Armenar og Aserar ætla að ræða frið í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2020 10:22 Frá bænum Barda í Nagorno-Karabakh. Bærinn hefur orðið fyrir stórskotaliðsárás. EPA/AZIZ KARIMOV Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik. Þá hafa yfirvöld í Frakklandi sagt að deiluaðilar í Nagorno-Karabakh stefni á að koma á vopnahléi í dag og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur boðist til að halda friðarviðræður í Moskvu og hafa bæði Armenar og Aserar þáð það. Hundruð hafa fallið í átökunum og hafa báðar fylkingar sakað hina um að gera árásiri á almenna borgara. Áköll Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands eftir vopnahléi hafa hingað til verið hunsaðar. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi deilt um yfirráð í Nagorno-Karabakh í Kákakusfjöllum en stillt var til friðar með samkomulagi árið 1994. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa haft frumkvæði að því að miðla málum á milli ríkjanna síðan. Héraðið er landlukt svæði á milli ríkjanna sem sem tilheyrir Aserbaídsjan formlega. Því er þó stjórnað af armenskum aðskilnaðarsinnum. Átökin hafa valdið áhyggjum um að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau. Heimastjórn Nagorno-Karabakh segir að í heildina hafi 376 hermenn heimastjórnarinnar fallið í átökunum. Tugir þúsunda hafa flúið héraðið vegna átakanna sem hafa nú staðið yfir í tæpar tvær vikur. Í frétt France24 var borgin Goris heimsótt en þangað hafa fjölmargir flóttamenn leitað og var rætt við flóttamenn og íbúa. AP fréttaveitan segir að margir íbúar Líbanon af armenskum uppruna fylgist náið með átökunum og einhverjir þeirra segjast tilbúnir til að fara og taka þátt í þeim. Þegar hafi hópur manna farið til Nagorno-Karabakh. Fjölmargir íbúar Líbanon eru af armenskum uppruna og er þar að mestu um að ræða afkomendur fólks sem lifið af þjóðarmorð Ottómana árið 1918 og flúði til Líbanon. Í frétt AP segir að víða megi sjá fána Armeníu á svölum í Beirút. Á sama tíma segja sérfræðingar að Tyrkir hafi sent rúmlega 1.200 sýrlenska málaliða til átakasvæðisins og þar taki þeir þátt í átökunum við hlið Asera. Heimildarmenn AP í Sýrlandi hafa staðfest það og segja að Tyrki ráði menn til að verja olíulindir en flestir þeirra endi þó á víglínunni. Bæði Tyrkir og Aserer neita því að sýrlenskir málaliðar taki þátt í átökunum. Armenía Aserbaídsjan Rússland Líbanon Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Enn átök á milli Armena og Asera Amernar og Aserar berjast enn í Nagorno-Karabakh á sama tíma og forsvarsmenn Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands leita leiða til að binda enda á átökin. 8. október 2020 14:47 Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1. október 2020 11:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segist reiðubúinn til að hefja friðarviðræður Aserbaídsjan á nýjan leik. Þá hafa yfirvöld í Frakklandi sagt að deiluaðilar í Nagorno-Karabakh stefni á að koma á vopnahléi í dag og Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur boðist til að halda friðarviðræður í Moskvu og hafa bæði Armenar og Aserar þáð það. Hundruð hafa fallið í átökunum og hafa báðar fylkingar sakað hina um að gera árásiri á almenna borgara. Áköll Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands eftir vopnahléi hafa hingað til verið hunsaðar. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi deilt um yfirráð í Nagorno-Karabakh í Kákakusfjöllum en stillt var til friðar með samkomulagi árið 1994. Rússar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa haft frumkvæði að því að miðla málum á milli ríkjanna síðan. Héraðið er landlukt svæði á milli ríkjanna sem sem tilheyrir Aserbaídsjan formlega. Því er þó stjórnað af armenskum aðskilnaðarsinnum. Átökin hafa valdið áhyggjum um að Tyrkir, sem standa við bakið á Aserbaídsjan, og Rússar, sem eru með varnarsáttmála við Armeníu, gætu dregist inn í þau. Heimastjórn Nagorno-Karabakh segir að í heildina hafi 376 hermenn heimastjórnarinnar fallið í átökunum. Tugir þúsunda hafa flúið héraðið vegna átakanna sem hafa nú staðið yfir í tæpar tvær vikur. Í frétt France24 var borgin Goris heimsótt en þangað hafa fjölmargir flóttamenn leitað og var rætt við flóttamenn og íbúa. AP fréttaveitan segir að margir íbúar Líbanon af armenskum uppruna fylgist náið með átökunum og einhverjir þeirra segjast tilbúnir til að fara og taka þátt í þeim. Þegar hafi hópur manna farið til Nagorno-Karabakh. Fjölmargir íbúar Líbanon eru af armenskum uppruna og er þar að mestu um að ræða afkomendur fólks sem lifið af þjóðarmorð Ottómana árið 1918 og flúði til Líbanon. Í frétt AP segir að víða megi sjá fána Armeníu á svölum í Beirút. Á sama tíma segja sérfræðingar að Tyrkir hafi sent rúmlega 1.200 sýrlenska málaliða til átakasvæðisins og þar taki þeir þátt í átökunum við hlið Asera. Heimildarmenn AP í Sýrlandi hafa staðfest það og segja að Tyrki ráði menn til að verja olíulindir en flestir þeirra endi þó á víglínunni. Bæði Tyrkir og Aserer neita því að sýrlenskir málaliðar taki þátt í átökunum.
Armenía Aserbaídsjan Rússland Líbanon Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Enn átök á milli Armena og Asera Amernar og Aserar berjast enn í Nagorno-Karabakh á sama tíma og forsvarsmenn Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands leita leiða til að binda enda á átökin. 8. október 2020 14:47 Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59 Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1. október 2020 11:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Enn átök á milli Armena og Asera Amernar og Aserar berjast enn í Nagorno-Karabakh á sama tíma og forsvarsmenn Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands leita leiða til að binda enda á átökin. 8. október 2020 14:47
Segir Tyrki halda þjóðarmorðinu áfram Aðgerðir Tyrkja og Asera í deilunni við Armena um héraðið Nagorno-Karabakh eru hryðjuverk og framhald á þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Þetta segir armenski forsætisráðherrann Nikol Pashinyan í samtali við Sky News. 7. október 2020 08:59
Hafa áhyggjur af sýrlenskum málaliðum í nágrannaerjum Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur áhyggjur af því að tyrknesk stjórnvöld sendi nú sýrlenska málaliða til að leggja Aserum lið í átökum þeirra við nágranna sína Armena um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh. Tyrkir styðja Asera í átökunum en neita því að hafa sent erlenda málaliða þangað. 1. október 2020 11:59