannarlega hafa komið í leitirnar; um fimmtíu kílómetra frá heimili sínu. Freyja segir að þau gruni sterklega að hann hafi farið upp í bíl og óvart húkkað far. „Þetta eru um fimmtíu kílómetrar frá okkur á Hofsósi og í Varmahlíð þar sem hann fannst. Og ár og vötn og allt á milli,“ segir Freyja. Þá virðist sem Gunnlaugi hafi ekki orðið meint af svaðilförinni. „Hann var aðeins of feitur þegar hann fór frá okkur en er núna í flottu standi,“ segir Freyja og hlær. „Og hann er sérstaklega glaður að vera kominn til baka. En þetta er auðvitað ótrúlegt. Við hefðum aldrei fundið hann ef fólk hefði ekki auglýst hann á netinu.“ Dýr Skagafjörður Gæludýr Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Kötturinn Gunnlaugur, sem búsettur er í grennd við Hofsós, komst heilu og höldnu heim til sín í gær eftir fjóra mánuði á vergangi. Gunnlaugur fannst í Varmahlíð í Skagafirði – um fimmtíu kílómetrum frá heimili sínu. Kærasti Freyju Amble Gísladóttur hefur átt Gunnlaug í átta ár. Freyja segir í samtali við Vísi að kisi hafi gufað upp um miðjan júní síðastliðinn. Alvanalegt sé að hann hverfi í tvo, þrjá daga, enda mikill veiðiköttur. „En svo skilaði hann sér ekkert, við fórum til nágrannans að leita en sáum hann hvergi. Svo liðu tveir mánuðir og við vorum búin að gefast upp á því á að finna hann. Þannig að við fórum og fengum okkur kettlinga.“ Gunnlaugur að njóta sín í sveitinni.Aðsend Í morgun dró þó óvænt til tíðinda. „Ég vaknaði og kærastinn minn, sem á Gunnlaug, hafði séð færslu á Facebook um týndan kött. Dýralæknirinn okkar hafði deilt henni. Og kærastinn minn segir við mig: „Ég held að Gunnlaugur sé fundinn“.“ Og Gunnlaugur reyndist svo sannarlega hafa komið í leitirnar; um fimmtíu kílómetra frá heimili sínu. Freyja segir að þau gruni sterklega að hann hafi farið upp í bíl og óvart húkkað far. „Þetta eru um fimmtíu kílómetrar frá okkur á Hofsósi og í Varmahlíð þar sem hann fannst. Og ár og vötn og allt á milli,“ segir Freyja. Þá virðist sem Gunnlaugi hafi ekki orðið meint af svaðilförinni. „Hann var aðeins of feitur þegar hann fór frá okkur en er núna í flottu standi,“ segir Freyja og hlær. „Og hann er sérstaklega glaður að vera kominn til baka. En þetta er auðvitað ótrúlegt. Við hefðum aldrei fundið hann ef fólk hefði ekki auglýst hann á netinu.“
Dýr Skagafjörður Gæludýr Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira