Með Jóni Páli þegar hann fékk dauðadóminn Stefán Árni Pálsson skrifar 8. október 2020 12:30 Jónína Ben hefur verið fyrirferðamikil hér á landi í áratugi. Hún var algjör frumkvöðill í líkamsræktarbransanum hér á landi. Jónína Benediktsdóttir hefur oft verið umdeild hér á landi. Hún var ung orðin viðskiptakona í Svíþjóð, þar sem hún fékk alls kyns verðlaun fyrir frumkvöðlastarfsemi sína í líkamsrækt og rekstri líkamsræktarstöðva. Í gegnum árin hefur Jónína verið farsæl athafnarkona en í viðtali við Sölva Tryggvason segir hún meðal annars frá tengslum hennar og Jóns Páls Sigmarssonar, sterkasta manns í heimi. Á milli Jóns Páls og Jónínu var sterkur strengur í mörg ár. „Jón Páll var einstakur maður. Hann var svo lítillátur og skemmtilegur og fór aldrei fram á neitt. Hann var eins ósérhlífinn og einn maður getur verið. Hann vann hjá mér í 3 ár og við ferðuðumst mikið saman og elskuðum hvort annað. En það gekk ekki upp og við það lifir maður. Það var alltaf gaman með Jóni Páli og ég gæti sagt þér skemmtisögur af Jóni Páli endalaust og það var Jóhannes heitinn [Jónsson] líka. Hrikalega skemmtilegur maður og kannski er það sem að ég er að leita í þegar kemur að karlmönnum,“ segir Jónína. „Svona hressir galgopagæjar af því að ég nenni ekki að vera alvarleg þegar ég er heima hjá mér, en svo kom sorgin. Ég fór með honum til Ameríku rétt áður en hann deyr og þá fór hann til læknis og fékk í raun dauðadóminn. Honum var sagt að æðakerfið í honum væri eins og í níræðum manni og við vissum eftir það bæði að hann myndi deyja fljótt eftir þetta.” Klippa: Dregin upp til bankastjóra sem var eins og Armani-fyrirsæta og með vopnaða verði Jónína hefur komið víða við og í viðtalinu segir hún líka sögu af því þegar til stóð að hún myndi opna líkamsræktarstöðvar í Rússlandi. „Þú skrifaðir nú um það í bókinni þegar ég fór til Rússlands, þegar Björgólfur [Guðmundsson] bauð mér að opna Planet Pulse þar. Þetta var eins og bíómynd, þetta var í Pétursborg og ég var þar leidd inn í gamla óperuhöll sem var endalaust margir fermetrar með kristalsljósakrónum úti um allt, en ég þorði ekki annað en að segja: „I am very interested, very interested”, þó að ég sæi strax að það væri hæpið að ná að fylla svo mikið sem eitt herbergi þarna inni. Svo var ég leidd inn til bankastjóra í tengslum við þetta. Það var bakdyramegin í húsi þar sem voru vopnaðir verðir í allar áttir og þegar ég kom loksins upp á skrifstofu bankastjórans var hann einhvers konar Armani-módel með þrjá vopnaða verði í kringum sig og húmoristinn í mér hugsaði strax: „Rólegur, ég ætla ekki að nauðga þér”, en ég pakkaði bara saman fljótt og litla stelpan frá Húsavík hefði ekki höndlað þetta umhverfi lengi,” segir Jónína, sem segist í grunninn vera kennari. Fólk var ekkert að pæla í næringu „Ég er fyrst og fremst kennari og það er það sem hefur alltaf verið ástríða hjá mér. Ég kenndi stundum eróbikk 7 tíma á dag og finnst stundum að ég sé enn að blæða fyrir það og mæli nú ekki með svo mikilli hreyfingu og svo borðuðum við Ágústa [Johnson] lakkrískonfekt á kvöldin, af því að okkur fannst það svo gott og fólk var ekkert byrjað að pæla í næringu af neinu viti á þessum tíma.“ Segja má að Jónína sé nú aftur farin í það sem henni finnst skemmtilegast, þar sem hún vinnur nú við að miðla fróðleik um heilsu til eldri borgara í Hveragerði. Sölvi Tryggvason skrifaði ævisögu Jónínu og það vantar því ekki umræðuefnin. Í viðtalinu fara Sölvi og Jónína yfir tímabilin í líkamsræktinni, tengslin við Jón Pál, íslenskt viðskiptalíf, baráttuna við bakkus og margt margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira
Jónína Benediktsdóttir hefur oft verið umdeild hér á landi. Hún var ung orðin viðskiptakona í Svíþjóð, þar sem hún fékk alls kyns verðlaun fyrir frumkvöðlastarfsemi sína í líkamsrækt og rekstri líkamsræktarstöðva. Í gegnum árin hefur Jónína verið farsæl athafnarkona en í viðtali við Sölva Tryggvason segir hún meðal annars frá tengslum hennar og Jóns Páls Sigmarssonar, sterkasta manns í heimi. Á milli Jóns Páls og Jónínu var sterkur strengur í mörg ár. „Jón Páll var einstakur maður. Hann var svo lítillátur og skemmtilegur og fór aldrei fram á neitt. Hann var eins ósérhlífinn og einn maður getur verið. Hann vann hjá mér í 3 ár og við ferðuðumst mikið saman og elskuðum hvort annað. En það gekk ekki upp og við það lifir maður. Það var alltaf gaman með Jóni Páli og ég gæti sagt þér skemmtisögur af Jóni Páli endalaust og það var Jóhannes heitinn [Jónsson] líka. Hrikalega skemmtilegur maður og kannski er það sem að ég er að leita í þegar kemur að karlmönnum,“ segir Jónína. „Svona hressir galgopagæjar af því að ég nenni ekki að vera alvarleg þegar ég er heima hjá mér, en svo kom sorgin. Ég fór með honum til Ameríku rétt áður en hann deyr og þá fór hann til læknis og fékk í raun dauðadóminn. Honum var sagt að æðakerfið í honum væri eins og í níræðum manni og við vissum eftir það bæði að hann myndi deyja fljótt eftir þetta.” Klippa: Dregin upp til bankastjóra sem var eins og Armani-fyrirsæta og með vopnaða verði Jónína hefur komið víða við og í viðtalinu segir hún líka sögu af því þegar til stóð að hún myndi opna líkamsræktarstöðvar í Rússlandi. „Þú skrifaðir nú um það í bókinni þegar ég fór til Rússlands, þegar Björgólfur [Guðmundsson] bauð mér að opna Planet Pulse þar. Þetta var eins og bíómynd, þetta var í Pétursborg og ég var þar leidd inn í gamla óperuhöll sem var endalaust margir fermetrar með kristalsljósakrónum úti um allt, en ég þorði ekki annað en að segja: „I am very interested, very interested”, þó að ég sæi strax að það væri hæpið að ná að fylla svo mikið sem eitt herbergi þarna inni. Svo var ég leidd inn til bankastjóra í tengslum við þetta. Það var bakdyramegin í húsi þar sem voru vopnaðir verðir í allar áttir og þegar ég kom loksins upp á skrifstofu bankastjórans var hann einhvers konar Armani-módel með þrjá vopnaða verði í kringum sig og húmoristinn í mér hugsaði strax: „Rólegur, ég ætla ekki að nauðga þér”, en ég pakkaði bara saman fljótt og litla stelpan frá Húsavík hefði ekki höndlað þetta umhverfi lengi,” segir Jónína, sem segist í grunninn vera kennari. Fólk var ekkert að pæla í næringu „Ég er fyrst og fremst kennari og það er það sem hefur alltaf verið ástríða hjá mér. Ég kenndi stundum eróbikk 7 tíma á dag og finnst stundum að ég sé enn að blæða fyrir það og mæli nú ekki með svo mikilli hreyfingu og svo borðuðum við Ágústa [Johnson] lakkrískonfekt á kvöldin, af því að okkur fannst það svo gott og fólk var ekkert byrjað að pæla í næringu af neinu viti á þessum tíma.“ Segja má að Jónína sé nú aftur farin í það sem henni finnst skemmtilegast, þar sem hún vinnur nú við að miðla fróðleik um heilsu til eldri borgara í Hveragerði. Sölvi Tryggvason skrifaði ævisögu Jónínu og það vantar því ekki umræðuefnin. Í viðtalinu fara Sölvi og Jónína yfir tímabilin í líkamsræktinni, tengslin við Jón Pál, íslenskt viðskiptalíf, baráttuna við bakkus og margt margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Sjá meira